9.7.2008 | 13:30
Liðsæfingar - framhald!!
Við fórum fínan hjólatúr um Elliðaárdalinn í gærkvöldi - reyndar í tveimur hópum því Keli og félagar mættu aðeins of seint. Keli átti vist eftir að setja saman hjólið sitt...
Allavega fórum við fínan hring og höfðum gaman af, lágum svo í pottinum í Árbæjarlauginn á eftir. Besta mál.
Við ætlum okkur að endurtaka leikinn næsta þriðjudag, lagt af stað frá Árbæjarlauginni klukkan átta, farinn hringur að hætti Kela og sund á eftir.
Svo datt okkur í hug að hjóla saman - á alvöru hjólum - eftir vinnu á morgun fimmtudag. Tillögur að braut væru vel þegnar; hvernig er standið á t.d. Bolaöldu, MotoMos, Álfsnesi, Selfossi? Fóru ekki einhverjir á Selfoss í gær?
Athugasemdir
motomos er lokuð í dag og á morgun... alveg rosa þurr
verður bara opið fyrir námskeiðið á morgun fimmtudag
Hekla #336 (IP-tala skráð) 9.7.2008 kl. 15:25
Ef MotoMos er lokuð vegna þurrka er þá nokkuð skárra ástand annarsstaðar? Hvað segja menn og konur um Selfoss, hvernig var þar í gær?
Ólafur H. Guðgeirsson, 9.7.2008 kl. 15:32
selfoss er bara þurr sko
nikki (IP-tala skráð) 9.7.2008 kl. 16:17
Selfoss er samt það hörð að það sé hægt að keyra í henni þurri?
Ásgeir #277 (IP-tala skráð) 9.7.2008 kl. 20:42
förum bara i moto mos
?? (IP-tala skráð) 9.7.2008 kl. 21:40
motomos er lokuð í dag
Hekla (IP-tala skráð) 10.7.2008 kl. 11:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.