Motocross námskeið.

Helgina 26. og 27. júlí (helgin fyrir versló) mun fara fram námskeið í Motocrossi fyrir hvern þann sem vill bæta tækni sína og þekkingu í Motocrossi. Aron Ómarsson #66 og Örn Sævar Hilmarsson #404 munu sjá um kennsluna og kenna öll þau leynitrix sem þeir félagar hafa yfir að búa. Óvíst er í hvaða braut námskeiðið muna fara fram í, en það verður spilað eftir veðri. 30 manns komast á námskeiðið og verður þeim skipt í tvo hópa. Hópur 1,  er hópur fyrir þá sem einhverja undirstöður hafa í motocrossi og fyrir þá sem eru aðeins lengra komnir. Hópur 2 verður fyrir byrjendur. Hóparnir verða keyrðir á sitthvorum tímanum en Hópur 1 byrjar fyrir hádegi (09:00-12:00) og Hópur 2 eftir hádegi (15:00-18:00) báða dagana. Verðið fyrir námskeiðið er 10.000- pr. einstakling en brautargjaldið er ekki innifalið í því. Nánari upplýsingar og skráning er á aron@aron66.is Það sem þarf að koma fram við skráningu er:


Fullt nafn
Sími
Hjólategund
Hópur 1 eða 2

10095


 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband