Kawasaki-keppnin 19.júlí

Frábær dagur í gær!

Held það geti allir verið sammála um að það tókst alveg sérlega vel til í gær með Kawasaki-keppnina.  Allir skemmtu sér hið besta, brautin góð, búningarnir flottir og allt tókst alveg sérlega vel.

Ekki spillti fyrir að reisið milli þeirra Ásgeirs 277, Arnars Inga 616 og Helga 213 var eitt það rosalegasta sem sést hefur.  Talsvert jafnræði var með þessum þremur í gær og tóku þeir rosaleg reis, hvað eftir annað, allir saman og sín á milli.  Árni lögga #100 var svo rétt á hælunum á þeim og gerði harða hríð að toppþrír sæti en náði ekki alveg að troða sér upp á milli.

Sömuleiðis legg ég til að sá háttur verði hér eftir hafður á að Aníta Hauksdóttir verði látin starta um það bil hálfum hring á eftir restinni af stelpuflokknum.  Ég hef bara ekki séð skemmtilegri akstur - það dó á hjólinu hjá Anítu eftir startið og hún hjólaði eins og óð væri til að halda sér í toppbaráttunni.  Flottur akstur!!

Annars voru úrslit sem hér segir:

MX2
Ásgeir Elíasson #277
Arnar Ingi Guðbjartsson #616
Helgi Már Hrafnkelsson #213

MX1
Daði Erlingsson
Guðmundur Óli Gunnarsson
Arnór Hauksson

MX-stelpur
Signý Stefánsdóttir
Aníta Hauksdóttir
Hekla Daðadóttir

MX-85 stelpur
Guðfinna Pétursdóttir
Ásdís Kjartansdóttir

MX-85 strákar
Gylfi Þór Héðinsson
Skúli Freyr Ólafsson

Nýliðaverðlaun fengu Jón Ernst Ágústsson, Bjarki Freyr Rúnarsson og Hlynur Sandholt.

Sérstaka 40+ viðurkenningu fékk svo Hranfkell formaður Sigtryggsson; mér finnst reyndar að hann ætti að fá fleiri og stærri viðurkenningar en þessa þó hann sé vissulega orðinn svona gamall Devil - kraftur hans og dugnaður í þessu sporti okkar hefur skilað miklum framförum undanfarin ár.

Sömuleiðis ættu Haukur og Tedda að fá sérstaka viðurkenningu fyrir ótrúlegan og óendanlegan áhuga og dugnað.  Þessi dagur var þeirra frá a til ö; og ekki bara það heldur hafa þau haft gríðarleg áhrif í sportinu undanfarin ár, drifið fólk með sér, auðveldað mjög mörgum og þar á meðal mér og mínum að komast af stað í sportinu, og gert meira en margir átta sig á við að kynna sportið og gera það að þeirri almenningsíþrótt sem það er að verða í dag.  Kawasaki-keppnin, þátttakan og stemmninginn sem þarna var er bara ein af mörgum staðfestingum á því mikla starfi sem þau hafa drifið áfram innan íþróttarinnar.

Bestu þakkir!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Vill þakka fyrir mjög skemmtilegan dag. Mér fannst þetta frábær skemmtun og vonandi verður þetta að ári aftur.

Árni #100

Árni #100 (IP-tala skráð) 20.7.2008 kl. 20:23

2 identicon

hvar getur maður séð myndir fra keppninni ? :D

keppandi (IP-tala skráð) 20.7.2008 kl. 21:34

3 identicon

Þær koma mjög líklega í á morgun.

Og það er líka allt í lagi að skrifa nafn sitt.

Jói #919

Jói (IP-tala skráð) 20.7.2008 kl. 23:25

4 identicon

Heyr heyr við þessum pistli...  þetta var rosa skemmtilegur dagur...  Haukur og Tedda I luv jú..   ég er samt farin að halda að Teddan sé að byrla mér svefnlyfjum   tvær keppnir í röð, eitthvað ósátt við að ég sé farin að skilja hana eftir bara... þetta er að verða lögreglumál...   Árni þú verður að aðstoða mig við þetta...

þyrnirós (IP-tala skráð) 21.7.2008 kl. 00:36

5 identicon

Awesome to the max :D.. ekkert meiru við ennan dag að bæta :D..

 Geggjað að öllu leiti og takk haukur og tedda :D og aníta litla fyrir olíutappann :D

Ásgeir #277 (IP-tala skráð) 21.7.2008 kl. 23:01

6 identicon

Takk sömuleiðis þetta heppnaðist bara svona vel að því að við öll létum þetta heppnast.

Einar Bjarna og Stebbi baðvörður áttu stóran þátt í að þetta heppnaðist svona vel.

Vonandi verðum við með eitthvað svipað á næsta ári.

Kv
#10 Haukur

#10 (IP-tala skráð) 22.7.2008 kl. 14:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband