3.9.2008 | 11:45
Fjallahjólaæfingar á mánudögum kl. 18.30
Sæl öll og takk fyrir góðan dag á sunnudaginn, mikið hrikalega er ég feginn að við frestuðum keppninni um einn dag! Annars er er full ástæða til að óska öllum Kawasaki ökumönnum til hamingju með góðan árangur og þó sérstaklega Aroni Ómars og Íslandsmeistaranum Signýju!
Um helgina er það svo síðasta keppnin í enduroinu og væntanlega verða margir þar. Eftir helgina tekur þá haustið við, birtan að minnka og hjólamöguleikum að fækka. Það er þýðir þó ekki að við getum hætt að æfa og hreyfa okkur - ónei. Því langar mig að kanna áhuga á að taka fjallahjólaæfingar á mánudögum kl. 18.30 í Elliðaárdalnum og Heiðmörk. Við Tedda ofl. fórum góðan hring þar á mánudaginn og þetta er mjög skemmtilegt svæði til að hjóla á. Áhugasamir mæta við Árbæjarlaug nk. mánudag. Kveðja, Keli
Athugasemdir
af hverji skrifiði ekki neitt á þessa helvítis síðu þessi siða er að fkn degja og hana nú
hekla (IP-tala skráð) 7.9.2008 kl. 14:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.