16.9.2008 | 09:17
Bikarmót...hverjir ætla???
Laugardaginn 20. september fer fram bikarmót í Sólbrekku braut. Keppt verður í 2 flokkum og gilda eftirfarandi reglur um þá:
- MX2 flokkur = Hámarks vélarstærð 250cc 4T eða 2T.
- 35+ flokkur = Keppandi skal vera 35 ára eða eldri. Nota má öll hjól 125cc - 650cc. Keppendur sem hafa keppt í Íslandsmóti MSÍ á árinu 2008 og hafa lokið keppni í topp 10 er ekki heimil þáttaka í þessum flokk.
ATH. keppendur þurfa ekki tímatökusenda né hafa keppnisnúmer frá MSÍ.
Keppnisgjald er aðeins 3.500,- + að mæta í góðu skapi og hafa gaman af.
Skráning fer fram á www.motocross.is
Að öðru leyti er vísað í Moto-Cross reglur MSÍ varðandi framkvæmd keppninnar og búnað og skildur keppanda.
Dagskrá:
Mæting kl 12:00 skoðun
Æfing kl 13:00 - 13:20 MX2
Æfing kl 13:25 - 13:45 35+
kl: 14:00 Moto 1 MX2 15 mín +2
kl: 14:25 Moto 1 35+ 10 mín +2
kl: 14:45 Moto 2 MX2 15 mín +2
kl: 15:10 Moto 2 35+ 10 mín +2
kl: 15:40 verðlaunaafhending
kveðja,
Keppnisstjórn & Stjórn VÍR
Athugasemdir
ég mæti en má ekki keppa
Því miður
Jói #919 (IP-tala skráð) 16.9.2008 kl. 14:41
Ég mæti til að keppa en því miður eina 250 hjólið sem ég fékk var enduro KTM svo marr svíkur smá lit um helgina vona að það fyrnist fljótt.............:)
Pétur #35 (IP-tala skráð) 17.9.2008 kl. 13:41
Því miður kemst ég ekki, verð fyrir norðan...
Árni#100 (IP-tala skráð) 19.9.2008 kl. 10:37
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.