1.10.2008 | 08:44
Meðlimir TG á Klaustri síðustu helgi
Um síðustu helgi var nokkrum meðlimum TG boðið að koma austur á Kirkjubæjarklaustur til að taka út og prófa nýja braut sem þar er í smíðum. Keli #50,Pétur#35 og Arnar Ingi#616 fóru því snemma á laugardagsmorguninn austur og eyddu deginum á þessari braut ásamt nokkrum heimamönnum og Greifafjölskyldunni sem einnig var boðið. Það er skemmst frá því að segja að brautin er mjög skemmtileg og hefur gott flæði,og jarðvegurinn sem er bland af sandi og mold er hreint út sagt frábær. Það er en ekki komið leyfi fyrir brautinni,en það er ljóst að þarna gæti orðið einn okkar allra besta braut um ókomin ár. Liðsmenn TG gáfu heimamönnum góða punkta til að vinna með,en það er helst að brautin mætti vera breiðari,og einnig vantar meira af stökkpöllum í hana.
Liðsmenn TG þakka heimamönnum fyrir gott heimboð,og ykkur er velkomið að vera í sambandi ef ykkur vantar aðstoð við að koma aðstöðunni og brautinni í en betra stand.
Það er töluvert af myndum inn á síðunni hjá Sverri Greifa undir þessum link http://www.motosport.is/index.php?option=com_zoom&Itemid=49&catid=51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.