27.10.2008 | 07:14
Ekki Kreppu Blogg
Það er búið að vera háf dauft yfir síðunni upp á síðkastið og er sennilegt að Kreppunni sé um að kenna. Við bætum úr því núna með einu góði bloggi.
Teamkawasaki var að sjálfsögðu með keppendur á Langasandi um þar síðustu helgi,þó að það megi alveg segjast að það hefðu mátt vera fleiri. Þetta var frábær keppni í nokkuð góðu veðri,og nokkuð ljóst að þessi keppni er komin til að vera um ókomin ár.
Það var hann Aron okkar sem sigraði þessa keppni með stæl,og ljóst að hann er búin að leggja mikið á sig upp á síðkastið og er fantahraður og í fínu formi. Grænir voru líka áberandi í næstu sætum því Heiðar varð fjórði overall og vann MX2,Ásgeir sjötti overall og varð annar í MX unglinga,Atli Már varð sjöundi overall og fjórði í MX1,og svo varð Arnar Ingi áttundi overall og þriðji í MX Unglinga.
Einnig voru aðrir grænir að standa sig vel eins og Garðar Atli sem var að keyra 450 í fyrsta skipti í keppni,og svo var ekki leiðinlegt að sjá Gunna Sölva í action aftur.
Í 85cc og kvenna voru Hinrik og Tedda að keppa. Hinrik endaði í þriðja sæti overall og 85cc og Tedda í því áttunda overall.
Mig langaði að benda á síðuna hjá henni Signý sem er að æfa og keppa í USA núna næstu vikurnar. Linkurin er http://signy34.blogcentral.is/ og er um að gera fylgjast með stelpunni.
Einnig eru Tedda og Haukur með Blogg síðu veit að verður gaman að fylgjast með,en þau eru á leið í 1 árs ferðalag og ætla að ég best veit að halda úti bloggi á http://mxtedda.blogcentral.is/
Svo er líka að minna á árshátíðina næstu helgi...eru ekki alir að fara.?????
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.