20.11.2008 | 10:41
Hjóla um helgina!
Það er nú meiri andsk.... ládeyðan yfir öllu. Rífum okkur upp úr þessu bulli og hjólum um helgina, það er ágæt spá fyrir laugardag og frábær fyrir sunnudag. Legg til að við hittumst í Þorlákshöfn kl. 12 á laugardag (og jafnvel líka sunnudag) og tökum góða æfingu fyrir kreppukeppnina þ. 29. nóvember. Ekkert rugl núna og ég vil fá komment og sjá fólk á laugardaginn!!!
Næturenduroið hefur verið snilld undanfarið. Magnað hvað smá ljós getur gert. Mosfellsdalur og Svínaskarðið var geðveikt á þriðjudaginn. Lækirnir voru orðnir eins Krossá, nokkrum sinnum og hjólum var drekkt, einhver skilin eftir og tvo snilla þurfti að sækja á 38" Landcruiser. Færið var snilld og túrinn geðveikur. Mæli með þessu.
Kv. Keli
Ps. ég geri ráð fyrir að við förum að kynna á næstunni e-h sameiginlegar æfingar fyrir liðið og viðhengi sem vilja taka þátt.
Athugasemdir
Við Jói skruppum í Þorlákshöfn í gær - ágætt veður og ágæt braut, búið að laga uppstökkin en ekki lendingarnar.
Legg til að við tökum laugardaginn snemma, vera mætt uppúr byrtingu sem er um 10 held ég, því brautin verður lokuð á sunnudaginn vegna undirbúinings fyrir keppnina.
Hætta svo að velta sér uppúr kreppunni, ég er búinn að fá nóg af þessu!!
Ólafur H. Guðgeirsson, 20.11.2008 kl. 11:04
Sammála sammála!!! Nú verða allir að fara vakna aðeins og hreyfa sig. Tíminn er skugglega fljótur að líða. Þar sem að ég get/má ekki hjóla þá er ég að reyna að einblína á styrktaræfingar og hjóla á reiðhjóli. Ég er í frí frá vinnu þannig að ef einhver hefur áhuga á æfingafélaga í ræktina eða fara út að reiðhjólast þá er ég alltaf klár næstu vikurnar:)
Það væri svo gaman að fá comment frá öllum í liðinu um hvað fólk er að gera þessa dagana. Gaman að virkja vefinn aðeins.
Árni#100 (IP-tala skráð) 20.11.2008 kl. 12:52
Árni, ertu klár á reiðhjólið á mánudagskvöldið kl. 20.00 við Árbæjarlaug og í pottinn á eftir? E-h fleiri?
Keli (IP-tala skráð) 20.11.2008 kl. 13:37
Ég er nú bara nybuin ad fá brjosklos i bakid..er i ræktinni med svaka prógram a hverjum degi..en ma ekki hjola alveg strax:-)en goda skemmtun um helgina
Anita#31 (IP-tala skráð) 20.11.2008 kl. 13:47
Já Keli ég er klár á mánudaginn!! Var einmitt að koma úr góðum túr núna, ofsa fínt veður.
P.s. síðan sem þú bentir mér á, VÁ!! Ég gat ekki hætt að lesa í gærkvöldi, hafsjór af fróðleik:)
Árni#100 (IP-tala skráð) 20.11.2008 kl. 15:00
Ég
Jói #919 (IP-tala skráð) 20.11.2008 kl. 20:07
Ég er til á mánudaginn ef það verður ekki snjór og hálka
P.s.
Jói #919 (IP-tala skráð) 20.11.2008 kl. 20:09
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.