Félagskvöld VÍK – ljósa og næturenduroþema í Bolaöldu á fimmtudaginn

Við blásum á allt myrkur, kulda og almennt harðlífi og bjóðum öllu hjólafólki á almennt félagskvöld næsta fimmtudagskvöld 27. nóv. kl. 20 í Bolaöldu. Í myrkri og frosti þurfum við að hjólin út miðað við aðstæður. Nýjasta æðið er næturenduro og það er ekkert stórmál að taka þátt. Á fimmtudaginn ætla Einar Sigurðarson "Púki" að fara í gegnum það helsta sem menn þurfa að gera til að geta notað hjólin í allan vetur. Hann fer yfir helsta ljósabúnað, dekkjapælingar s.s. naglar vs. karbítar vs. gúmmídekk, ljósaspólur, akstur í snjó og fleira. Honum til halds og trausts verður  Ásgeir í Aukaraf með kynningu á ljósabúnaði og hvernig er best hægt að lýsa okkur veginn. Þeir sem eru í stuði gætu svo jafnvel hjólað brautina eða slóðana á eftir ef færi gefst.

 

Við bjóðum upp á kakó og piparkökur

 

Stefnan er svo að halda annað félagskvöld á fimmtudaginn eftir tvær vikur sem verður kynnt þegar nær dregur.

Kveðja stjórn VÍK


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Flott framtak:) Ég verð reyndar fyrir norðan, ætla að kíkja á vetarsýninguna. Hvað varðar næturenduro þá er ég búinn að gera 250 hjólið mitt klárt með 8" Xenon. Keypti stator frá USA og hann er að virka fínt. Góð lausn fyrir okkur crossarana.

Góða skemmtun:)

Árni#00 (IP-tala skráð) 26.11.2008 kl. 11:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband