KX250F í vetrarbúning

Langaði bara sýna ykkur að grænir eru mættir til leiks í vetarenduróið!!! 250 tuggan mín er víst að virka svona ofsa vel með nýja fína ljósinu. Góður félagi minn fór á því í gær í vetarhardenduroið og var víst einn á grænu meðan allir hinir voru stereotýpur á orange hehe:)

Fyrir okkur sem eiga crosshjól þá er þetta alveg hægt en kostar samt solltinn pening.....Ég keypti nýja kveikjuspólu frá ameríku hreppi frá electrosport.com, afriðil og rafgeymi hjá AMG Aukaraf og ljósið keypti ég hjá TrailTech í ameríkuhreppi, var svo heppinn að félagi minn gat tekið þetta með heim. Þetta er klárlega málið þó að það kosti smá. Þetta gefur manni alveg nýja vídd á sportið.

Svo er Einar #4 að prófa að vefja kveikjuspóluna í 450 hjólinu mínu og verður gaman að fylgjast með því! Ég verð samt að segja að svona ljós er ekkert möst!! Ég er einnig með stærri týpuna af hjálmaljósi og þegar maður er í hægu endurói og brölti þá er það alveg nóg. Kastarinn er meira fyrir hraðari akstur. Þannig að núnar er bara að leggjast á bæn, senda jólaveinunum bréf eða hringja í alla ættingjana og láta þá leggja saman í eina góða ljósahjólajólagjöf....hehe

 IMG_0501


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólafur H. Guðgeirsson

Hvað er þetta svarta sem er fast við stýrið - er það handleggurinn af þér?

Ólafur H. Guðgeirsson, 3.12.2008 kl. 22:27

2 identicon

Var einmitt að spá í það sama, en sá svo að þetta eru hjóla lúffur.

Hjólið er flott svona, ekki laust við að ég öfundi ykkur aðeins af vetrarenduroinu.

Have fun.

 Haukur

#10 Haukur (IP-tala skráð) 4.12.2008 kl. 04:28

3 identicon

Haukur var með rétt svar!! Þetta eru hjólalúffur. Án efa æðislegasti og ódýrasti aukahlutur sem ég hef keypt á hjólið!!! Gerir það að verkum að maður getur keyrt í hörku gaddi í þunnu krosshönskunum. Fæst að sjálfsögðu í Nitró:)

Árni#100 (IP-tala skráð) 4.12.2008 kl. 13:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband