10.12.2008 | 21:46
Fín æfing í kvöld - þolpróf á laugardaginn
Það var bara góð mæting í "góða veðrinu" í kvöld. 8 manns mættu við Árbæjarlaugina kl. 18.30 - Ásgeir, Hermann, Jón Bjarni, Anita, Jói, Arnór, Össi og Keli tóku Stífluhring með smá útúrdúr upp í brekkurnar neðan við Breiðholtið, armbeygjur og framstig við laugina og 20 mínútna sund í restina. Árni mætti of seint og hjólaði allan dalinn fram og aftur að leita að okkur en fann okkur ekki fyrr en í pottinum. Næsta æfing verður á miðviku daginnn eftir viku.
Þolprófið verður svo á laugardaginn í World Class í Laugum. Raggi er búinn að sjá til þess að þeir sem eru ekki með kort fá 50% afslátt af skiptinu þannig að við borgum 825. Bara að minnast á að þið séuð í Kawasaki liðinu og að Raggi hafi verið búinn að semja um þennan afslátt.
Þeir sem ætla að mæta eru þessir:
Kl. 9 - Anita, Karen, Heiðar, Arnór, Aron, og Aron Arnars
Kl. 10 - Óli, Jói og Gylfi Þór,Hinrik
Kl. 11 - Össi, Ásgeir, Hermann, Keli, Pétur og Guðfinna
Kl. 12 - Arnar Ingi, Helgi, Freyr, Jón Bjarni
Þolprófið ætti að klárast á ca. klukkutíma en ef einhver þarf að bíða þá er það bara þannig. Ef þið skilduð ekki markmiðablöðin ykkar eftir á mánudaginn þá þurfið þið að koma með þau en Raggi ætlar að spjalla við alla og fara yfir blöðin með hverjum og einum.
Kv. Keli
Athugasemdir
ma frekar koma kl 10
hinrik (IP-tala skráð) 11.12.2008 kl. 09:46
????
#807 (IP-tala skráð) 11.12.2008 kl. 12:57
Minnsta mál, mættu bara kl. 10 - það jafnar aðeins hópinn. Kv. Keli
Keli (IP-tala skráð) 11.12.2008 kl. 15:00
ég kom 3 min of seint i gær og þið voruð bara farinn að hlaupa
Hinrik#807 (IP-tala skráð) 11.12.2008 kl. 15:45
Jamm, þess vegna sögðum við líka18.30 stundvíslega kúturinn minn ;)
Keli (IP-tala skráð) 11.12.2008 kl. 21:50
ætla einhverjir 'a 'isinn um helgin..?
eg arn'or og Össi stefnum a ad fara a leirtjorn a laugardagin eftir Þolprófið
Heidar 900 (IP-tala skráð) 11.12.2008 kl. 22:56
Já nú er ekki nema mánuður í fyrstu umferð í íslandsmótinu í Ískrossi sem fram fer á Mývatni 14. janúar, þannig að um að gera að æfa sig á ísnum.
Baðvörðurinn (IP-tala skráð) 11.12.2008 kl. 23:36
heiðar ég er alltaf maður
Hermann #283 (IP-tala skráð) 12.12.2008 kl. 14:40
Shitt er einhver annar að dreeepast í rassinum og lærunum!!!! ég get ekki gengið eðlilega hahaha... þetta þolpróf hjá mér verður alveg klárlega ekki uppá sitt besta en ég hlakka til;)
Anita (IP-tala skráð) 12.12.2008 kl. 15:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.