Fín æfing í kvöld - þolpróf á laugardaginn

Það var bara góð mæting í "góða veðrinu" í kvöld. 8 manns mættu við Árbæjarlaugina kl. 18.30 - Ásgeir, Hermann, Jón Bjarni, Anita, Jói, Arnór, Össi og Keli tóku Stífluhring með smá útúrdúr upp í brekkurnar neðan við Breiðholtið, armbeygjur og framstig við laugina og 20 mínútna sund í restina. Árni mætti of seint og hjólaði allan dalinn fram og aftur að leita að okkur en fann okkur ekki fyrr en í pottinum. Næsta æfing verður á miðviku daginnn eftir viku.

Þolprófið verður svo á laugardaginn í World Class í Laugum. Raggi er búinn að sjá til þess að þeir sem eru ekki með kort fá 50% afslátt af skiptinu þannig að við borgum 825. Bara að minnast á að þið séuð í Kawasaki liðinu og að Raggi hafi verið búinn að semja um þennan afslátt.

 Þeir sem ætla að mæta eru þessir:
Kl.   9 - Anita, Karen, Heiðar, Arnór, Aron, og Aron Arnars
Kl. 10 - Óli, Jói og Gylfi Þór,Hinrik
Kl. 11 - Össi, Ásgeir, Hermann, Keli, Pétur og Guðfinna
Kl. 12 - Arnar Ingi, Helgi, Freyr, Jón Bjarni

Þolprófið ætti að klárast á ca. klukkutíma en ef einhver þarf að bíða þá er það bara þannig. Ef þið skilduð ekki markmiðablöðin ykkar eftir á mánudaginn þá þurfið þið að koma með þau en Raggi ætlar að spjalla við alla og fara yfir blöðin með hverjum og einum.

Kv. Keli


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

ma frekar koma kl 10

hinrik (IP-tala skráð) 11.12.2008 kl. 09:46

2 identicon

????

#807 (IP-tala skráð) 11.12.2008 kl. 12:57

3 identicon

Minnsta mál, mættu bara kl. 10 - það jafnar aðeins hópinn. Kv. Keli

Keli (IP-tala skráð) 11.12.2008 kl. 15:00

4 identicon

ég kom 3 min of seint i gær og þið voruð bara farinn að hlaupa

Hinrik#807 (IP-tala skráð) 11.12.2008 kl. 15:45

5 identicon

Jamm, þess vegna sögðum við líka18.30 stundvíslega kúturinn minn ;)

Keli (IP-tala skráð) 11.12.2008 kl. 21:50

6 identicon

ætla einhverjir 'a 'isinn um helgin..?

eg arn'or og Össi stefnum a ad fara a leirtjorn a laugardagin eftir Þolprófið

Heidar 900 (IP-tala skráð) 11.12.2008 kl. 22:56

7 identicon

Já nú er ekki nema mánuður í fyrstu umferð í íslandsmótinu í Ískrossi sem fram fer á Mývatni 14. janúar, þannig að um að gera að æfa sig á ísnum.

Baðvörðurinn (IP-tala skráð) 11.12.2008 kl. 23:36

8 identicon

heiðar ég er alltaf maður

Hermann #283 (IP-tala skráð) 12.12.2008 kl. 14:40

9 identicon

Shitt er einhver annar að dreeepast í rassinum og lærunum!!!! ég get ekki gengið eðlilega hahaha... þetta þolpróf hjá mér verður alveg klárlega ekki uppá sitt besta en ég hlakka til;)

Anita (IP-tala skráð) 12.12.2008 kl. 15:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband