Næturhlaupaenduro!

Það var fín mæting á æfingu í kvöld. Alli, Arnór, Árni, Heiðar, Hinrik, Freyr, Jón Bjarni, Össi, Góli, Óli, og undirritaður létu snjókomuna ekki trufla sig og tóku ca 9 km hring á slóðunum ofan við Rauðavatnið. Djös.... rugl, en 15 cm lausasnjór, urð og grjót og kolniðamyrkur bætir hressir og kætir - alla vega flesta - bara gaman :) Framstig, armbeygjur og planki og 20 mín sund + potturinn á eftir kláraði æfinguna algjörlega! Snilldarstemning - takk fyrir kvöldið.
Sjáum svo til með létta æfingu á jóladag á milli matarboða - eða rennsli ef fjallið opnar.
Kv. Keli


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólafur H. Guðgeirsson

Þetta var gersamlega geðveikt gaman!!!   Við erum snarkolgeðveiktruglaðir en þessi hringur var svooo skemmtilegur í snjókomunni að ég á bara ekki orð!!!

TeamKawi rokkar!!!!!!

Ólafur H. Guðgeirsson, 17.12.2008 kl. 23:50

2 identicon

tek undir þetta með óla þetta var stuð! þar til síðustu 500 metrana þá var ég gjörsamlega dauður !! enn þetta er satt sem hann seigir við erum allir snarkolgeðveiktruglaðir haha..

Arnór661 (IP-tala skráð) 18.12.2008 kl. 00:08

3 identicon

Þetta var bara geggjað, gaman að fá að vera með! 

 Það hefur svo sem oft verið sagt um mig að ég sé snarkolgeðveiktruglaður !!!

Góli #831 (IP-tala skráð) 18.12.2008 kl. 15:34

4 identicon

þetta var geggjað kom mer virkilega á óvart þessi leið reynir á allt .brekkur,niðurbrekku,fullt af snjó og bara gaman...og það er alveg statt hjá kela þegar hann sagði að þið vaknið með harðsperrur eg  fór að gráta þegar eg vaknaði og ekki orð um það meir

Alli#507 (IP-tala skráð) 18.12.2008 kl. 17:12

5 identicon

þetta var bara geggjað..mig langar að hafa svona 2 sinnum i viku og fólkið  sem mætti ekki í gær:ÞIÐ VORUÐ AÐ MISSA AÐ GEÐVEIKU HLAUPI OG STEMMINGU.....koma svo allir að reyna mæta á næstu æfingar

Hinrik#807 (IP-tala skráð) 18.12.2008 kl. 20:19

6 identicon

Hinni minn þú verður nú að geta unnið með þessum æfingum varst full þreyttur í vinunni í dag svo 1 sinni í viku er nóg hehehehehehehe :) En ég er að reyna að breyta miðvikudags æfingunum mínum svo ég get tekið þátt í þessum æfingum.

Pétur #35 (IP-tala skráð) 18.12.2008 kl. 20:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband