Þorlákshöfn í dag

Ágæt mæting var í Þorlákshöfn í dag - Aníta og Signý áttu samt klárlega daginn, þær voru farnar af stað um níu og mættar klukkan 10.  Húrra fyrir þeim!!!  Held reyndar að Karen og Aron hafi mætt snemma líka, Góli sömuleiðis.  Gott hjá þeim.

Við feðgar töfðumst aðeins þannig að við vorum ekki mættir fyrr en uppúr 12.  Ég var auk þess á Husaberg og fann út að ég á lítið við 450 endurohjól að gera í þessari braut - ég er bara ekki nógu góður að hjóla!!  En við allavega náðum að hitta stelpurnar áður en þær fóru í bæinn.....við stöndum okkur betur á morgun.

Hinrik var mættur á 125 og er að hjóla fantavel, flottur í beygjunum.  Gylfi #406 var sömuleiðis þarna, þannig að allt 85cc liðið var þar með á staðnum.  Spurning um fjórða mann?

Sverrir og Bína voru mætt og tók Sverri helling af myndum - spurning um að tékka á okkar fólki á síðunni hjá þeim.  Svo er bara að vona að veðrið verði svona gott á morgun og enn fleiri mæti, heyrist fólk ætla í Þorlákshöfn aftur.

Óli G.
....uppgefinn eftir Husaberg - náði þó að klára tankinn.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég smellti mér eldsnemma í Sandvíkina en náði ekki að fara nema 100 metra þegar stimpillinn sprakk hjá mér..enda kominn vel á tíma! Hvað um það, ég setti nýjan í þegar heim var komið og tuggan er orðin klár í slaginn aftur:) Reikna með fara á sama stað á morgun:)

#100 (IP-tala skráð) 3.1.2009 kl. 23:56

2 identicon

Það var reyndar ég sem kláraði tankinn hjá þér!

En hvert á að fara á morgun? Þorlákshöfn eða sandvík

Jói #919 (IP-tala skráð) 4.1.2009 kl. 00:30

3 identicon

Já höfum þetta á hreinu Óli, ég trúi stráknum betur en þér ;)

Góður JÓi ;;)

#10 Haukur

Haukur Thorsteinsson (IP-tala skráð) 5.1.2009 kl. 00:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband