Flottur dagur í Þorlákshöfn!!

Mjög vel heppnaður dagur í Þorlákshöfn. Ég var að fíla brautina í drasl en var hún sléttuð í morgun og því ofsa hröð:) Þarna voru líka Össi, Aníta, Signý, Jói og Óli öll að hjóla svaka flott.

Þessi dagur hefði samt ekki verið svona góður nema með aðstoð þeirra í Cubic!! Ég bræddi úr í gær og fór því meint upp á verkstæðið til Gunna og Friðjóns og viti menn, hjólið var tilbúið 3 tímum seinna!! Frábær þjónusta:)

Svo til að kóróna daginn þá fór ég í klifurhúsið með Báru og Ívani og drap endanlega á mér framhandleggina:)

Kv. #100


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég bræddi svo úr mínu hjóli og fékk að vera á hjólinu hans pabba restina af deginum.

En þetta var frábær dagur!

Jói #919 (IP-tala skráð) 4.1.2009 kl. 19:18

2 Smámynd: Ólafur H. Guðgeirsson

Og ég er svo dauður í höndunum eftir átökin og krass að ég get ekki klórað mér hvað þá meira - festi aðra hendina á bakvið handahlífina á leiðinni fram yfir hjólið, sérlega þægilegt......

Ólafur H. Guðgeirsson, 5.1.2009 kl. 09:40

3 identicon

Ég ætla í þorlákshöfn á mrg, þriðjudag um hádegi...ef einhverjum langar með er pláss á kerrunni:) 8480704

Aníta#31 (IP-tala skráð) 5.1.2009 kl. 20:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband