Ískross - 1. umferð Íslandsmóts

Skráningarfrestur fyrir 1. umferð Íslandsmótsins í ískrossi rennur út á miðnætti annað kvöld - þriðjudagskvöld!!  Muna að skrá sig!!

Mótið fer fram á Mývatni næsta laugardag, 17.janúar, og lofar Akstursíþróttafélag Mývatnssveitar harðri keppni og góðri skemmtun fyrir bæði áhorfendur og keppendur.  Skoðun hjóla hefst klukkan 10 og tímatökur klukkan 11.  Sjálf keppnin hefst svo klukkan 12 og verður lokið um klukkan 15.

Höfuðborgarbúar eru sérstaklega hvattir til að renna norður og taka þátt; margir hér fyrir sunnan hafa verið að hjóla á ís í vetur og ættu að láta reyna á hæfnina.

MUNA SKRÁNINGARFRESTINN - miðnætti annað kvöld, þriðjudag 13.janúar.

 

Hjólahjóla!
Óli G.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Jæja, heyrðu hvernig er þetta með þetta team kawasaki ? Er enginn metnaður í liðinu eða ? Undir með dekkin og drífa sig hingað !

...og ekki koma með hvað bensínverðið er hátt 

Signý 34 (IP-tala skráð) 12.1.2009 kl. 21:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband