3.2.2009 | 22:33
Boð frá Hondaliðinu!!
Nú viljum við hjá Hondaliðinu bjóða Kawasakiliðinu á æfingu Fimmtudaginn 12.02.09. ´
Æfingin byrjar, að venju hjá okkur kl: 20:00 með útihlaupum, strax að loknum útihlaupum er farið í inniæfingar. ATH það er farið af stað í útihlaup kl: 20:00 á slaginu. Þeir sem ekki mæta í útihlaup lenda í refsingum, þeir sem mæta of seint lenda í því líka . Við þurfum að vita hversu margir mæta þar sem þjálfarinn þarf að hafa tölu á því. Reyndar eru einhverjir í liðinu ykkar að æfa með okkur, sem er bæði gaman og gott. Æfingastaður er í fimleikadeild Ármanns sem er í sama húsi og Þróttur í Laugardal. Fyrir útihlaupin er klæðnaður samkvæmt veðri, hl a upið er um Laugardalinn. Fyrir inniæfingar er almennur inniæfingaklæðnaður, skór eru ekki leyfðir til æfinga í sal fimleikadeildar Ármanns, hafa með sér vatnsbrúsa. Búningaaðstaða er í húsinu, en verðmæti er ekki ráðlegt að skilja eftir þar. Fygjast má með tilkynningu um æfinguna á www.hondaracing.is Hjólagaman saman. Óli GíslaTeam Honda Racing
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.