5.2.2009 | 09:51
Næturkross í kvöld!!
Á fimmtudagskvöldið verður gerð tilraun með að keyra næturmotocross í Bolaöldubrautinni.
Þeir sem prófuðu brautina um helgina voru gríðarlega ánægðir með aðstæður og skemmtu sér frábærlega. Við erum búnir að fá lánaðar tvær ljósakerrur sem lýsa brautina mjög vel upp í snjónum. Garðar mætir snemma og fer yfir brautina eftir þörfum og gerir húsið og kaffið klárt.
Nú er bara að mæta með trella/karbíta undir hjólunum og láta vaða. Miðarnir fást í Litlu kaffistofunni - sjáumst í kvöld.
Athugasemdir
Allir að mæta!! Hættið að væla um að það sé kallt!!! Ég ætla að mæta og spóla allt í drasl;)
kv. #100
Árni#100 (IP-tala skráð) 5.2.2009 kl. 18:15
Þetta var algjör geðveiki, fullt af ljósum, brautin geðveik, 10 stiga frost og blæjalogn og hægt að keyra á peysunni. Árni, ég held að það trúi okkur enginn lengur :)
Keli (IP-tala skráð) 6.2.2009 kl. 09:01
Já það trúir okkur örugglega enginn haha!! En gærkvöldið er staðreynd!!! Þetta var 100% motocross, fullt af gripi, flottar beygjur og pallarnir góðir. Ef veðrið helst svipað og það var í gærkvöldi þá lofar helgin góðu.
P.s. það var alls ekki kalt!!! það var passlegt að keyra í venjulegum crossgír+föðurlandið:)
Árni #100 (IP-tala skráð) 6.2.2009 kl. 15:59
Ég trúi ykkur alveg, þetta er örugglega geðveikt hjá ykkur. En þar sem hjólið mitt er ekki neglt hef ég látið skíðin duga.......
Er með ykkur í anda !!!
Góli #831 (IP-tala skráð) 6.2.2009 kl. 19:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.