10.2.2009 | 09:38
MX Skólinn í sumar
Össi og Aron hafa sett upp motocross-skóla; ætlunin er að fylgja eftir góðum námskeiðum sem þeir héldu í fyrrasumar. Mig langar að hrósa þeim félögum fyrir framtakið, sem ég held að verði mikil lyftistöng fyrir sportið okkar.
Í júní kemur hingað á þeirra vegum svíinn Dennis Erikson sem áður hefur komið hingað og þjálfað við góðann orðstýr. Dennis verður með fjögur námskeið á tveggja vikna tímabili; hvert námskeið er þrír tímar á dag í þrjá daga, fyrir mest 10 þátttakendur. Verð á mann er 26.900.-
Okkur langar að reyna að fylla eitt námskeið af Kawasaki-keppnisfólki. Hafið samband við Össa eða Aron sem fyrst, fáið frekari upplýsingar og skráið ykkur.
Skoðið vefsíðuna hjá MX-Skólanum - www.mxs.is
Hjólahjóla!
Óli G.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.