23.2.2009 | 09:14
Breyttar æfingar!!
Í framhaldi af frábærri æfingu hjá Össa og Aroni síðasta miðvikudag hefur verið ákveðið að breyta æfingafyrirkomulagi Kawasaki-liðsins. Við munum ekki halda áfram með æfingar sem voru á miðvikudögum heldur viljum við beina öllum liðsmönnum í æfingar hjá Aroni og Össa; þeir bjóða uppá vel hugsað og markvisst æfingaprógram fyrir motocross og sýnist okkur að ekki sé hægt að finna betra æfingaprógram fyrir liðið.
Æfingar verða tvisvar í viku, þriðjudaga og fimmtudaga klukkan 8, í og við húsnæði söngskólan Marí Bjarkar í Fákafeni 11. Fullt æfingagjald á mánuði verður 6.900,- en Kawasaki-liðið fær afslátt fá því verði. Hafið samband Össa í síma 772-6262 til að ganga frá skáningu og greiðslu.
Við leggjum eindregið til að allt liðið nýti sér þessar æfingar.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.