17.4.2009 | 19:30
Dennis Ericson á Íslandi - á vegum MXS.IS
Þeir félagar Aron og Össi hjá Motocrosskólanum standa fyrir því að fá Dennis Ericson hingað til lands í sumar.
Dennis verður hér í tvær vikur; 8. til 11. júní og 15. til 17. júní og verður hvert námskeið frá mánudegi til föstudags hálfann dag, samtals 15 tíma kennsla. Fólk getur valið hvort það vill vera frá 9 til 12 eða frá 14 til 17 á daginn en 10 manns verða saman í hóp.
Verð á mann er 26.900,- og spurning hvort við Kawasaki-fólk reynum ekki að filla að minsta kosti einn 10 manna hóp. Setjið komment hér að neðan hvort þið hafið áhuga, við reynum svo að búa til sameiginlegan tíma fyrir okkar hóp, í samráði við Aron og Össa.
HjólaHjóla
Óli G.
Athugasemdir
hljomar vel
661 (IP-tala skráð) 20.4.2009 kl. 00:03
Hér er áhugi fyrir alla vega hann Alexander Örn Baldursson
Hann er á Kawasaki Kx 85cc og ætti að vera kominn í liðið.
Hulda Sigurðardóttir, 29.4.2009 kl. 22:08
Alexander er í liðinu - hefur verið á listanum hjá mér frá í haust, vantaði bara símanúmer og tölvupósta sem ég er kominn með núna.
Hjólakveðjur
Óli G.
Team Kawasaki, 30.4.2009 kl. 10:57
Flott er og gott að heyra
Hulda Sigurðardóttir, 30.4.2009 kl. 20:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.