Æfing og skemmtun á laugardaginn!

Nú tökum við öll til hendinni!!

Mætum uppí Bolaöldu klukkan 10 á laugardagsmorgun og tökum þátt í vinnudegi við brautina, gæðum okkur á pylsum og hamborgurum að því loknu. 

Milli 13 og 14 byrjum við síðan æfingar sem Raggi skipuleggur og höldum þeim áfram eitthvað fram eftir degi.  Um klukkan sjö, þegar allir eru búnir að fara í sturtu, ætlum við að hittast heima hjá mér og grilla (hver og ein kemur með sitt, ég vel svo það besta og ét það...)  Ég segi ykkur heimilisfangið á æfingunni á laugardaginn.

Með grillmatnum mun Raggi fara yfir búningamál liðsins og fleiri spurningar sem brenna á liðsmönnum og konum.

Athugið að fylgifiskar liðsmanna eru velkomnir meðan húsrúm leyfir!!!

Kommentið á þetta svo við höfum hugmynd um hverjir ætla að vera með.

 

Hjólahjóla!!
Óli G.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

I will be there..:-)

Anita (IP-tala skráð) 7.5.2009 kl. 21:34

2 identicon

fyrst Aníta kemur kem ég bókað :) Reyni allavega að gera allt sem ég get til að koma þessu í dagskránna.

Pétur #35 (IP-tala skráð) 7.5.2009 kl. 23:25

3 identicon

Mér líst vel á þetta.

Karen #132 (IP-tala skráð) 7.5.2009 kl. 23:42

4 Smámynd: Hulda Sigurðardóttir

Við komum.

Hulda Sigurðardóttir, 8.5.2009 kl. 08:48

5 Smámynd: Ólafur H. Guðgeirsson

Jaaaæja ágæta fólk - það stefnir í hamagang á æfingunni á morgun:  Raggi og Keli hafa skorað á hvorn annan í störtum - Best out of Five!!  Orðin sem hafa fallið á tölvupósti í morgun um hæfni þeirra á þessu sviði eru ekki hæf til birtingar á opinberum vetvangi, en treystið mér þið VERÐIÐ að mæta!!!

Hverjir fleiri vilja vera á blaði í þessu - munið, það vinnur enginn sem ekki er með!

Óli G.

Ólafur H. Guðgeirsson, 8.5.2009 kl. 10:55

6 identicon

ég verð með:)

Freyr (IP-tala skráð) 8.5.2009 kl. 11:53

7 identicon

hvað segiru Óli.. má ég mæta og kíkja á ykkur...

kv. Hekla

Hekla (IP-tala skráð) 8.5.2009 kl. 13:04

8 identicon

ég verð með.. Sendu bara verðlaunin á Hafnargötu 23 strax. Það tekur því ekki að byrja

aron66.is (IP-tala skráð) 8.5.2009 kl. 13:38

9 identicon

Ég er til í að mæta ef ég má! Kemst að vísu ekki fyrr en hálftólf. Kv. Góli (með nýtt og betra keppnisnúmer og alles!)

Góli (IP-tala skráð) 8.5.2009 kl. 13:42

10 Smámynd: Ólafur H. Guðgeirsson

Jú Hekla og Góli - auðvitað megið þið mæta!

Aron, verðlaunin eru "bragging raights" og það er ekki hægt að afhenda nema á staðnum

Ólafur H. Guðgeirsson, 8.5.2009 kl. 14:09

11 identicon

ég mæti !!!!

Hinni #807 (IP-tala skráð) 8.5.2009 kl. 20:56

12 identicon

ég kem

Jón Bjarni #980 (IP-tala skráð) 8.5.2009 kl. 21:47

13 identicon

ég kem

össi (IP-tala skráð) 8.5.2009 kl. 22:45

14 Smámynd: Hulda Sigurðardóttir

Já og hann Alexander er einnig með nýtt og betra númer og það er ekki enn farið í prent svo að ég skal segja ykkur það núna bara, hann fékk númerið 127 og eer mjög sáttur við það.

Hulda Sigurðardóttir, 8.5.2009 kl. 23:04

15 identicon

ég er maður

Ásgeir #277 (IP-tala skráð) 9.5.2009 kl. 12:40

16 identicon

Sæll,  ertu til í að bæta teamgreen.bloggar.is inná tengla á síðunni ykkar?

Þetta er Kawasaki keyrar á Norðurlandi. Gangi ykkur vel á morgun.

Kv. Sig B. Nitró Aku.

Sigurdur Bjarnason (IP-tala skráð) 9.5.2009 kl. 21:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband