14.7.2009 | 08:35
N1 styrkir Team Kawasaki
Eins og undanfarin ár styrkir N1 keppnisliðið okkar myndarlega í formi inneignarkorta sem nota má á stöðvum N1. Þeir keppendur sem uppfylla eftirfarandi skilyrði geta fengið úthlutað kortum:
- Keppendur verða að keyra Kawasaki-hjól í keppnum; hjólið verður að vera auðþekkjanlegt sem Kawasaki.
- Keppendur verða að keppa í galla frá Nítró og hafa N1 og Nítró merkingar á hjóli og galla; merkingar skulu útfærðar í samráði við Nítró.
- Viðkomandi keppandi verður að vera skráður í keppniskerfi MSÍ sem akandi á Kawasaki og með N1 og Nítró sem styrktaraðlia.
Kortunum verður útdeilt samkvæmt eftirfarandi, fyrir lokaniðurstöðu í keppnum í íslandsmótinu í MX og Enduro, í flokkum með átta keppendum eða fleirum:
1. sæti - 8 þúsund
2. sæti - 5 þúsund
3. sæti - 3 þúsund
4. sæti - 3 þúsund
5. sæti - 3 þúsund
Með "flokkum" er átt við alla keppnisflokka sem fá afhent verðlaun á mótum MSÍ og þar sem keppendur eru 8 að fleiri í viðkomandi móti. Viðkomandi ökumaður þarf að uppfylla ofangreind skilyrði, en auk þess gildir eftirfarandi:
- Þeir keppendur sem fá úthlutað fastri upphæð inneignarkorta samkvæmt einstaklingssamningum fá ekki úthlutun samkvæmt ofangreindu.
- Mögulegum afgangi af styrkjum N1 verður úthlutað í lok keppnistímabilsins, í samræmi við árangur keppenda.
Ferkari upplýsingar veita Raggi eða Óli G.
Hjólahjóla!!
Óli G.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.