Letingjar.is

Mér fannst mjög leiðinlegt að sjá hvernig útgangurinn á kawasaki pittnum var eftir Álfsnes keppnina. Í fyrsta lagi flúðu allir heim til sín eins fljótt og hægt var og skildu öll tjöldin eftir án þess að rétta fram litla putta við að gera nokkurn skapaðan hlut, og í öðru lagi var þetta einsog aðkoman hjá Sorpu. Það voru powerade og gatorade og hvað sem þetta heitir nú allt saman á víð og dreif inní tjöldunum. Hvað er eiginlega málið? Ef þið eruð ekki þroskaheft eða illa gefin, sem ég hef ekki tekið eftir hingað til allavega, að þá ættuð þið í það minnsta að sjá sóma ykkar í að henda ykkar rusli í poka, en ekki á víð og dreif um Kawasaki tjaldið. Við eigum að vera til fyrirmyndar þegar fólk labbar framhjá og er að skoða inní pittinn okkar. Við erum með lang stæðsta og flottasta liðið, og það er algjör óþarfi að vera að sóða allt út. Það er mjög einfalt að henda flöskum og rusli í poka þegar maður er búin að drekka úr þeim.

Og svo eiga Raggi og Óli ekki a þurfa að vera tveir að ganga frá öllum pittnum og taka niður tjöldin að keppninni lokinni. Þeir sem nota tjaldið geta í það minnsta boðist til að hjálpa við að taka þetta niður og hjálpað til við að ganga frá.

Kveðja,

Einn meðlimur kawasaki hópsins sem vill að Kawasaki liðið verði áfram flottasta liðið!

Hjálpumst að við að ganga frá og taka saman, það tekur innan við 10 mínútur!

 

TEAM GREEN FOR THE WIN :)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólafur H. Guðgeirsson

....hmmmm....tek undir það sem sagt er um umgengina, hendið rusli í poka.  Man reyndar eftir að fleiri voru með okkur í að taka sama tjöldin, var ekki Aron þarna, pabbi hans, Hulda og Baldur sprautari og jafnvel fleiri held ég á einhverjum tímapunkti.

En umfram allt vil ég hvetja menn til að skrifa undir nafni, ég var einhvern tíman búinn að lýsa því yfir að ég myndi henda út nafnlausum færslum en ég ætla ekk að standa við það núna

Óli G.

Ólafur H. Guðgeirsson, 1.8.2009 kl. 09:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband