Flott bikarmót í Bolaöldu

Mjög skemmtilegt bikarmót var haldið í öfugri Bölaöldubraut nú í kvöld í frábæru veðri.  Aðstæður voru hinar bestu, veður gott og rakastig brautarinnar eins og best verður á kosið.  Brautin sjálf í topp standi þannig að þetta verður tæpast betra.

Vel yfir 50 keppendur voru skráðir til leiks, en margir notuð tækifærið og kepptu í öðrum flokkum en þeir eru vanir; Ásgeir 277 til dæmis keppti í MX125 á 125cc hjóli, Gummi Kort og Halli Halla færðu sig upp um flokk uppí MX125.  Halli tók holuskotið í seinna moto en Ásgeir sýndi þvílíkan snilldarakstur á 125 að það mun verða lengi í minnum haft og gott ef ekki fellt í munnmælsögur fyrir komandi kynslóðir; þetta gerði hann í MX-open á 125unni.  Sömuleiðis var Heiðar 900 að gera mjög flotta hluti á KXF450 sem hann hefur ekki sést á áður; ég er reyndar ekki kominn með opinber úrslit og er ekki klár á hvaða sæti hann endaði.

Úrslit okkar Kawasaki-fólks voru ágæt, eins og við má búast:  Aron gamli gersamlega helrústaði þessu en það eru engar fréttir, nema lesandi hafi búið við norðurjaðar Vatnajökuls undanfarna mánuði.  Kallinn hefur þvílíka yfirburði að það er tæplega sniðugt; við þurfum að finna hjólara sem er jafn öflugur og jafn stöðugur og Aron, svo Aron geti allavega æft sig;  ef við finnum handa honum æfingafélaga þá held ég að hann verði orðinn alveg á hemsmælikvarða innan skamms.

Karen 132 vann kvennaflokkinn á 250F; er að sýna góðann akstur á þessu hjóli, en þær mæðgur Margrét og Bína fylgdu á hæla henni.

Hinrik 807 átt frábært kvöld, sýndi að hann er að koma sér upp þeim stöðugleika sem þarf og vann MX85 flokkinn.  Flott Hinrik og til lukku með þetta.  Jói 919 kom sömuleiðis til baka eftir löng meiðsli og endaði í fjórða sæti eftir að hafa leitt moto 2 í nokkra stund.  Honum er óskað til hamingju með að hafa EKKI meitt sig......  Gylfi og Alexander voru sömuleiðis að gera góða hluti en þeir eiga tímann fyrir sér í þessum flokki; bæði Jói og Hinrik fara upp í MX125 á næsta tímabili en Alexander og Gylfi eiga eitt og tvö ár eftir.  Alexander endaði í sjötta sæti en ég er ekki viss um hvar Gylfi kláraði.

Frekari fréttir af Kawasaki-fólki þegar opinber úrslit koma.
Í lokin minni ég fólk á að taka frá kvöldið eftir Íslandsmeistaramótið í Bolaöledu sem haldið verður aðra helgi.  Þá verður grillað aftur!!

Hjóla!
Óli G.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband