28.10.2009 | 18:37
Koma svo team green ! Skrá sig
Villt þú komast í besta form lífs þíns? Þá er þetta rétta tækifærið. Strax í næstu viku fara af stað hin geysivinsælu þrek námskeið hjá Motocross Skólanum. CrossFitness er líkamsræktarprógramm sem er hannað af þeim Aroni og Össa hjá Motocross Skólanum en Aron er íslandsmeistari í Motocross árið 2009. CrossFitness námskeiðið er hannað til að koma motocross fólki í rétt form, en Motocross er talin önnur erfiðasta íþrótt í heimi. Svo ef þú ert í formi fyrir Motocross, þá ertu tilbúin í hvað sem er. CrossFitness námskeiðin fara fram tvisvar í viku, á þriðjudögum og fimmtudögum klukkan 19:00. Æfingarnar eru í 2 tíma í senn, klukkutíma úti, og klukkutíma inni. Stílað er inná sprengikraft, mikið vöðvaþol og almennt úthald. Svo hvort sem þú villt verða íslandsmeistari í Motocross, ert almennur áhugamaður um líkamsrækt, er orðinn þreyttur á því að vera í lélegu formi, villt losna við aukakílóin, auka úthaldið, sprengikraftinn eða vöðvaþolið, að þá eru þetta réttu tímarnir fyrir þig. Prufu tími fer fram Þriðjudaginn 3.nóvember og byrjar svo fyrsti tími Fimmtudaginn 5.nóvember. Hvert námskeið er mánuð í senn og komast einungis 20 manns á námskeiðið mánuð hvern.
Skráning á CrossFitness námskeiðið 5.nóv - 1.des :
sendið email á: aron@aron66.is
Takið fram: nafn, kennitölu og símanúmer
Verð: 6.900 kr. Greiðist á staðnum
Skráning í prufutímann Þriðjudaginn 3.nóvember kl 19:00 :
sendið email á: aron@aron66.is
Takið fram: nafn, kennitölu, símanúmer og að þið ætlið í prufutímann.
Verð: Frír prufutími
ATH! Að einungis eru 20 laus pláss, svo að ef þeir sem vilja fara í prufutímann fyrst áður en þeir ákveða sig, að þá getum við ekki lofað að það verði laust eftir hann, þar sem við erum með takmarkað pláss undir æfingar.
Nitro mun niðurgreiða námskeiðið fyrir keppnisfólk Team Kawasaki, og kostar því einungis 5.900 kr. fyrir þá.
Staðsetning: Fákafen 11, Skeifunni. (Keyrt upp á bílaplan á milli húsanna)
Kv. Aron og Össi hjá Motocross Skólanum
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.