Team Kawasaki 2010 Motocross & Enduro - undirbúningur

 

Þessar vikurnar er verið að leggja línurnar fyrir skipulag keppnisliðsins og utanumhald þess á næsta ári. Viljum við gjarnan keyra þetta á svipuðum nótum og við gerðum í ár, þar sem við létum kreppuna ekki skemma of mikið fyrir okkur og gekk bara nokkuð vel að hafa gaman saman enda gengur þessi íþrótt og þessi félagsskapur út á það.

  

Þær hugmyndir sem eru á borðinu eru í stuttu máli þessar:

Allir sem eiga Kawasaki og taka þátt í keppnunum 2010 á hjóli merkt Nitro og N1 fá:

  • Sérkjör við kaup á Kawasaki hjólum.
  • Möguleika á styrk í lok tímabils, á svipuðum nótum og 2009 (nánar kynnt síðar)
  • 10- 25% afslátt af vara- og aukahlutum (ekki tilboðsvörum) afsláttarkjör fara eftir árangri, fjölda keppna og sýnileika keppanda. Hafa samband við Nitro ragnars@n1.is
  • Sértilboð til liðsmanna á t.d. göllum og fleiru.
  • Aðgangur að Kawasaki æfingum ( ekki ákveðið nákvæmlega hvernig þeim verður háttað, verður útfært eftir áramótin)
  • Ráðgjöf með æfingar og uppsettningu hjólssins
  • 1 sett límmiðakit (þeir sem kaupa nýtt Kawasaki 2009 eða 2010)
  • Aðgangur að öðrum uppákomum sem Team Kawasaki stendur fyrir, svo sem grillkvöldum eftir keppnir.

Skilyrði fyrir þátttöku er að liðsmenn skrái sig á réttan hátt í MSÍ skráningarkerfið (hjólategund Kawasaki og styrktaraðili Nitro/N1 ) auk þess að hafa hjólin merkt okkur, noti okkar vörumerki ef mögulegt er og geri okkar merkjum hátt undir höfði.   Við vonumst auðvitað einnig eftir því að fá einhverja utanaðkomandi stuðningsaðila sem kannski geta gert eitthvað skemmtilegt fyrir okkur.

 

ATHUGIÐ:

Þar sem mjög takmarkaður fjöldi af 2010 hjólum verður tekin til landsins vil ég benda þeim sem hug hafa á svoleiðis að endilega hafa samband við mig í síma 440-1221 eða á tölvupósti ragnars@n1.is til að fá áætluð verð og festa sér hjól sem fyrst svo betur gangi að ákveða hvað verður tekið. T.d. væri mjög gott að fá að vita í hvaða flokkum ökumenn og konur stefna á að keppa á næsta ári.

 

Hjólakveðjur
Raggi
Óli G.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband