Fjölskylduferð um páskana!!

Ágætu félagar - liðsmenn og aðrir velunnarar - Aron félagi okkar leggur til að við fjölmennum í fjölskylduferð austur á Hótel Höfðabrekku, gistum á hótelinu í eina eða tvær nætur eftir því sem hverjum passar og hjólum í endurobraut sem er þarna, í fjörunni eða jafnvel á Mýrdalssandi ef leyfi fæst og veður leyfir.  Fyrir mitt leyti þá langar mig mikið að hjóla fjöruna austur að Hjörleifshöfða

Ég hafði samband við Björgvin á Hótel Höfðabrekku.  Hann byrjaði á að kanna hvernig brautin er og við erum bara good-to-go hvað það varðar.  Hann á fyrir okkur herbergi og alla aðstöðu um páskana.

Hugmyndin er þessi:

Fara austur á fimmtudagsmorgni 9. apríl, hjóla í brautinni fram eftir degi, grilla svo, fara í pottana og hafa almennt gaman um kvöldið; hjóla svo allan föstudaginn, grilla aftur og halda svo heim á leið á laugardeginum; þeir sem fara í fermingarveislur þann daginn fara þá fyrr en aðrir en hinir geta hjólað fram eftir degi.

Gisting í tveggja manna herbergi með baði kostar 5.000 krónur á mann per nótt með morgunmat.

Tilboð til okkar er eftirfarandi:

-  Tvær nætur fyrir fullorðinn 8.000 á mann með morgunmat, samtals 16.000,- fyrir tvo.
-  7 til 14 ára greiða hálft gjald.
-  Yngri en sjö ára fá frítt!

Áhugasamir setji komment og tjái sig!!  Öll fjölskyldan er velkomin með!

 

Hjólahjóla - og sértakar þakkir til #66 fyrir fína hugmynd!
Óli G.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég segi fyrir mitt leiti, LETS GO! 5000 kall fyrir tveggja manna herbergi með morgunmat er EKKI RASSGAT! ég hef verið þarna þrjá páska, og þetta eru páskar sem maður man alltaf eftir. Brautin þarna er sjúúklega skemmtileg, við höfum meira að segja fengið bóndann til að ýta upp pöllum og svona fyrir okkur nokkrum sinnum. Svo er hægt að fara í rudda enduro útum allt, og uppað hjörleifshöfða. Það eru 4 stórir heitapottar þarna, og við fáum að nota grillið og útihúsið til að grilla í og gera fínt. þetta á bara eftir að verea geðveikt! Ég tek tvö herbergi, bókað mál!

Aron66.is (IP-tala skráð) 25.3.2009 kl. 13:14

2 identicon

ég síndi mömmu þetta og hún er alveg æst í að fara.. mer finst þetta góð hugmynd :D

arnor #661 (IP-tala skráð) 25.3.2009 kl. 13:23

3 identicon

England hérna megin

Hermann#283 (IP-tala skráð) 25.3.2009 kl. 14:27

4 identicon

Já Arnor, ég þú og mamma þin mætum svo þetta verði nú fullkomin fjölskylda :D Þessi ferð hljómar vel Aron..

Rossinn (IP-tala skráð) 25.3.2009 kl. 15:09

5 identicon

er súkkum velkomið?

águst (IP-tala skráð) 25.3.2009 kl. 15:23

6 Smámynd: Team Kawasaki

Aron, ég talaði við þau fyrir austan og þetta er 5.000 kall á mann per nótt; fyrir mína fimm manna fjölskyldu gæti þetta þar með kostað talsverðann pening en ég er að reyna að díla um magnafslátt.

Team Kawasaki, 25.3.2009 kl. 15:52

7 identicon

þá er þetta 10.000 fyrir tveggja manna herbergi með morgunmat.. en ekki 5000 einsog þú skrifar í blogginu.. ekki satt? 

aron66.is (IP-tala skráð) 25.3.2009 kl. 16:20

8 Smámynd: Team Kawasaki

Það stendur "á mann per nótt"...en ég fékk þá til að gera nýtt tilboð sem er komið inn hér að ofan - lítur mun betur út.

Óli G.

Team Kawasaki, 25.3.2009 kl. 16:58

9 identicon

Þessi staður er algjör snilld! Mæli eindregið með honum!

Helgi Már (IP-tala skráð) 25.3.2009 kl. 18:14

10 identicon

Er þetta bara fyrir kawasaki? Ég verð nefnilega líka í vík um páskana og langar rosalega að prófa brautina sem er þar :)

Helga Valdís #112 (IP-tala skráð) 26.3.2009 kl. 09:30

11 identicon

þú mátt auðvitað hjóla í brautinni einsog þú villt. Ætlar Halli líka að vera í vík?

aron66.is (IP-tala skráð) 26.3.2009 kl. 12:22

12 identicon

bara ekki hugmynd, kannski ég geti dregið hann þangað að hjóla ef hann er ekki of busy..

Helga Valdís #112 (IP-tala skráð) 26.3.2009 kl. 15:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband