5.10.2008 | 18:05
Kawasaki KX450F 2009
Var að skoða TransWorldMotocross síðuna og rakst á tvö video af nýja 2009 KX450F hjólinu, en það er komið með beina innspýtingu. Tékkið á þessu:
Ryan Villopoto testar græjuna.
Verður gaman að prófa þetta þegar það kemur í Nitró.
Óli G.
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
1.10.2008 | 08:44
Meðlimir TG á Klaustri síðustu helgi
Um síðustu helgi var nokkrum meðlimum TG boðið að koma austur á Kirkjubæjarklaustur til að taka út og prófa nýja braut sem þar er í smíðum. Keli #50,Pétur#35 og Arnar Ingi#616 fóru því snemma á laugardagsmorguninn austur og eyddu deginum á þessari braut ásamt nokkrum heimamönnum og Greifafjölskyldunni sem einnig var boðið. Það er skemmst frá því að segja að brautin er mjög skemmtileg og hefur gott flæði,og jarðvegurinn sem er bland af sandi og mold er hreint út sagt frábær. Það er en ekki komið leyfi fyrir brautinni,en það er ljóst að þarna gæti orðið einn okkar allra besta braut um ókomin ár. Liðsmenn TG gáfu heimamönnum góða punkta til að vinna með,en það er helst að brautin mætti vera breiðari,og einnig vantar meira af stökkpöllum í hana.
Liðsmenn TG þakka heimamönnum fyrir gott heimboð,og ykkur er velkomið að vera í sambandi ef ykkur vantar aðstoð við að koma aðstöðunni og brautinni í en betra stand.
Það er töluvert af myndum inn á síðunni hjá Sverri Greifa undir þessum link http://www.motosport.is/index.php?option=com_zoom&Itemid=49&catid=51
Íþróttir | Breytt s.d. kl. 08:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.9.2008 | 11:14
Laaaangisandur 18 Október
Það er komin staðfesting á það að Langisandur 2008 verður haldin 18 Október. Þetta er orðin árlegur viðburður,og mjög skemmtileg keppni að öllu leiti.
Eru ekki allir klárir í þetta???
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
16.9.2008 | 09:17
Bikarmót...hverjir ætla???
- MX2 flokkur = Hámarks vélarstærð 250cc 4T eða 2T.
- 35+ flokkur = Keppandi skal vera 35 ára eða eldri. Nota má öll hjól 125cc - 650cc. Keppendur sem hafa keppt í Íslandsmóti MSÍ á árinu 2008 og hafa lokið keppni í topp 10 er ekki heimil þáttaka í þessum flokk.
ATH. keppendur þurfa ekki tímatökusenda né hafa keppnisnúmer frá MSÍ.
Keppnisgjald er aðeins 3.500,- + að mæta í góðu skapi og hafa gaman af.
Skráning fer fram á www.motocross.is
Að öðru leyti er vísað í Moto-Cross reglur MSÍ varðandi framkvæmd keppninnar og búnað og skildur keppanda.
Dagskrá:
Mæting kl 12:00 skoðun
Æfing kl 13:00 - 13:20 MX2
Æfing kl 13:25 - 13:45 35+
kl: 14:00 Moto 1 MX2 15 mín +2
kl: 14:25 Moto 1 35+ 10 mín +2
kl: 14:45 Moto 2 MX2 15 mín +2
kl: 15:10 Moto 2 35+ 10 mín +2
kl: 15:40 verðlaunaafhending
kveðja,
Keppnisstjórn & Stjórn VÍR
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
11.9.2008 | 17:36
Kveðja frá Ed Bradley
Okkur barst bréf frá meistara Bradley:
Hi Everyone,
I would like to say a big "TAKK FYRIR" to all the people I was involved with over the summer.
Special thanks to Pétur and Stefanía for their great hospitality and organizing, Haukur and Tedda, Kawasaki, N1, Snæland video, Kjöris and Góa for their support and all the riders who joined the training and for your continued interest, your progress and ability to, improve each time you ride your bike.
For me it has been a great journey and challenge which started at the beginning of December last year when I had an operation on my wrist which had a 60% success rate. I only started riding my bike in April, this gave me around 8 weeks to be bike fit and quick enough to achieve my goal of winning the championship (my plane ticket).
I had a problem with my bike at home, which meant that the only practice I have had when the season had started was here in Iceland, before each race! Knocking myself unconscious before Akureyri was a challenge to overcome, as was racing with flat tires, no front brake and engine problems which occurred in different races. Losing my friend a couple of days before the last race was a challenge for my concentration!
The challenge from other riders as their speed increased each race meant that I continually had to think for and push harder for longer in the races. All this gave me great motivation and I have enjoyed every race very much.
What a great summer 08!!!!!!
Thanks for the coaching and racing. If your anything like me, the journey continues and more steps are to be taken on the ladder (upwards of course ).
Have fun and ride your bikes as fast as you can,
All the best.........Ed Bradley #7
Við öll í Kawasaki-liðinu þökkum Ed sömuleiðis fyrir frábært sumar, og vonum að hann láti sjá sig sem oftast hér á klakanum.
Óli G.
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.9.2008 | 10:39
MX of Nations bolirnir
Ef einhverjir eiga eftir að verða sér úti um þessa gullfallegu MX of Nations Team Iceland boli þá er enn möguleiki að eignast einn slíkan og leggja um leið sitt af mörkum til að styrkja landsliðið okkar.
Það þarf sem sagt að hafa samband við Teddu og hún safnar saman pöntunum og fær bolina afgreidda. Ef einhverjar konur með lögulegar línur sem þær vilja láta sjást, langar í aðsniðna dömuboli þá er hægt að panta slíkt. Það er líka hægt að panta einhverjar barnastærðir. En um að gera að tala bara við Teddu
Kv.Lolla
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.9.2008 | 08:38
Enduro Sauðárkrókur
Ég skellti mér norður á Laugardagsmorgun til að horfa á Endurokeppnina sem þar fór fram,og það er óhætt að segja að það var hverja krónu virði það ferðalag. Heimamenn höfðu lagt í samráði við Hjört Líklegan braut sem lengi verður í minnum höfð fyrir erfiðleika stig og fjölbreytni.
Baldursdeildarbrautin var reyndar of erfið í fyrri umferð og margir sem aðeins komust hálfan hring áður en 45 mínúturnar voru liðnar,og á tímabili leit fjallið út eins og það væri að kvikna í því þar sem að bullsauð á keppnisgræjum flestra keppenda.
Í Baldursdeild voru það Signý,Guðfinna og Tedda sem héldu merki Teamkawasaki á lofti og gerðu það ágætlega þrátt fyrir erfiða braut. Það var Kawasaki ökumaðurinn Ingvar Birki Einarsson sem sigraði þessa keppni og tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn í Baldursdeild þetta árið með góðum akstri.Til hamingju með það Ingvar.
í Meistaradeild var mikil spenna fyrir daginn þar sem að aðeins 30 stig skildu Einar Sig og Valda að og ljóst að Einar varð að vera á undan Valda í báðum umferðum ef hann ætlaði að eiga séns á að ná honum af stigum. Það var hinsvegar Meistarinn frá 2006 Kári Jónsson sem kom sá og sigraði og virtist vera í fanta formi sem kemur á óvart eftir að hafa verið frá keppni í 1 og 1/2 ár.
Af Kawasaki ökumönnum þá var Pétur Smára að keppa og einnig var Garðar Atli mættur á svæðið,en ég er ekki viss hvar þeir enduðu þar sem að opinber úrslit hafa ekki verið birt en.
Í tvímenning áttu þeir Árni #100 og Ásgeir #277 góðan séns á Íslandsmeistaratitli,en eitthvað kom upp á hjá Ásgeiri í fyrri umferð sem varð til þess að Árni fór inn í braut á hjólinnu sínu til að ná í tímatökusendirinn,og það er víst ekki leyfilegt...sem verður að segjast skrítið þar sem að þeir geta engan vegin hafa hagnast á því...nema að því leitinu að ljúka keppni..sem ég hélt að væri alltaf markmiðið með öllu keppnishaldi. Það eru einhver kærumál í gangi með þetta og fleiri atriði og það hlýtur að koma í ljós seinna í vikunni hvernig það fer.
Þá er keppnistímabillinu í MX og Enduro formlega lokið,en eftir eru vonandi einhver local mót,og hefur heyrst að það verði mót í Sólbrekku 20 Sept,og einnig er ljóst að Langisandur verður í Október. Svo er spurning hvort að Moto-Mos heldur kannski fyrsta bikarmótið sitt áður en vetrar.
Kveðja: Guggi
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
3.9.2008 | 11:45
Fjallahjólaæfingar á mánudögum kl. 18.30
Sæl öll og takk fyrir góðan dag á sunnudaginn, mikið hrikalega er ég feginn að við frestuðum keppninni um einn dag! Annars er er full ástæða til að óska öllum Kawasaki ökumönnum til hamingju með góðan árangur og þó sérstaklega Aroni Ómars og Íslandsmeistaranum Signýju!
Um helgina er það svo síðasta keppnin í enduroinu og væntanlega verða margir þar. Eftir helgina tekur þá haustið við, birtan að minnka og hjólamöguleikum að fækka. Það er þýðir þó ekki að við getum hætt að æfa og hreyfa okkur - ónei. Því langar mig að kanna áhuga á að taka fjallahjólaæfingar á mánudögum kl. 18.30 í Elliðaárdalnum og Heiðmörk. Við Tedda ofl. fórum góðan hring þar á mánudaginn og þetta er mjög skemmtilegt svæði til að hjóla á. Áhugasamir mæta við Árbæjarlaug nk. mánudag. Kveðja, Keli
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
29.8.2008 | 13:47
Keppni frestað til sunnudags
Keppnisstjórn VÍK hefur ákveðið að fresta 5. umferð Íslandsmótsins í Moto-Cross sem fara átti fram á morgun laugardaginn 30. ágúst. til sunnudagsins 31. ágúst.
ATH ! að sjálsögðu er keyrt eftir sömu dagskrá og venjulega.
Ástæða frestunar keppninnar er slæmt veður í nágrenni Reykjavíkur sem eftir veðurspám kemur til með að standa fram yfir hádegi á morgun, laugardag. Veðurspáin fyrir sunnudaginn er frábær léttskýjað, sól og 14c hiti.
Sjáumst öll kát og hress kl: 9:00 á sunnudagsmorgun.
Vinsamlega látið þetta berast á sem flesta og gott væri að keppendur hefðu samband sín á milli til að koma þessum skilaboðum áfram.
kveðja,Keppnisstjórn VÍKÍþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
29.8.2008 | 13:20
Iceland Express styrkir landsliðið á MXoN
Samkvæmt samningi sem skrifað var undir í morgun, föstudag, mun Iceland Express leggja keppendum okkar og liðsstjóra til flugfar til Englands vegna Motocross of Nations nú í lok september. Munu keppnistreyjur og liðsjakkar verða merktir með merkjum Iceland Express í tilefni af þessu.
Express-ferðir bjóða einnig áhugafólki um keppnina ferðir til Englands á hagstæðu verði, ásamt aðstoð við útvegun gistingar. Nánari upplýsingar veitir Ágúst Valsson hjá Express-ferðum - www.expressferdir.is
Iceland Express hefur tekið þessu máli okkar afar vel og sýnt þessu máli mikinn áhuga. Við bindum vonir við að hér sé lagður grunnur að samstarfi til framtíðar og munum gera okkar besta til að tryggja að það verði árangursríkt fyrir báða aðila.
Íþróttir | Breytt s.d. kl. 13:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)