Þorlákshöfn á laugardaginn

Jæja fólk - við tökum stefnuna á

ÞORLÁKSHÖFN

á laugardaginn.  Mæting austur ekki mikið seinna en 11, muna að kaupa miða í brautina.

 

 

Sjáumst á laugardaginn


MotoMos 1.nóv

Skrapp með þrjá peyja - Jóa, Andra og Hinrik - í MotoMos síðasta laugarda.  Setti nokkrar myndir í albúmið.

DSC07175

Aron, flottar myndir frá árshátíðinni á fésbókinni - geturðu sett nokkrar hingað inn?

Kawí-fólk, lesið líka færsluna hér fyrir neðan og komið með!!

 

Óli G.


Nitro N1 Kawasaki dagur

Líst ykkur eitthvað á að hafa Kawasaki dag um næstu eða þarnæstu helgi. Hittast öll og hjóla saman i einn dag. Mér langar helst að fara í þykkvabæ, þar er hægt að taka smá pásu frá æfingum og fara í Freedride um svæðið, og svo er náttúrulega líka braut þar fyrir þá sem vilja.

 Aron #66


Uppskeruhátið og Árshátíð VÍK

Laugardaginn 1. nóvember fer fram uppskeruhátíð MSÍ fyrir keppnisárið 2008. Verðlaunaafhending fer fram í húsakynnum ÍSÍ við Engjaveg i Laugardal kl: 15:00 keppendur og aðstandendur eru hvattir til að mæta, boðið verður upp á léttar veitingar.

Teamkawasaki á töluvert af fólki sem á að verðlauna þarna, þannig að það væri gaman ef fólk myndi láta sjá sig þarna og fagna með okkar fólki.

Um kvöldið er svo Árshátíð Vík sem er haldin á 30 ára afmæli félagsins.Það er en verið að selja miða á Árshátíðina og um að gera að gleyma kreppunni um stund og hafa gaman af því að rifja upp sögur sumarsins með okkur.


Ekki Kreppu Blogg

Það er búið að vera háf dauft yfir síðunni upp á síðkastið og er sennilegt að Kreppunni sé um að kenna. Við bætum úr því núna með einu góði bloggi.

Teamkawasaki var að sjálfsögðu með keppendur á Langasandi um þar síðustu helgi,þó að það megi alveg segjast að það hefðu mátt vera fleiri. Þetta var frábær keppni í nokkuð góðu veðri,og nokkuð ljóst að þessi keppni er komin til að vera um ókomin ár.

Það var hann Aron okkar sem sigraði þessa keppni með stæl,og ljóst að hann er búin að leggja mikið á sig upp á síðkastið og er fantahraður og í fínu formi. Grænir voru líka áberandi í næstu sætum því Heiðar varð fjórði overall og vann MX2,Ásgeir sjötti overall og varð annar í MX unglinga,Atli Már varð sjöundi overall og fjórði í MX1,og svo varð Arnar Ingi áttundi overall og þriðji í MX Unglinga.

Einnig voru aðrir grænir að standa sig vel eins og Garðar Atli sem var að keyra 450 í fyrsta skipti í keppni,og svo var ekki leiðinlegt að sjá Gunna Sölva í action aftur.

Í 85cc og kvenna voru Hinrik og Tedda að keppa. Hinrik endaði í þriðja sæti overall og 85cc og Tedda í því áttunda overall.

Mig langaði að benda á síðuna hjá henni Signý sem er að æfa og keppa í USA núna næstu vikurnar. Linkurin er http://signy34.blogcentral.is/ og er um að gera fylgjast með stelpunni.

Einnig eru Tedda og Haukur með Blogg síðu veit að verður gaman að fylgjast með,en þau eru á leið í 1 árs ferðalag og ætla að ég best veit að halda úti bloggi á http://mxtedda.blogcentral.is/

Svo er líka að minna á árshátíðina næstu helgi...eru ekki alir að fara.?????


Allir í bolöldu á morgunn

hvað seigiði um að fjölmanna i bolöldu á morgunn og æfa svolítiðGrin

Hverjir ætla á árshátíðina?

Endilega skrá ykkur í komment hér að neðan svo hægt sé að taka frá borð fyrir allt Kawasaki-fólk!!!

Sjáumst hress!!


Bolaalda eða Þorlákshöfn?

Ég var að pæla að fara annaðhvort í Bolaöldu eða Þorlákshöfn á seinnipartinn á morgun, fimmtudag. hvað er fólk til í að gera?

 Jói#919


LANGISANDUR 2008

Hverjir ætla að busta af sér rikið og vera með á langasandi?? commenta


allir i bolöldu á laugardag og sunnudag brautin víst sjúúúk!!!!

Sæl öll sömul hvað seigiði að skella sér í bolöldu um helgina og taka aðeins á því... commenta

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband