18.7.2008 | 11:40
Motocross námskeið.
Helgina 26. og 27. júlí (helgin fyrir versló) mun fara fram námskeið í Motocrossi fyrir hvern þann sem vill bæta tækni sína og þekkingu í Motocrossi. Aron Ómarsson #66 og Örn Sævar Hilmarsson #404 munu sjá um kennsluna og kenna öll þau leynitrix sem þeir félagar hafa yfir að búa. Óvíst er í hvaða braut námskeiðið muna fara fram í, en það verður spilað eftir veðri. 30 manns komast á námskeiðið og verður þeim skipt í tvo hópa. Hópur 1, er hópur fyrir þá sem einhverja undirstöður hafa í motocrossi og fyrir þá sem eru aðeins lengra komnir. Hópur 2 verður fyrir byrjendur. Hóparnir verða keyrðir á sitthvorum tímanum en Hópur 1 byrjar fyrir hádegi (09:00-12:00) og Hópur 2 eftir hádegi (15:00-18:00) báða dagana. Verðið fyrir námskeiðið er 10.000- pr. einstakling en brautargjaldið er ekki innifalið í því. Nánari upplýsingar og skráning er á aron@aron66.is Það sem þarf að koma fram við skráningu er:
Fullt nafn
Sími
Hjólategund
Hópur 1 eða 2
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.7.2008 | 13:51
Akureyri 26-27 Júlí
Það hefur komið upp sú pæling að fara norður helginna 26-27 Júlí og æfa einn dag á Akureyri og einn dag á Sauðarkrók. Næstu 2 mót eru þarna fyrir Norðan þannig að það er ekki seinna vænna að fara kíkja á þessar brautir.
Keli er með möguleika á gistingu fyrir okkur ef næg þátttaka fæst.
Ef það eru einhverjir sem hefðu áhuga á þessu þá er um að gera að setja inn comment hérna fyrir neðan eða þá að vera í sambandi við mig í gegnum síman.
Guggi
S:8991769
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
15.7.2008 | 23:25
Álfsnes frábært!!
Brautin í Álfsnesi var í kvöld með því allra besta sem ég - og margir aðrir - hafa prófað. Rakastigið hárrétt, jarðvegurinn eins og best verður á kosið. Aron 66 segir að loksins fái fólk alvöru motocross á Íslandi!
Allir í Álfsnes á morgun, strax eftir vinnu!!
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
14.7.2008 | 21:52
Reiðhjól annð kvöld - hvað segir fólk?
Reiðhjólatúr um Elliðaárdalinn síðasta þriðjudag tókst sérlega vel.
Eigum við að gera þetta aftur á morgun, þriðjudaginn 15. ágúst - taka kanske lengri hring uppí Heiðmörkina? Fara svo í sund um klukkan 9.
Hjólahjóla
Óli G.
PS: Skoðið þetta video um David Knight:
http://www.youtube.com/watch?v=JP6gwPF-XqI&NR=1
Íþróttir | Breytt s.d. kl. 22:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
12.7.2008 | 22:55
Fyrsta Backflippið á Íslandi staðreynd...og það á Kawasaki 250F
Norðanmenn hafa verið með stöðugar æfingar frá því í fyrra við það að gera fyrsta Backflippið á Íslandi......og viti menn..það heppnaðist í dag hjá hinum eytilharða Hafþóri Grant...og ekki var það vera að hann var á Des Nation Hjóli Arons #66.
Herlegheitin má sjá í boði Morgan.is hér http://www.morgan.is/video/haffi.AVI
Til hamingju Hafþór...nú verðum við Flatlendingar að finna einhvern jafnhugaðan til að framkvæma þetta á 2 stroke.
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
9.7.2008 | 15:45
Motocross hótel á Akureyri - Hótel Keli opnar!!!!
Motokross íbúðagisting opnar á Glerá 2, rétt neðan við aksturssvæði KKA!
Það er komið að því að fyrsta gistiaðstaðan sem höfðar markvisst til mótorhjólamanna hefur verið opnuð. Gistiheimilið á Glerá 2 er staðsett rétt ofan við Akureyri við veginn upp í Hlíðarfjall í miðju draumalandi norðanmanna. Húsið er því í aðeins 150 metra fjarlægð frá aksturssvæði KKA og er hægt að hjóla beint upp á braut frá útidyrunum.
Nú er verið að vinna í motokrossbrautinni á fullu og hún ætti að vera tilbúin á næstu dögum.
Örstutt er niður í miðbæ Akureyrar og enn styttra er í hvers kyns afþreyingu. Aðeins 300 metrar eru í motocross, enduro og reiðhjólabrautir KKA. Frábærar gönguleiðir liggja upp Glerárdalinn, á Hlíðarfjall og Súlur og örstutt leið er á golfvöll Akureyringa. Á veturna er svo hægt að renna sér alveg upp að dyrum frá toppi Hlíðarfjalls sem gerir brekkuna okkar að einni lengstu rennslisbrekku á landinu auk þess krossbrautin verður væntanlega nýtt í snjókrossið þegar snjóalög leyfa.
Húsið er ný standsett og eru öll tæki og aðstaða nýleg og þar eru leigðar út tvær rúmgóðar íbúðir. Á neðri hæðinni er gott pláss fyrir fjóra fullorðna í herbergi og svefnsófa í stofunni. Auðvelt er að bæta við fleiri rúmum ef menn vilja nýta plássið betur. Á efri hæðinni komast auðveldlega fyrir 10 manns í þremur mjög rúmgóðum tveggja manna (eða þriggja með aukarúmi) og tveimur eins manns herbergjum, auk svefnsófa í stofunni.
Við erum í góðu samstarfi við KKA og ef pöntuð er gisting á Glerá getum við boðið upp á dagsmiða í motocrossbrautina á 800 kr. í stað 1.200 kr. Ef margir koma að hjóla þá munar minna. Það eina sem þarf að gera er að láta okkur vita hvað margir ætla að keyra brautina og hvað marga daga og við útvegum ykkur miðana þegar þið komið.
Það eru undirritaður og Guðný kona mín og svo Rúnar og Heiða, stundum kennd við Nikita, sem eigum húsið. Við höfum um árabil stundað ýmiss konar brettasport (snjó, segl, brim, wake...) skíði, fjallahjólreiðar, motocross og hestamennsku svo eitthvað sé upp talið. Við erum búsett fyrir sunnan en okkur finnst gaman að fara norður til Akureyrar bæði að vetri og sumri, vera úti að leika sem mest, skreppa í sund, grilla og hafa gaman af lífinu. Þegar okkur stóð til boða að eignast hús með tveimur góðum íbúðum við rætur Hlíðarfjalls, á næstu lóð við motocross brautina, stóðumst við ekki mátið og keyptum það.
Þar sem við verðum hinsvegar ekki nema nokkrar vikur á ári í húsinu fannst okkur tilvalið að leigja það út til fólks sem langar að skreppa norður og hafa allt til alls á meðan á dvöl þeirra þar stendur. Við bjóðum alla hjólamenn velkomna - svo framarlega sem þeir gangi vel um og skilji við húsið í sama ástandi og þeir koma að því, eða betra!
Enn eru nokkrir dagar lausir fram að verslunarmannahelgi (en V-helgin er því miður farin) og um að gera að festa sér æfingatíma sem fyrst með því að senda póst á keli@intrum.is eða hringja í síma 669 7131.
Kveðja
Hrafnkell formaður VÍK
Íþróttir | Breytt 10.7.2008 kl. 09:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
9.7.2008 | 13:30
Liðsæfingar - framhald!!
Við fórum fínan hjólatúr um Elliðaárdalinn í gærkvöldi - reyndar í tveimur hópum því Keli og félagar mættu aðeins of seint. Keli átti vist eftir að setja saman hjólið sitt...
Allavega fórum við fínan hring og höfðum gaman af, lágum svo í pottinum í Árbæjarlauginn á eftir. Besta mál.
Við ætlum okkur að endurtaka leikinn næsta þriðjudag, lagt af stað frá Árbæjarlauginni klukkan átta, farinn hringur að hætti Kela og sund á eftir.
Svo datt okkur í hug að hjóla saman - á alvöru hjólum - eftir vinnu á morgun fimmtudag. Tillögur að braut væru vel þegnar; hvernig er standið á t.d. Bolaöldu, MotoMos, Álfsnesi, Selfossi? Fóru ekki einhverjir á Selfoss í gær?
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
7.7.2008 | 16:21
Sameiginleg æfing annað kvöld - reiðhjól og sund!!
Keli ætlar að leiða reiðhjólatúr um Elliðaárdalinn annað kvöld, þriðjudag, klukkan átta - klukkan 20. Ekki búast við neinum rólegheita-sunnudags-skemmtitúr......
Tökum klukkutíma á reiðhjólum og förum í sund á eftir.
Mæting við Árbæjarlaugina rétt fyrir klukkan átta - sjáumst hress!!!
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
7.7.2008 | 09:57
N-Gage æfingar í júlí
Garry Wright, N-Gage-þjálfari verður hér á landi nú 13. til 16. júlí.
Verðið er £100,- pr. námskeið með ca 8 nemendum, einn kennari og aðstoðarmaður
Almennar upplýsingar. | |
Spurningar og svör (vonandi) | Elías Pétursson |
Sími | 892 0989 |
Netfang | |
Upplýsingar um þjálfarann. | |
Þjálfarinn | Garry E Wright |
Heimasíða N-GAGE | |
Fyrirspurnir til N-GAGE | |
Sími | 00447771866787 |
Bankaupplýsingar. | |
Reikningsnr. er | 528-14-604905 |
Kennitala | 130665-3739 |
Senda staðfestingu á | |
Senda uppl. á t-pósti | nafn, aldur, símanr og hjólategund. |
Ef eitthvað er óskýrt vinsamlegast sendið mér póst á elias@jardmotun.is
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.7.2008 | 09:11
Skráið ykkur í Kawasaki-keppnina!!
Nú fer hver að verða síðastur að skrá sig í Kawasaki-keppnina - drífið endilega í þessu, þetta verður svaka stuð!!
Síðasti skráningardagur er 5. júlí og verður fólk einnig að vera meðlimir í klúbbi.
Keppt verður í eftirfarandi flokkum:
85cc strákar
85cc stelpur
Opinn flokkur kvenna
125cc 2t - 250F
250cc 2t - 450F
Keppnisgjald er 25.000 í 85cc flokkunum og 32.000 í öðrum flokkum. Innifalið í keppnisgjaldi er eftirfarandi:
- Dekk undir hjólið
- Buxur
- Treyja merkt með nafni og keppnisnúmeri
- Gleraugu
- Maxima olía á hjólið
- Maxima spray o.fl.
- Orkudrykkur
- Létt grillveisla eftir keppni
Til að skrá þig í keppnina og borga keppnisgjaldið með VISA smelltu þá hér fyrir stóru flokkana og hér fyrir 85cc flokkinn. Ef þú vilt greiða keppnisgjaldið á einhvern annan hátt hafðu þá samband við Teddu á e-mailið tedda@nitro.is eða í síma 440-1224
ATH! Keppnisgjald verður að greiða um leið fólk skráir sig.
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)