MX Álfsnes 2008

Önnur umferð á Íslandsmótinu í Motocrossi var haldin í Álfsnesi s.l. Laugardag í blíðskaparveðri og frábærri braut.........eða þannig...;=).

Keppnin var reyndar frábær og brautin tricky,en veðurguðirnir sáu til þess að við fengjum ekki þær aðstæður sem við öll vonuðumst eftir,og það er orðið nokkuð langt síðan að við fengum keppni við bestu aðstæður hér á Íslandi. Mér er samt sagt að óttast eigi því''help is on its way''því næstu tvær keppnir eru haldnar á Norðurlandi...og þar er alltaf sól og sumar og frábærar brautir....segja Norðanmenn alla vegna Whistling

MX Kvenna Open: Það voru 30 keppendur mættir til leiks að þessi sinni. Það var hörð barátta á milli Teamkawasaki ökumannanna Karenar,Anitu og Signýjar að þessi sinni. Karen vann fyrsta moto nokkuð örugglega, Anita var önnur og Signý þriðja. Í seinna mótóinu höfðu Signý og Karen sætaskipti,en Anita hélt sýnu öðru sæti. Það var því Signý sem vann Overall daginn með 45 stig, Karen var önnur með sömu stigatölu,og Anita varð þriðja með 44 stig. Tedda endaði svo daginn í tólfta sæti.Það er nokkuð ljóst að þessi flokkur er komin til með að vera,því það eru fullt af stelpum sem eru að koma sterkar inn.

MX 85cc kvenna: Það voru 5 keppendur mættir til leiks að þessi sinni. Þarna voru þær Guðfinna, Ásdís Elva og Ingibjörg Leópoldsdóttir að keppa fyrir Teamkawasaki hönd. Í báðum motoum endaði Guðfinna önnur, Ingibjörg þriðja og Ásdís varð fjórða, Sigurvegari dagsins í þessum flokk var Bryndís Einarsdóttir á KTM. 

MX 85cc: Það voru 18 keppendur mættir til leiks að þessi sinni. Það var Hinrik Ingi sem keppti fyrir Teamkawasaki í þessum flokk að þessu sinni. Hann endaði 17 í fyrsta Motoi,en bætti sig heldur í því síðara og endaði fimmti sem er ágætis árangur hjá þessum unga dreng. Öruggur sigurvegari dagsins í þessum flokk var Eyþór Reynisson á Honda.

MX Unglinga: Það voru 34 keppendur mættir til leiks að þessi sinni. Ásgeir náði bestum árangri okkar manna að þessu sinni með því að enda í öðru sæti. Ásgeir átti frekar léleg stört þennan daginn en náði að vinna sig upp í toppbaráttuna í fyrsta og öðru motoi,en í því þriðja var hann í hálfgerðu ströggli og náði ekki að ógna toppmönnunum í því motoi. Ómar Þorri endaði daginn sjöundi að þessu sinni eftir brösótt stört,en sýndi samt góða takta inn á milli. Arnar Ingi endaði ellefti að þessu sinni. Arnar náði góðu starti í fyrsta og öðru motoi og var í barráttu um 4-5 sæti lengi vel. En eitthvað þótti honum samt vænt um jörðina í fyrsta motoi og faðmaði hana á síðasta hring og glopraði hann því góðu tækifæri á 5 sæti. Í öðru Motoi var hann í ágætis málum líka þar til að axlarvandarmálin sem hafa hrjáð hann í allt sumar fóru að segja til sýn,og einbeitti hann sér að því að klára daginn og gera sem best úr þeirri stöðu sem hann var í með því að klára motoin. Aðrir Teamkawasaki ökumenn voru fjarverandi þar sem að Helgi Már er en meiddur,og Arnór er í Noregi. Annars er mjög gaman að fylgjast öðrum Kawasaki ökumönnum þessa dagana í þessum flokk. Aron Arnarson keyrir eins og herforingi þessa dagana og ljóst að hann hefur náð að yfirstíga meiðsli síðasta árs og er helillur og bara flottur þessa dagana. Einnig er spennandi strákur á KX125cc sem heitir Hermann..þar er mikið efni á ferð og vonandi heldur hann áfram að bæta sig eins og hann hefur verið að gera upp á síðkastið. Sigurvegari dagsins í þessum flokki var Sölvi Sveinsson á Yamaha.

MX-B: Það voru 20 keppendur mættir til leiks að þessi sinni. Anita,Karen og Haukur Þorsteinsson voru okkar keppendur í þessum flokk að þessu sinni. Karen og Anita er að keppa í þessum flokk til að öðlast reynslu og sjá hvar þær standa gagnvart öðrum keppendum og óku þær aðeins annað mótoið og enduðu i 17 og 18 sæti. Haukur hinsvegar var að þessu meira fyrir það að geta keppt í sama flokk og Anita einu sinni,en það varð honum kannski aðeins dýrkeyptara en hann sá fyrir og endaði með brotna hendi í fyrsta motoi.

MX2:Það voru 21 keppendur mættir til leiks að þessi sinni.Í þessum flokki erum við með þrjá mjög sterka keppendur. Heiðar Grétarsson náði bestum árangri Teamkawasaki að þessu sinni með því að enda í öðru sæti eftir frábær tilþrif á köflum. Heiðar sýndi frábæran akstur í öðru og þriðja motoi þar sem að hann var að berjast við 4-5 sæti overall við menn eins og Einar,Valda og Ragga. Það nokkuð ljóst að Heiðar á eftir að getað strítt þessum köllum er á líður árið. Árni Gunnars...einnig þekktur sem''Járnkallin'' endaði daginn í fimmta sæti eftir nokkuð jafnan og öruggan akstur í öllum motoum. Össi endaði sjötti að þessu sinni. Hann lenti í hnjaski í fyrsta Motoi sem kostaði hann töluverðan tíma,og ég held að það hafi verið eitthvað svipað á fyrsta hring í moto tvö. 

MX1:Það voru 12 keppendur mættir til leiks að þessi sinni. Aron Ómarsson mætti til leiks eftir ökklabrotið sem hann hlaut fyrir um mánuði og var staðráðin í því að ógna toppmönnunum í þessari keppni. Aron endaði daginn í fimmta sæti sem er flottur árangur að mati þess sem þetta ritar. Aron hefur ekki náð að hjóla að neinu viti síðustu vikurnar og er því flott að vera komin af stað eftir þessi leiðindameiðsli, og ljóst að í næstu keppnum verður allt lagt í sölurnar til að ógna toppmönnunum. Ed Bradley sem flestir reiknuðu með að myndi vinna þessa keppni eftir yfirburði í tímatökum og fyrsta motoi lenti í óvæntri mótstöðu sem heitir á ensku''Puncture'' Það sprakk sem sagt á hjólinu hjá honum að aftan bæði öðru og þriðja motoiAngry. Ed gerði sem best var til að klára þessi Moto sem tókst hjá honum,og endaði hann daginn í sjöunda sæti. Maggi Ásmunds endaði daginn í fimmtánda sæti og var ekki alveg sáttur við braut né aðstæður þennan daginn. Pétur endaði svo í tuttugasta sæti eftir jafnan akstur í þessum mikla baráttuflokki.

Núna tekur við hlé í Íslandsmótinu til Verslunarmannahelgar,en við viljum minna alla á Teamkawasaki keppnina 19 Júlí í Bolöldu. Þetta verður mjög skemmtileg keppni,og Haukur Nitro lofar góðu veðri og 100% braut....og fullt af fjöri.

Ekki klikka á þessu.


Álfsnes - grill - Kawasakikeppnin

Jæja gott fólk - nokkrar tilkynningar:

-  Endilega fjölmenna í Álfsnes á morgun, aðstoða eftir megni í pittinum HVETJAHVETJAHVETJA!!!  Það skiptir mestu máli að láta sjá sig við brautina, reka fólk áfram - GEFA!!  Taka líka þátt í að flagga, það vantar alltaf flaggara hluta úr degi.

-  Við endum daginn á grilli heima hjá Hauki og Teddu klukkan átta, sama fyrirkomulag og síðast nema veðrið verður betra.

-  Svo viljum vil hvetja fólk til að skrá sig í Kawasaki-keppnina þann 19. júlí.  Skráningarfrestur rennur út 5. júlí því tími þarf að vera til að merkja keppnisbúningana.  Kíkið á þetta, því þó maður bara skrái sig og borgi þátttökugjald, og fái þar með allt dótið sem fylgir með, þá er þetta fínn díll því ég er ekki að sjá það að ÉG sé að fara að keppa í krossi í Bolaöldu.....  Ég legg til að pabbar 85cc krakkanna skrái sig líka, það verður flott mál.

Sjáumst á morgun
Óli G.


Slysafréttir - Jói 919 út fyrir tímabilið

Jæja, það er bara stuð á mönnum....

Jói fór heldur hratt á einn pallinn í Sólbrekku í gær, miðað við að það var hægari traffík á undan honum, og lenti í samstuði við hægari hjólara.  Þrátt fyrir björgunaraðgerðir þá fór Jói fast á hausinn, lendir á hægra hné svo harkalega að lærleggurinn neglist uppí mjöðmina og tvö bein í mjaðmagrindinni brotna útaf högginu.  Fremur óþægilegt og verður Jói lítt hæfur til gangs á næstunni.

Þegar læknar á slysadeild sáu tjónið á röntgenmyndum og áttuðu sig á hvernig þetta hefði átt sér stað settu þeir peyjann í allsherjar rannsókn, sneiðmynd og allt saman, því þeir sögðu "afar ólíklegt að allt annað sé óskemmt fyrst þetta er svona og gerðist með þessum hætti."  Stuð......

Þetta fór hins vegar betur en á horfðist, þannig séð.  Hnéð er heilt, þökk Asterisk hnjáspelku, lærleggurinn og liðurinn er heilt fyrir eitthvað kraftaverk, hausinn er heill, þökk sé Airoh hjálmi sem er reyndar hressilega rispaður, og bakið er heilt þökk sé nýrnabelti og Leatt-kraga.  Sömuleiðis eru allur innmatur á sínum stað og ekki götóttari en eðlilegt telst vera. 

Jói er síðan hinn hressasti - svo hress reyndar í morgun að læknirinn ákvað að senda hann strax í sjúkraþjálfun til að koma honum á hreyfingu sem allra fyrst.  Með hreyfingu er átti við að hann komist sjálfur á klósettið, ekki það að hann geti farið að hjóla aftur fyrr en eftir fjóra til sex mánuði.

Hann er á deild 22D á barnaspítalanum við Hringbraut og hundleiðist - ef þið eigið leið hjá þá má alveg kíkja á hann.  Bæði hefði hann gaman af því og svo höfum við hin gott af því að sjá að þarna eru mjög fáir af því af þeir stunda fávitalegt en bráðhollt sport, heldur af því að þeir eiga engra annara kosta völ en að dvelja þarna jafnvel langdvölum.  Spáum aðeins í það, við erum þau sem erum heppin, hraust og höfum það gott.

 

Hjólakveðja
Óli G.


Ed Bradley á morgun

Æfingin hjá Ed Bradley á morgun verður í Sólbrekku - Álfsnes lokar í kvöld þannig að það er ekki hægt að vera þar á morgun.

Á mánudaginn verður æfingin á Selfossi en þriðjudagsæfingin verður svo aftur í Sólbrekku.  Fyrri hópur mæti klukkan 10, seinni hópur klukkan 17.

Svo datt okkur í hug að kanna hvort ekki væri stemmning fyrir öðru grillpartýi á laugardagskvöldinu, eins og við gerðum eftir Sólbrekkukeppnina.  Það var alveg sérlega vel heppnað þannig að það væri gaman að gera svoleiðis aftur.  Er einhver með húsnæði sem henntar fyrir svona lagað?

 Óli G.


Miðnætur Enduró - frábært í alla staði!!

Rosalega var gaman á laugardaginn, frábærlega vel heppnað allt saman.  Keli, Kalli og fleiri sem eiga veg og vanda að skipulagi og framkvæmd eiga skilið gríðarmikið hrós!  Meira svona, gerum þetta aftur á næsta ári!!

Þó hendurnar á mér séu ónýtar og ekki hæfar á lyklaborð í dag frekar en í gær, þá ætla ég samt að skrifa aðeins meira - mig langar að telja upp nokkra sem mér finnst eiga skilið að fá sérstakar viðurkenningar:

-  Flottasti framúraksturinn:  Pétur Smárason; kom á fullri gjöf upp að hliðinni á mér, snarhægði á sér, galaði "Á ekki að fara að keyra!!" og prjónaði svo áfram yfir kafla sem fyrir mér var ófær.

- Kurteisasti framúraksturinn:  Aron Arnarson; rúllaði framúr mér þar sem plássið var nóg, kinkaði kolli og gaf svo í aftur þegar hann var kominn nógu langt til að kasta ekki í mig grjóti.

-  Klaufalegasti framúraksturinn:  Gaur á KTM sem datt á mig þegar hann reyndi að böðlast fram úr mér í Gili Andskotans; svo kom þriðja hjólið í kösina og úr varð mikið fjör.....

-  Flottasta hamborgaraátið:  Árni lögga; ég hef aldrei séð neinn verða eins feginn að fá að borða og hann þegar Bára færði honum borgara.  Bára fær sérstaka viðurkenningu sem bjargvættur kvöldsins því Árni hefði sennilega étið okkur hin ef hann hefði ekki fengið hammara. Police

-  Bestu hamborgararnir:  Katoom-borgarar eftir miðnætti, ekki spurning!!  Spurning um að fá sérframleidda hamborarasósu í réttum Orange-lit fyrir næsta ár.

-  Mestu harðhausarnir:  Árni lögga og Pétur Smárason, klárlega.  Hvernig er hægt að fara 22 og 21 hring á þessum tíma?

-  Sætustu kisurnar:  Karen, Magga og Sandra auðvitað.

-  Flottasta sigurbrosið:  Hekla, Magga og Sandra - sjáið dæmi hér: http://motocross.vefalbum.is/main.php?g2_itemId=26009 og hér http://www.nitro.is/index.php?option=com_zoom&Itemid=26&page=view&catid=71&key=270&hit=1 - svo er bara að fá spons hjá Colgate fyrir næsta ár.

-  Ljósmyndari dagsins:  Lolla; henni tókst með undarlegum hætti að vera þar sem mér gekk verst - í öll þrjú skiptin!!  Hér er dæmi: http://www.nitro.is/index.php?option=com_zoom&Itemid=&page=ecard&task=viewcard&ecdid=1214157306456

-  Besta mótsstjórninn:  Kalli, Keli og félagar, breyttu því sem breyta þurfti og spurðu engann að því (ekki spyrja um þetta skot, Kalli fattar djókinn..... Devil).  Þetta tókst með eindæmum vel og bara verður að vera fastur liður hér eftir!!

-  Besta brautarlagning:  Kristján Grétarsson og félagar sem ákváðu legu brautar.  Snilld, ekki erfiðara en svo að búðingur eins og ég komst hana alla án teljandi vandræða, en samt nógu trikkí til að hröðu gaurarnir þurftu að hafa smá fyrir þessu.

-  Besti kynnirinn:  Kalli; þetta er ekki djók, það þarf talent til að geta haft mikrófón í höndunum í 12 tíma og látið allt ganga vel fyrir sig.  Spurning hvort hann getur ekki gert þetta á ensku líka því það hlýtur að vera létt verk að fá útlenda hjólamenn til að mæta á þetta.

-  Besti söngvarinn:  Keli auðvitað fyrir sérlega innblásna útgáfu af afmælissöngnum.  Hvaða lag var þetta sem þú notaðir við textann Keli, kannaðist ekki almennilega við það........

-  Besta liðið:  Ég og Sveppagreifinn, nema hvað!!

Skoðið myndir frá deginum og kvöldinu:

http://dori.vefalbum.is/Afm%E6liskeppni-V%CDK

http://www.motosport.is/index.php?option=com_zoom&Itemid=49&catid=32

http://www.nitro.is/index.php?option=com_zoom&Itemid=26&catid=71

http://motocross.vefalbum.is/main.php?g2_itemId=25477

http://www.mxsport.is/Myndakerfi.aspx?MainCatID=-50&id=29

Nú fer ég og kaupi mér endurohjól, hvað svo sem það verður.
Óli G.


Miðnætur-Enduro - TILKYNNING

Skoðun á hjólum sem taka þátt í sjálfri Jónsmessuþolaksturskeppninni fer fram í húsnæði Ingvars Helgasonar við Sævarhöfða á föstudagskvöldið á milli 19 og 21. Einungis "neyðarskoðun" verður á laugardag til að minnka álagið á starfsmenn og því viljum við sjá sem flesta á föstudagskvöldið. Boðið verður upp á kók og pulsur og létta stemningu fyrir keppnina.

 

Keppnisnúmer og tímatökubólur verða afhentar í skoðuninni.

Þeir sem eiga gamlar bólur frá Klaustri komi endilega með þær með sér.

Keppendur þurfa að hafa með sér staðfestingu á tryggingu og skráningu hjólsins, ökuskírteini og undirrita ábyrgðaryfirlýsingu vegna keppninnar.


Miðnæturenduró um helgina!!

Glöð og græn  - hverjir ætla að vera með um helgina???
Í hvaða flokki á að keppa?

Svara svo!


Fréttir af Enduro á Akrueyri!

Loksins berast manni fréttir af Kawasaki-fólki á Akureyri:

-  Árni lögga Gunnarsson #100 og Ásgeir Elíasson #277 unnu tvímenninginn með nokkrum yfirburðum þrátt fyrir slæmt gengi í fyrri umferð.

-  Magnús Ásmunds #27 varð í 6. sæti í meistaraflokki, Pétur járnkarl Smárason #35 varð í 10. sæti, Aron Arnarson #131 í 16.sæti og Ómar Þorri Gunnlaugsson #51 í 18. sæti.  Mig langar að hrósa Aroni sérstaklega fyrir árangurinn, en hann hefur þvílíkt tekið sig á síðan í fyrra að það er með hreinum ólíkindum.  Vel gert!

-  Kawasaki-stelpur áttu daginn í kvennaflokki; Anita Hauksdóttir #31 og Signý Stefánsdóttir #34 börðust ógurlega, Signý vann fyrra hít en Aníta það seinna og varð þess vegna í fyrsta sæti eftir daginn.  Karen Arnardóttir #132 varð svo í þriðja sæti.  Hekla Daðadóttir #336 og Magnea sem ég man ekki númer hvað er kláruðu báðar þannig að Græna Gengið átti að minnsta kosti 5 stelpur sem kláruðu!  Frábært, flottur árangur í braut sem mér skilst að hafi verið gríðarlega erfið á köflum.

Fleiri fréttir um leið og þær berast - hringið endilega og segið mér meiri fréttir!!

Óli G.


MotoMos brautin opnar 17 júní!

Þann 17 júní kl 12:00 opnar nýja MotoMos-brautin og verður af því tilefni mikið „húllumhæ."
Allir eru að sjálfsögðu boðnir velkomnir, opið verður fram til kl 21:00.
Nokkrir af bestu motocross ökumenn landsins verða á staðnum og verða með tilsögn ef fólk vill.
 
Allar nánari upplýsingar eru komnar á heimasíðu félagsins www.motomos.is .
Kort sem sýnir hvernig þið komist á staðinn er HÉR!

Myndir frá námskeiðum

Ég var að setja inn nokkrar myndir frá námskeiðinu hjá Ed Bradley fyrir hádegi 4.júní og námkeiði sem var hjá Aroni #66 9.júní.

Jói 919


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband