Pétur Smárason vantar farþega

Pétur ætlar norður á Akureyri á laugardaginn.

Hann er með pláss fyrir bæði hjól og farþega - ef einhverja glaða og græna langar norður, talið þá við Pétur!


Team Kawasaki myndasíða

Ég er búin að setja upp sérstaka myndasíðu á Flickr með myndum af allskonar fólki á grænum hjólum. Þetta eru allt myndir frá þessu ári og ég er búin að vinna aðeins í þeim í Photoshop svo þær líti sem best út. Þarna inn verður svo bætt myndum reglulega eftir því sem ég smelli af

Til að komast á síðuna er nóg að klikka á linkinn hér til vinstri

Enjoy :)

Kveðja
Lolla


Jónsmessugleði í Bolaöldu - vertu fyrstur að skrá þig í keppnina!!!

 

Skráning hefst í kvöld mánudag 9. júní kl. 20 á motocross.is í Miðnæturþolaksturskeppni VÍK sem haldin verður í Bolöldu þann 21.júní n.k. Keppt verður í 6 klukkustundur og ræst klukkan 18.01 og flaggað út klukkan 00.01

SÁ FYRSTI SEM SKRÁIR SIG VERÐUR Á HJÓLI NÚMER 1 OG SÁ NÆSTI Á HJÓLI NÚMER 2 OSFRV. Einnig verður raðað á ráslínu eftir sömu röð (keppnisstjóri áskilur sér reyndar rétt á að raða í fremstu röð til að minnka slysahættu á fyrsta kaflanum)

Keppt verður í eins, tveggja og þriggja manna liðum og veitt verðalun í eftirfarandi flokkum:

1.2.3. Sæti    Heildarúrslit 1, 2 eða 3 í liði
1.2.3. Sæti    Járnkarlinn 1x keppandi
1.2.3. sæti    Kvennalið 2 eða 3 í liði
1. Sæti    2 manna lið utan topp 3 heild
1. Sæti    3 manna lið utan topp 3 heild
1. Sæti     Yfir 90 ár x2 í liði
1. Sæti     Yfir 145 ár x3 í liði
1. Sæti    Flottasti liðsbúningur
1. Sæti    Feðgar/feðgin 2-3 í liði
1. Sæti     Yngsta liðið 2-3 í liði

Notast verður við tímatökubólur sem menn fá afhentar í skoðun.
Verð pr. keppanda er 6000.
Motocross keppni verður fyrr um daginn og hún verður auglýst síðar.
Ýmis skemmtiatriði verða fyrir, á meðan og eftir keppni sem verða auglýst síðar.
 

Jónsmessugleði VÍK í Bolöldu 21. Júní. 2008        
        
9. júní.    Skráning hefst klukkan 20
18. júní.    Skráningu lýkur  klukkan 22
       
21. júní.       
12:00    Mæting / skoðun.    6 tímar.
16:00    Skoðun lýkur.    6 tímar.
       
12:00    Mæting MX keppendur.    Skoðun.
13:00    Æfing 85cc flokkur.    15 mín.
13:20    Æfing kvennaflokkur.    15 mín.
13:40    Æfing fjórhjól    15 mín.
14:00    Moto 1 / 85cc    15 mín.
14:20    Moto 1 / Kvenna    15 mín.
14:40    Moto 1 / fjórhjól    15 mín.
15:00    Moto 2 / 85cc    15 mín.
15:20    Moto 2 / Kvenna    15 mín.
15:40    Moto 2 / fjórhjól    15 mín.
16:00    Keppni lokið   
16:30    Verðlaun   
       
18:01    Start Miðnæturþolaksturskeppni  
00:01    Keppni lýkur   
       
00:30    Boðið upp á grill og drykki
01:00    Verðlaunaafhending   
02:00    Hátíð lýkur    

Ed Bradley vann MX-Sólbrekku

Fyrsta umferðin af Íslandsmótinu í Mótórcrossi 2008 fór fram í Sólbrekku við Grindarvíkurafleggjara á Laugardag. Það voru um 130 manns skráðir til leiks að þessu sinni,sem er frábær þátttaka.

Á vegum Teamkawasaki voru keppendur í flestum ef ekki öllum flokkum,og árangurinn var yfir heildina nokkuð góður.

MX85: Einni keppandinn okkar þar Jóhannes Árni Ólafsson mætti til leiks galvaskur þrátt fyrir að vera en að jafna sig í öxlinni eftir dettu sem hann varð fyrir nokkrum dögum fyrir keppni. Jói reyndi að harka af sér,en varð að játa sig sigraðan eftir að eymslin urðu of mikil og dró hann sig úr keppni. Þetta er sárt fyrir Jóa,því hann hefur verið að æfa mjög vel í allan vetur og er með miklar væntingar til sjálf sýns í sumar,en ég er klár á því að hann kemur tvíefldur til leiks í Álfsnes 28 Júni.Sigurvegari dagsins í þessum flokk var Eyþór Reynisson á Honda.

MX85 Kvenna: Okkar stelpa Guðfinna Gróa endaði í öðru sæti í þessum flokk,En sigurvegari dagsins var Bryndís Einarsdóttir á KTM.

MX Kvenna-Opin flokkur: Þar voru það Teamkawasaki stelpur í öllum topp sætunum. Karen Arnardóttir vann keppnina eftir mikla barrátu við Signýju Stefánsdóttur,og í þriðja sæti hafnaði svo Aníta Hauksdóttir. Signý var að keyra mjög vel í báðum Motoum,en varð fyrir því að detta í bæði skiptin sem sennilega kostaði hana sigurinn að þessu sinni. Það er nokkuð ljóst að það verður hart barist í þessum flokk það sem eftir lifir sumars.

MX-Unglingar: Þennan flokka vann Sölvi Sveinsson á Yamaha eftir harða barrátu við okkar mann Ásgeir Elíasson. Ásgeir varð fyrir því ólaní að detta í lok síðasta mótós,sem varð til þess að Sölvi náði honum og tryggði sér sigurinn að þessu sinni. Af hinum keppendunum var það að frétta að Ómar Þorri endaði í ellefta sæti eftir að hafa verið sýnt Svart flag í fyrsta mótoi, Arnór Hauksson sem kom inn í liðið í síðustu viku vegna meiðsla Helga endaði þrettándi eftir góðan akstur í moto eitt og tvö, en hann varð að hætta akstri í Moto þrjú vegna Dettu og grjóts sem hann fékk í augað. Arnar Ingi endaði fjórtándi þrátt fyrir að hafa tekið Holeshottin í Moto tvö og þrjú. Í öðru mótóinu lenti hann í samstuði við Bjarka#670 í annarri beygju og datt, og varða að aka sig upp eftir það. Í Moto þrjú ók hann svo út út brautinni einu sinni og endaði áttundi-níundi held ég.

MX-B Þar vorum nokkrir Kawasaki Keppendur,og þar náði einn á pall,en það er hann Gatli #280 sem endaði í 3 sæti.

MX2: Þarna áttum við nokkra öfluga keppendur.Heiðar Grétarsson endaði daginn í þriðja sæti eftir góðan akstur í Moto eitt og tvö,en í því þriðja þá datt hann eftir þriðju beygju og varð að vinna sig upp frá því. Við það datt hann illa,en náði samt sem áður að ljúka keppni og tryggja sér nauðsynleg stig til að klára í þriðja sæti. Árni endaði í sjötta sæti eftir jafnan og örugan akstur,og Össi endaði sjöunda sæti eftir fínan akstur í Moto eitt og tvö,en í því þriðja þá datt hann og skemmdi þar með möguleikana á hugsanlega fjórða sæti. Sigurvegari dagsins í MX 2 var Gunnlaugur Karlsson á KTM

MX1: Ed Bradley kom en og aftur og sýndi okkur Íslendingum að við höfum ekki en roð í hann. Eftir brösótt Moto eitt þar sem hann náði lélegu starti þá vann hann Moto tvö og þrjú nokkuð örugglega. Maggi Ásmunds endaði níunda sæti og Pétur tíunda sæti í MX1.

Það er ljóst að keppni sumarsins á eftir að vera rosalega spennandi í öllum flokkum. Ég trúi því að okkar menn komi til með að getað nartað aðeins meira í Ed Bradley þegar að líður á summarið,en kappinn er samt ótrúlega Smooth og flottur.


Æfing með Ed Bradley

Þeir sem voru á æfingunni hjá Ed Bradley á miðvikudaginn, þ.e þeirri sem byrjaði kl. 5 geta skoðað myndirnar sem ég tók þar með því að fara á þessa slóð hér:

http://123.is/motocrossmyndir/pictures/

Þetta eru sem sagt æfingamyndir og ekkert verið að spá í hvort fólk leit vel út á þeim eða ekki, heldur eru þær til að þeir sem voru þarna geti skoðað hvað þeir voru að gera vel og hvað ekki alveg jafn vel og reyna þá að bæta það. Vona að einhver hafi gagn af

Kveðja
Lolla


Sólbrekka, verum tilbúin - endum á grilli!!

Jæja fólk þá er fyrsta MX-keppni ársins að skella á - Sólbrekka 2008.  Ég geri ráð fyrir að allir séu búnir að skrá sig, enda rann fresturinn út á mánudaginn.  Sömuleiðis geri ég ráð fyrir að allir hafi farið yfir hjólin og allt sé í 100% standi ef ekki meira.  Legg til að menn og konur skoði sérstaklega reglur sem gilda um merkingar hjólanna því það má vísa keppendum úr keppni ef númerin eru ekki samkvæmt reglum:

- MX1 verði með hvítann bakgrunn og svarta tölustafi

- MX2 svartur bakgrunnur og hvítir tölustafir

- MX125 unglingar verði með svartann bakgrunn og hvíta stafi

- Opinn kvennaflokkur verði með svartann bakgrunn og hvíta stafi

- 85cc strákar og stelpur verði með hvítann bakgrunn og svarta stafi.

 Sömuleiðis þurfa allir að hafa meðferðis undirritaða þátttökuyfirlýsingu - hana má finna hér:

http://msisport.is/content/files/public/reglur/%C3%BEattokuyfirlysing.pdf

 

Til viðbótar er þess óskað að Kawaski-menn og konur leggi hönd á plóginn við að koma upp tjöldunum okkar að morgni og taka þau niður aftur í lok dags; Haukurinn er víst alveg frá þannig að við þurfum á 12 til 15 nýjum aðstoðarmönnum að halda í hans stað.......

Í lok dags ætlum við svo að hittast heima hjá Hauki og Teddu í Melahvarfi, grilla og hafa það skemmtilegt.  Fólk þarf að koma með eigin mat, gos verður í boði Ölgerðarinnar en Tedda mun bjóða uppá sósu með grillmatnum og grænt salat til að tryggja að fólk fái nú einhverja hollustu.

Mætum öll með góða skapið!!

Hjólakveðjur
Óli G.


Spons frá ProGrip - sækið gleraugun ykkar!

ProGrip hefur í samstarfi við Nitró ákveðið að styrkja keppendur um gleraugu og rolloff.  Liðsfélagar með styrktarsamning geta rennt við hjá Össa og sótt þetta - helst í dag.  Vantar ekki alla gleraugu í rokinu?

HjólHjóla
Óli G.


Keppni í Sólbrekku - nóg komið af slysum!!

Vona að allir séu búnir að skrá sig í keppnina í Sólbrekku næsta laugardag - þetta verður bara gaman.  Þeir hópar sem hyggjast skrá sig í liðakeppnina þurfa að gera það ekki seinna en í dag - farið á MSÍ-vefinn og skráið ykkur í fjögra manna liðin innan ykkar keppnisflokks.  MX1 saman, MX2 saman, MX125 saman.  Búið er að skrá kvennaliðin og MX85 er í slæmu standi þannig að þar er ekkert lið.

Svo legg ég til að þið hættið að meiða ykkur - Haukur, Jói og Aron allir úti í einhvern tíma og Hinrik að ná sér eftir fótbrot; sömuleiðis er Helgi meiddur á hné en ekki hefur komið í ljós enn hversu alvarlegt það er.

Sömuleiðis hafa þær systur Margrét og Sandra ákveðið að yfirgefa Kawasaki-liðið og leita annarra lita.  Það er mikil eftirsjá að þeim systrum úr hópnum og er þeim þakkað fyrir skemmtilegt samstarf - vonandi hættum við ekki að vera vinir þó liturinn breytist. Cool

 

Óli G.


Allir í bolöldu í dag!!

Hvað seigiði um að teamkawasaki hittast uppí Bolöldu í dag eftir hádegi og hjóla saman. Reynið sem flestir að koma þangað i dag og höfum gaman.. commenta og seiga hverjir ætlaGrin


Hjóla á morgun - vinnukvöld í Sólbrekku í kvöld

Fara ekki allir í Sólbrekku á morgun að æfa fyrir keppnina?

JóiKef hefur sett á vinnukvöld í kvöld til að brautin verði sem allra best fyrir æfingar um helgina.  Ég hvet alla Kawasaki-hjólara til að mæta í Sólbrekku og leggja sitt af mörkum til að gera brautina sem allra besta - margar hendur vinna létt verk í þessu sem öðru.

Svo væri gaman að sjá sem flesta í fyrramálið; ég ætla að taka þátt í að gæsa samstarfskonu mína og partur af skemmtuninni er að setja hana á KX125 í Sólbrekku milli 12 og 13 á morgun.  Það væri gaman að sjá sem allra flest Kawasaki-hjól og sérstaklega samt stelpur á Kawasaki á þessum tíma á morgun.

 

HjólaHjóla!!
Óli G.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband