Bömmmmmmer.

Klárlega Bömmer ársins, Aron #66 ökklabraut sig við æfingar í Sólbrekku S.L. Mánudagskvöld. Aron lenti í árekstri við annan ökumann á stökkpalli og niðurstaðan var brotin ökkli.  Aron þurfti að ganga undir aðgerð núna í morgun og er komin í gifs,og segja læknar hann þurfa vera 6 vikur í gifsinu. Aron ætlar að sjálfsögðu að taka stöðuna á sjálfum sér eitthvað fyrr og ætlar að halda áfram að æfa daglega til að halda sér í sama toppforminu sem hann er í þessa dagana.

Við sendum Aroni bata kveðjur og trúum því að hann komi sterkur inn síðar í sumar.


Team Kawasaki í félagsmiðstöðinni Árseli

Félagsmiðstöðin Ársel við Árbæjarskóla stendur fyrir motocross-kynningu í félagsmiðstöðinni klukkan 17 í dag.  Team Kawasaki mun aðstoða við þetta verkefni, mæta með hjól á staðinn og fræða krakkana í félagsmiðstöðinni um öryggismál, reglur sem gilda um notkun vélhjóla og fleira sem máli skiptir.

Stefnt er á að fara að hjóla í Álfsnesi eftir kynninguna um klukkan 18, því margir unglingar sem sækja Ársel eru með krosshjól.  Haukur #10 og Jói #919 munu verða með létta kennslu í grunnatriðum fyrir þá krakka sem sækja kynninguna og koma svo uppí Álfsnes.

Það væri gaman að sjá sem allra flesta Kawasaki-hjólara í Álfsnesi í dag; sömuleiðis væri gaman ef þeir liðsmenn sem hafa færi á gætu komið með okkur í Ársel og sýnt hversu sterkur Kawasaki-hópurinn er.

 

Óli G.


AMA Motocross

Utanhústímabilið í Motocrossi á Ameríku hefst á morgun með keppni í Glen Helen í Kaliforníu. Mig langar að benda á heimasíðuna www.live.motocross.com sem er síða sem sýnir góða pre-show þætti frá keppnunum og einnig after show ásamt öðru efni eins og tl fellur. Öðru hverju er líka sýnt beint frá keppnum þarna,og það sem meira er að ef nettengingin á heimilinu er góð að þá eru mjög góð gæði í þessari útsendingu ef spilað er í full screen.

Það verður gaman að sjá hvort að þeir Team Green kallar Bubba Stewart og Ryan Villopoto taki sitt hvorn flokkinn þetta árið...sem verður að teljast nokkuð líklegt ef þeir sleppa við áföll.


ALLIR í Sólbrekku á laugardag

Team Kawasaki - mætum öll í Sólbrekku á laugardaginn.

Ég meina ÖLL, ekki bara sumir!

Hjóla svo!!!

 

Óli G.


Eftir enduro-keppnina......

 

Við höfum aðeins verið ræða það hvernig við stóðum okkur í enduróinu á laugardaginn, ekki bara í keppninni heldur einnig sem lið, hvernig pitturinn leit út og hvernig samstarfið var í "þjónustunni."

Okkur Hauki finnst í stuttu máli að þetta hafi allt verið frábært!

Þeir sem voru að hjóla voru flottir, áberandi og stóðu sig mjög vel, eins og fram hefur komið.  Okkur finnst það ekki síður skipta máli að það var gaman að vera í tjaldinu hjá okkur, allir voru hressir og hjálpuðust að við það sem þurfti að gera.  Að öðrum ólöstuðum höldum við samt að Óli vinur Péturs Smára eigi sérlega mikið hrós skilið.  Hann hefur undanfarin ár verið að vinna með Pétri í þjónustu í keppnum en honum var rænt í að aðstoða allt liðið.  Hann stóð sig frábærlega; það er kanske ekki að marka mig en ég ætlaði að hjálpa honum að skipta um dekk hjá Helga, snéri mér í hálfhring til að finna vinnuhanskana mína....og hann var búinn að skipta!  Ég hlýt að vera lengi að snúa mér.

Allavega, hér er mynd af honum sem Sverrir sveppagreifi tók:

IMG_4878 

Þakkið honum fyrir og klappið honum á bakið næst þegar þið sjáið hann.  Segið líka takk við hvert annað, því ef laugardagurinn er einhver ávísun á hvernig þetta verður í sumar þá verður þetta alveg frábært!!  Og það gerist vegna þess að liðið - hópurinn - er frábær!!

 Óli G.


Laus pláss hjá Garry N-Gage!!

Garry Wright frá N-Gage er hér þessa vikuna.  Nokkur pláss eru enn laus hjá honum:

-  Eitt pláss losnaði í kvennaflokki á miðvikudaginn.

- 2-3 pláss eru laus í 85cc flokki stráka á föstudaginn; hér þurfa menn að vera vanir, ekki byrjendakennsla.

-  Laus pláss á laugardag fyrir 65cc, sjálfskipt og byrjendur á 85cc.

Hafið samband við Elías í síma 892-0989 eða í elias@jardmotun.is

Ngage


Fyrsta keppnis sumarsins afstaðin

Um helgina fór fram fyrsta keppni sumarsins,sem var Endurókeppni í Bolöldu. Metþátttaka var í Baldursdeild,en þar ræstu 86 manns. Meðal þessara 86 voru  að sjálfsögðu nokkrir Team Kawasaki ökumenn. Sigurvegari dagsins í Baldursdeild var Kawasaki Ökumaðurinn Ingvar Birki Einarsson#271,sem sýndi glæsilegan akstur á sleipum leiðum dagsins,en töluverð rigning og kuldi var á mótstað þessa helgina. Aðrir Kawasaki ökumenn stóðu sig einnig með sóma. Arnór #661 átti tildæmis góða hringi í byrjun móts,en lenti svo síðar í að detta og fá dæmd á sig víti sem dró hann niður. Steinn Hlíðar#39 og Arnar #616 voru líka að keyra vel framan af. Arnar#616 keyrði vel framan af fyrstu umferð en varð svo að hægja á þar sem öxlin fór að plaga hann og ók hann aðeins fyrri umferðina.

Karen#132,Aníta#31,Signý#34,Hekla #336 og Tedda #64 tóku að sjálfsögðu þátt í þessari keppni og koma reynslunni ríkari eftir þetta drullumall.

Jói #919 kláraði fyrri umferðina með stæl,en varð að láta í minni pokann fyrir móður náttúru sem beygði hjá honum gírpedala og eitthvað fleira í seinni umferð.

Í meistaradeild voru Teamkawasaki nokkuð fjölmennir og er óhætt að þarna sé komið saman hörkulið. Aron #66 endaði daginn þriðji og sagðist aldrei á ævinni hafa orðið eins sigraður á líkama og sál sem lýsir kannski best ástandinu á brautinni. Haukur#10 endaði í sjöunda sæti á KX290f sem hann er alveg að fíla í ræmur eins og hann segir sjálfur. Maggi#27 endaði níundi,en hann ók á 250F hjóli Arnars#616 í seinni umferð þar sem vatnskassi í 450F hjólinu hans bilaði. Pétur#35 endaði tólfti með jöfnum akstri á El Monster KX490F. Ómar Þorri#51 endaði svo fimmtándi á KX250F hjólinu sýnu.

Í tvímenning voru það naglarnir Árni#100 og Ásgeir#277 sem sigruðu að þessu sinni með glæsibrag með frábærum akstri. Garðar Atli#280 og félagi enduðu í fjórða sæti,en Keli#50 og Helgi#213 urðu hætta keppni vegna eymsla í hné á Helga#213.

Þannig að niðurstaða helgarinnar er Kawasaki í Fyrsta sæti í Baldursdeild, Þriðja sæti í Meistaradeild, og Fyrsta sæti í tvímenning. Ekki léleg byrjun á sumri það...;=)


Sólheimasandur lokaður!

Landeigendur á Sólheimabæjunum í Mýrdal hafa tekið þá ákvörðun að loka Sólheimasandi fyrir allri umferð, bæði vélhjóla og bíla.  Ákvörðun um þetta var tekin á fundi landeigenda laugardaginn 17.maí, og getum við hjólamenn kennt sjálfum okkur um að svona er komið.

Bændur á Sólheimabæjunum hafa undanfarin ár verið sérlega liðlegir til að veita hjólamönnum leyfi til að hjóla á sandinum og hefur umferð hjólamanna oft verið mikil.  Það hefur hins vegar verið skilyrði að hjólafólk hefði samband og fengi leyfi til að hjóla, og héldi sig neðarlega á sandinum þar sem engin gróður er og vindur og regn eyðir förum á skömmum tíma.

Okkur hjólamönnum hefur ekki tekist að fara eftir þessu.  Mjög mikil umferð hjólafólks hefur verið um sandinn undanfarið, í framhaldi af fréttaumfjöllun um hjólamann sem missti hjól í ánna Klifandi, en Klifandi markar austurjaðar svæðisins sem um ræðir.  Fáir af þeim sem hafa nýtt sér sandinn undanfarið hafa hirt um að láta vita af sér og hafa þess vegna ekki haft vitneskju um hvar mátti hjóla á svæðinu.  Afleiðingin er auðvitað sú að menn hjóla allsstaðar.  Þykir landeigendum nú nóg komið, sérstaklega eftir að einn þeirra gaf sig á tal við hjólamenn til að biðja þá að hjóla neðar á sandinum, utan gróinna svæða, og var svarað með skætingi.

Hliðum að Sólheimasandi verður lokað og settar upp merkingar um að öll umferð sé bönnuð.  Þessi ákvörðun verður hugsanlega endurskoðuð næsta haust.

 

Ólafur H. Guðgeirsson
Umhverfisnefnd MSÍ


Enduró á laugardag

Það væri gaman að fá að heyra hverjir úr liðinu, fylgifiskum þess og aðrir Kawasaki-hjólarar ætla að keppa í enduróinu á laugardaginn.  Endilega skrifa komment og segja frá.

Mætið svo endilega á staðinn þó þið ætlið ekki að keppa, látið sjá ykkur í Nítró-tjaldinu og hvetjið liðið!  Sömuleiðis er alltaf hægt að nota fleiri hendur við að aðstoða í pittinum.

Dagskrá laugardagsins er sem hér segir:

Mæting:

Skoðun hjól:Skoðun lýkur:  
Baldursdeild09:0009:20  
Meistaradeild / Tvímenningur09:2009:40  
     
Flokkur:Röðun á ráslínu:Keppni hefst:Keppni líkur:Aksturstími:
Baldursdeild fyrri umferð.09:5510:1010:5545 mín.
Meistaradeild fyrri umferð.11:0511:2012:5590 mín.
Tvímenningur fyrri umferð.11:0511:2112:5589 mín.
     
Baldursdeild seinni umferð.13:0513:2014:0545 mín.
Meistaradeild seinni umferð.14:1514:3016:0090 mín.
Tvímenningur seinni umferð.14:1614:3116:0089 mín.
     
Verðlaun:  16:45 

 

 

Sjáumst svo öll á laugardaginn!!


Endurokeppni um helgina

Fyrsta keppnin í Íslandsmótinu í Enduro verður haldin í Bolöldu núna á Laugardag. Síðustu daga hefur verið unnið vel og skipulega á svæðinu,og brautarlagningu lokið. Teamkawasaki hefur lagt sýna hönd á plóginn með lagningu á þessari braut sem er góð blanda af krefjandi og skemmtilegum leiðum fyrir alla flokka. A flokks og Tvímennings hringurinn er mjög svipaður og í keppninni í haust,nema hvað að Sóthólinn er töluvert einfaldari núna þar sem annarstaðar er farið upp á hann,og einnig er hann töluvert lægri núna en í fyrra þar sem að mikil efnistaka hefur farið fram í honum í vetur. B flokks hringurinn er í raun hringur sem allir geta tekið þátt í og er engin ástæða til að sitja heima og horfa á aðra keppa þessa helgina. Þetta er í raun blanda af rauða og Græna hringnum sem er sýndur á slóðakorti Bolöldu,og svo er Krossbrautin sett inn í hann líka.

Hvet alla til að láta sjá sig um helgina og keppa...hvort sem það eru A flokks menn eða 85 eða Kvenkeppendur...þetta er bara gaman og gott að taka svolítið á og setja inn í reynslubankann.

Ekki skemmir að spáin fyrir Laugardaginn er góð.

Hér er linkur sem sýnir slóðakerfi Bolöldu http://www.motocross.is/images/stories/Ymiss_skjol/vik%20leidakort.jpg

Kv Guggi


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband