1.4.2008 | 10:30
Þykkvabæjarfjara lokuð
Ágæta hjólafólk
Í samráði við sveitarstjóra Rangárþings ytra viljum við óska eftir því við hjólafólk að ekki verði hjólað í Þykkvabæjarfjöru meðan bændur og landeigendur ræða málið og taka ákvörðun um framhaldið.
Brautir í nágrenni Reykjavíkur eru óðum að komast í nothæft ástand og óskum við eftir að hjólafólk snúi sér frekar þangað, eða á önnur svæði þar sem skýrt leyfi landeigenda liggur fyrir. Við náum ekki árangri í útvegun svæða fyrir hjólafólk nema sátt sé um málið og leggjum við þess vegna áherslu á að farið sé eftir þessu ekki hjóla í Þykkvabæjarfjöru á næstunni.
Hrafnkell Sigtryggsson VÍK
Ólafur H. Guðgeirsson Umhverfisnefnd MSÍ
Íþróttir | Breytt s.d. kl. 10:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
31.3.2008 | 15:07
Aron farinn í draumalandið
Aron #66 heldur að landi brot í dag til hennar Norður Ameríku. Þar ætlar hann að læra að hjóla eins og sannkölluðum ''Red Head''og verður gaman að sjá hvort að hann geti ekki kennt okkur eina eða tvær lexíur í MX eftir förina.
En að öllu gamni slepptu þá er hann sem sagt farinn til USA ásamt Binna Morgan og Pálma og er planið að vera þarna nánast alveg fram af fyrsta MX Mótinu hérna á Íslandi sem er 7. júní í Sólbrekku. Það verður gaman að sjá hversu miklu hann fær áorkað þarna á þessum 2 mánuðum í tækni og hraða, en það má fastlega búast við að svona skóli skili nokkuð miklu eins og við sáum kannski best með Gylfa#54 árið 2006 þegar að hann fór í svipað prógramm og skildi aðra keppendur eftir í rykinu það tímabil og hampaði titlinum 2006
Við öll hjá Team Kawasaki óskum Aroni velfarnaðar og hlökkum til að fá að fylgjast með honum þarna úti í gegnum www.aron66.is og einnig www.morgan.is
Endinlega commentið kveðju á kallinn hér fyrir neðan.
Íþróttir | Breytt s.d. kl. 16:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
29.3.2008 | 22:06
Sólbrekka í dag...Váá
Það var fjölmenni í Sólbrekku í dag,en þeir VÍR menn eiga heiður skilið fyrir að koma brautinni í það stand sem hún var í dag. Atli #669 á víst Heiðurin að vinnunni þarna líka...og fær hann High Five fyrir sitt framlag líka.
Að sjálfsögðu fjölmenntu Team Kawaski menn á svæðið og einnig mátti sjá Team Yamaha og fleiri á svæðinu. Vonandi verður hægt að viðhalda brautinni reglulega eins og gert hafði verið í dag,því það er nokkuð ljóst að aðrar brautir eins og Bolalda og Álfsnes eiga þó nokkuð í land með að verða klárar.
Það er komin hellingur að myndum inn á mxsport.is og ég veit að það verða líka komnar myndir inn á Motosport.is seinna í kvöld eða á morgun hjá Sveppagreifa og fjölskyldu.
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
24.3.2008 | 20:52
Myndir frá Eyjum!!
Ég er búin að setja inn nokkrar myndir frá Eyjum. Þetta er bara brot af myndunum sem ég tók, ætlaði að setja alla gommuna inn á Nítró síðuna en fékk það ekki til að virka. Vona að það geti einhver þar kippt því í liðinn á morgun.
Lolla
FULLT AF MYNDUM KOMIÐ INN Í MYNDAALBÚMIÐ Á NITRO.IS!!
Lolla
Íþróttir | Breytt 25.3.2008 kl. 11:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
24.3.2008 | 19:57
Annar í Páskum = Fyrst í MX á Suðurlandi
Það var nokkuð fjölmennur hópur sem gerði sér ferð í Sólbrekku í dag eftir að fréttist út að brautin væri orðin fær..og í góðu standi. TeamKawasaki lét sig ekki vanta og tóku menn vel á því þó að brautin hefði nú sennilega munað fífil sinn fegri. Það stendur vonandi allt til bóta,en það hefur ekkert verið gert við hana síðan í September í fyrra..þannig að miðað við það þá var hún stórfín.
Ég er að setja inn nokkrar myndir sem ég tók í dag og svo vona ég að Aron hendi kannski inn eitthvað af myndum frá Eyjum...og kannski getur Sverrir ofurgreifi gefið okkur nokkrar frá Föstudeginum langa ef við biðjum hann fallega.
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
23.3.2008 | 18:11
Þorlákshöfn á annan í Páskum
Við feðgar erum að spá í að kíkja í brautina í Þorlákshöfn í fyrramálið - taka daginn snemma og vera farnir úr bænum uppúr klukkan níu. Það væri gaman ef Kawasaki-menn fjölmenntu og sem flestir úr liðinu mættu, fínt að hrista af sér páskaeggin á morgun ef eitthvað vit verður í veðrinu.
Aron og Össi voru að koma úr Þorlákshöfn rétt áðan og segja að brautin sé fín, þannig að við ættum að vera í fínum málum þarna á morgun.
Annars bara Gleðilegt Páskaegg!!
Óli G.
Íþróttir | Breytt s.d. kl. 18:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
22.3.2008 | 00:20
Föstudagurinn langi
Flottur hjóladagur í dag, rúlluðum um sandinn fram og til baka, lögðum lítinn hring og hjóluðum okkur til óbóta - frábær dagur, flottur félagsskapur og stórkostlegt veður. Nýja 85an hans Jóa er alveg að gera sig, eins og lagt var upp með.
Heyrði í Aroni Vestmannaeyjafara áðan, hann lét vel af þeim félögum, frábær braut og góður dagur og stefndi greinilega í gott djamm í eyjum.
Sá fréttir af hjólamanni sem missti húsberginn sinn í útsogið í ánni Klifandi á Péturseyjarfjöru. Ég hef oft hjólað að ósum þessarar ár, og reyndar um allt þetta svæði frá því að ég var krakki á skellinöðru. Ég hef aldrei heyrt um að það sé mögulegt að hjóla yfir þessa á, og alls ekki þarna í flæðarmálinu því áin er straumhörð, vatnsmikil, útsogið í sjónum er mjög sterkt og það er mjög aðdjúpt þarna við ströndina.
Að mínu viti væri stórhættulegt að reyna þetta og dytti mér ekki í hug að hjóla yfir hvorki þessa jökulá eða aðrar á svæðinu. Kalliði mig bara kjúkling en ég hef fylgst með þessum ám frá því að ég man eftir mér.......
Óli G.
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
19.3.2008 | 21:16
Þykkvibær
Nokkur umræða hefur undanfarið verið um umferð hjólamanna um Þykkvabæinn, bæði fjörur og vegi.
Ljóst er að hjólamenn sem ekki hafa sinnt því að halda sig frá melgresishólum ofan við fjöruna og jafnvel öðrum grónum svæðum hafa skemmt mjög fyrir okkur hinum. Sömuleiðis hafa verið vandræði vegna ökumanna sem ekki leggja í að fara yfir vatnið á bílum heldur leggja þeim þvers og kruss kringum veginn ofan við vatnið.
Við í Umhverfisnefnd MSÍ ásamt forsvarsmönnum VÍK ætlum að setja okkur í samband við sveitarfélagið á svæðinu og bændur í Þykkvabænum til að leita leiða til að koma í veg fyrir vandamál af þessu tagi, en um leið að kanna hvort við hjólamenn getum ekki haldið aðgangi að hluta svæðisins samkvæmt einhverjum afmörkuðum forsendum og skipulagi. Meðan þessar umræður eru að komast í farveg vil ég biðja lesendur þessarar síðu, og sérstaklega liðsmenn Team Kawasaki, um að hvíla Þykkvabæinn.
Nánari fréttir verða settar hér inn um leið og tilefni er til.
Ólafur H. Guðgeirsson
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
17.3.2008 | 22:35
Páskahelgi
Við höfum ákveðið að fara til Eyja um páskana. Þegar hafa 5 liðsmenn yamaha liðsins bókað gistingu og far til eyja, og eiga þeir von á að fleiri liðsmenn fari einnig. Ég er búin að bóka far til eyja fyrir mig og Össa. Einhverjir Selfyssingar verða á svæðinu og því verður helling um að vera! Ég á frátekin 7x 2manna herbergi á Hótel Þórshamar. 2 manna herbergi kostar 12000 með morgunmat, en ég ákvað að taka það í staðinn fyrir eitthvað farfugla heimili þar sem maður þyrfti að elda sjálfur og leigja rúmföt, en það kæmi út á svipuðum kostnaði. Þeir sem vilja fá herbergi verða að hafa samband við mig og ég tek frá herbergi fyrir þá med de samme. Ég tók öll herbergi frá sem eftir voru á hótelinu, þó held ég að það sé eitt 3 manna herbergi eftir, ef menn kjósa það frekar.
Við bókuðum bílinn í ferjuna á Fimmtudaginn klukkan 19:30 og til baka á Laugardegi klukkan 16:00. Þeir sem ætla að fara verða sjálfir að sjá um að bóka í Herjólf, og mæli ég með því að þeir sem sjóveikir eru leigi sér koju, og reyni að sofa til vestmannaeyja :)
Gaman væri að sjá Mývetningana með í þessa ferð.. Hvað segiði um það íscross búðingarnir ykkar? :)
Upplýsingar um bókanir er að finna á www.herjolfur.is
Kv. Aron #66
Íþróttir | Breytt s.d. kl. 22:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
16.3.2008 | 22:25
Æfing á morgun - hjólaæfingar!
Ágæta fólk!
Að boði Kela yfirþjálfara okkar fer ég fram á að fólk hafi með sér hlaupaskó og útiföt fyrir æfinguna á morgun. Ég geri ráð fyrir að til standi að taka spretti upp brekurnar fyrir ofan sundlaugina eða eitthvað álíka kvikyndislegt.
Svo verð ég, að gefnu tilefni, að minna liðsmenn á að hjóla af varfærni um landið. Þó svo að við höfum fengið leyfi til að hjóla á ákveðnum svæðum þá megum við aldrei hjóla á svæðum þar sem er nokkur minnsta hætta á gróðurskemmdum. Hingað til hafa hjólamenn verið látnir óáreittir í Þykkvabæjarfjöru, en þannig leyfi er auðvitað háð því að við höldum okkur við svæði þar sem ekki hljótast skemmdir af hjólunum.
Mér hefur verið bent á að hjólamenn hafi hjólað yfir og inná milli melgresishólanna sem eru fyrir ofan fjöruna. Þetta er algerlega bannað, eins og allir úr okkar hóp eiga að vita og virða. Melurinn er viðkvæmur þó hann sé harðger, og hólarnir hefta sandfok frá fjörunni inn yfir tún og kartöflugarða.
Ef við viljum fá að nýta okkur þessa aðstöðu, sem eingöngu er mögulegt með velvilja bænda á svæðinu, verðum við að virða þetta. Hjólum í brautinni og fjörunni, ekki annarsstaðar, og ekki koma nálægt melgresinu!!!
Ólafur H. Guðgeirsson
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)