24.4.2008 | 18:44
Hjóla á laugardag
Veðurspáin á laugardag er alveg þokkaleg - http://www.vedur.is/vedur/spar/stadaspar/hofudborgarsvaedid/
Hvernig væri að allt Kawasaki-gengið fjölmennti í sömu braut á sama tíma, hrista okkur aðeins saman og svona...við sem erum hægari getum lært af hinum og þeir betri hafa þá eitthvað til að hlægja að
Hvaða braut vilja menn og konur fara í?
Klukkan hvað?
Óli G.
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
23.4.2008 | 22:13
N-Gage Kawasaki vikan
Jæja, þá er komið að því - nú þarf að ganga frá greiðslu fyrir Kawasaki-vikuna með N-Gage. Nítró niðurgreiðir námskeiðið fyrir liðsmenn Kawasaki-liðsins en aðrir þurfa að greiða fullt gjald; liðsmenn greiða þess vegna kr. 5.000,- en þátttakendur sem standa utan liðsins greiða 8.500,-
Bankaupplýsingar. | |
Reikningsnr. er | 528-14-604905 |
Kennitala | 130665-3739 |
Senda staðfestingu á | |
Skrifa í staðfestinguna | Kawasaki-vikan + nafn |
Greiða verður ekki seinna en klukkan 17 á föstudag - þeir sem ekki eru búnir að greiða þá detta út af listanum og næstu mönnum af biðlista verður hleypt að.
Skipting á dagana er sem hér segir:
Mánudagur 28.apríl:
Steinn Hlíðar
Örn Sævar Hilmarsson
Árni Gunnarsson
Heiðar Grétarsson
Pétur Smárason
Haukur Þorsteinsson
Maggi Ásmunds
Þriðjudagur 29.apríl
Arnar Ingi Guðbjartsson
Helgi Hrafnkelsson
Ómar Þorri Gunnlaugsson
Ásgeir Elíasson
Aron Arnarson
Arnór Hauksson
Hermann Eyþórssons
Signý Stefánsdóttir
Miðvikudagur 30.apríl
Jóhannes Árni Ólafsson
Gylfi Smárason?
Viggó Pétursson
Agnar Baldur Steinarsson
Fimmtudagur 1.maí
Sandra Júlíusdóttir
Margrét Júlíusdóttir
Ásdís Elva Kjartansdóttir
Andrea Dögg Kjartansdóttir
Karen Arnardóttir
Theódóra Björk Heimisdóttir
Guðfinna Pétursdóttir
Hekla Daðadóttir
Á föstudeginum mæta svo allir!
Ölgerðin Egils mun bjóða uppá gos og við grillum pylsur eða eitthvað slíkt.
Íþróttir | Breytt 26.4.2008 kl. 21:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
18.4.2008 | 10:40
Gallamál - breytingar!!!
Gallar frá NoFear sem búið var að velja eru í morgum tilfellum uppseldir og ekki hægt að panta!!
Þeir sem sáu um að velja galla á sína keppnishópa verða að fara uppí Nitró í dag til að tékka á málinu og velja nýja galla frá NoFear eða O'Neal ef þannig stendur á.
Hér þarf að hafa hraðar hendur, við erum að falla á tíma!
Óli G.
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
16.4.2008 | 13:41
Þrekæfing, ýmis mál
Við ætlum að prófa nýtt fyrirkomulag á æfingunum:
Mætum öll í spinning/þrektíma í Árbæjarþrek í dag klukkan 18:40, sund á eftir. Frítt fyrir þá sem eru með kort í Árbæjarþrek, aðrir geta keypt einstakann tíma.
Muna svo að senda mér tilkynningu um mætingu á N-Gage Kawasaki-vikuna - ogudgeirsson@hotmail.com
Þeir sem hafa skráð sig eru:
Arnar Ingi
Helgi Kela
Ómar Þorri Akureyringur
Sandra
Steinn Hlíðar
Jói 919
Arnar Gauti
Pétur Smára
Guðfinna Péturs
Viggó Péturs með 85cc strákunum
Össi
Haukur
Árni lögga
Heiðar Grétarsson
Ásdís Elva Kjartansdóttir
Karen Arnar
Aron Arnar
Magga
Signý Stefáns
Maggi Ásmunds
Arnór #661 (efstur á biðlista....)
Hekla Daða (sprækust á biðlista......)
Óþekktur félagi Ella P. :-)
Nokkrir utan liðsins eru á biðlista og fer ég að hleypa þeim að ef ekki bætist við skráninguna.
Drífa sig nú, vera með! Það þýðir ekki að vilja hafa lið og æfingar og hver veit hvað, og vera svo ekki með nema stöku sinnum!!
Muna svo að senda Gugga (guggi@airatlanta.com) upplýsingar svo hann geti sett upplýsinga um liðið hér á síðuna, aðeins sex keppendur höfðu sent þetta:
Nafn:
Keppnisnúmer:Hjólategund:
Keppnisflokkur:
Markmið 2008:Mynd
Styrktaraðilar
Ætlunin er að þessar upplýsingar birtist í næsta blaði hjá Bílar&Sport þannig að drífið ykkur nú að senda þetta!! Svo er meiningin að taka myndir í Sólbrekku um helgina til að nota með greininni.
Koma svo!!
Óli G.
Íþróttir | Breytt 17.4.2008 kl. 23:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
14.4.2008 | 21:54
Kawasaki-vikan - staðfesta þátttöku!!
Ágætu liðsmenn
Minni á Kawasaki-vikuna með Garry N-Gage! Mikilvægt að allir staðfesti þátttöku - sendið tölvupóst á ogudgeirsson@hotmail.com
Kostnaður hefur verið ákveðinn 5.000 á mann. Kawasaki-fólk utan liðsins getur sent mér póst líka ef það vill vera með og verið á biðlista, við munum kippa fólki með ef einhver úr liðinu dettur út.
Dags | Lið | Tími | Braut |
28 apríl mánudagur | MX1,MX2 | 09:00 til 15:00 | ?? |
29 apríl þriðjudagur | 125cc/250f unglingalið | 09:00 til 15:00 | ?? |
30 apríl miðvikudagur | 85cc | 09:00 til 15:00 | ?? |
01 maí fimmtudagur | Stelpur og konur | 09:00 til 15:00 | ?? |
02 maí föstudagur Öll liðin mæta | Sameiginlegur sponsadagur | 09:00 til 15:00 | Bolaalda |
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
12.4.2008 | 12:17
Verum kurteis við hvert annað...
Undanfarið hefur borið á því að hjólamenn sem kosið hafa að hjóla á annari tegund en Kawasaki, hafa látið ýmis miður falleg orð falla um Kawasaki, lit hjólanna og fólkið sem á Kawasaki-hjól.
Af þvi tilefni langar mig að benda öllu Kawasaki-fólki, og sérstaklega liðsfólki Team Kawasaki, á það að láta vera að tala illa um aðrar hjólategundir og sérstaklega láta vera að hallmæla fólki fyrir að eiga aðra tegund af hjóli en maður sjálfur er á. Það er til dæmis alveg bannað að stríða Sverri og Bínu fyrir að vera á Yamaha, Gugga fyrir að vera á KTM, Berglindi fyrir að vilja ekki neitt nema Hondu og mér fyrir að hafa verið á Súkku til skamms tíma - það er hægt að finna fullt af skemmtilegum hlutum til að stríða okkur með annað en hjólategundir og þetta eru allt frábær hjól og öll flott á litinn.
Látum alveg vera að hallmæla öðrum hjólategundum eða tala niður til einstaklinga fyrir það eitt að vera á einhverri ákveðinni tegund af hjóli.
Íþróttir | Breytt s.d. kl. 12:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
12.4.2008 | 08:51
Laugardagur: Allir í Sólbrekku
Er ekki bara flott að stefna í Sólbrekku í dag?
Þegar þetta er skrifað, klukkan korter fyrir níu, er enn frekar kalt á Reykjanesinu, þriggja stiga frost samkvæmt vef Vegagerðarinnar http://www.vegagerdin.is/umferd-og-faerd/faerd-og-astand/faerd-og-vedur/sudvesturland/sudvest1.html en það lagast örugglega þegar kemur fram undir hádegi.
Við stefnum á að fara suðureftir um hádegisbilið - væri gaman að sjá sem flesta Kawasakimenn og -konur á staðnum.
Óli G.
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
10.4.2008 | 22:30
85cc hittingur
Hittingur fyrir 85cc strákaliðið var haldinn í kvöld heima hjá Jóa. Mættir voru auðvitað Jói 919, Andri 285 og Hinrik 207 sem reyndar tókst að brjóta á sér löppina í Sólbrekku síðasta mánudag. Við vonum að þetta reynist ekki alvarlegt og hann verði fljótur að ná sér, því þessir strákar eru öflugur og skemmtilegur hópur.
Á myndinni eru Andri, Jói og Hinrik,; Arnar Grindó komst ekki.
Tilgangur hittingsins var að velja keppnisgalla fyrir sumarið. Eftir talsverðar umræður og verulega mismunandi skoðanir komst liðið að niðurstöðu sem við höldum að muni virka vel.
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
8.4.2008 | 13:48
Ed Bradley - skrá sig strax í þjálfunina!
Tölvupósturinn hjá Pétri Smárasyni hrundi vegna álags - ef þið náið ekki í gegn í póstinum sem gefinn er upp í auglýsingunni, prófið þá þetta póstfang: petur@snaelandvideo.is
Drífa sig að skrá sig!!
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.4.2008 | 13:18
Ed Bradley keppir með Team Kawasaki - mun þjálfa liðið
Eins og flest okkar hafa sennilega frétt af, hafa orðið breytingar á MX-1 liðinu okkar. Maggi Sam datt út úr hópnum en í hans stað kemur Ed nokkur Bradley sem auðvitað er öllum hjólamönnum vel kunnugur því hann keppti og þjálfaði hér sumarið 2005.
Ed mun keppa fyrir Team Kawasaki og sjá um þjálfun liðsins af fullum krafti í sumar, með áherslu á undirbúning fyrir keppnir. Stefnt er á að halda æfingarnar nokkrum dögum fyrir keppni, í þeim brautum sem á að keppa á í það skiptið. Æfingarnar verða eins persónulegar og hægt er, og verður þátttakendum sett fyrir hvað þeir eiga að leggja áherslu á fram að næstu æfingu.
Tékkið á blogginu hans Eds http://mx3worldchampionship.blogspot.com/
Tímaáætlunin er sem hér segir:
· 3.Maí: Hópar A og B 10:00 til 17:00
· 4.Maí: Hópar A og B 10:00 til 17:00
· 4.Júní: Hópur A 10:00 til 15:00 Hópur B 17:00 til 22:00
· 25.Júní: Hópur A 10:00 til 15:00 Hópur B 17:00 til 22:00
· 30.Júní: Hópur A 10:00 til 15:00 Hópur B 17:00 til 22:00
· 1.Júlí: Hópur A 10:00 til 15:00 Hópur B 17:00 til 22:00
· 13.Ágúst: Hópur A 10:00 til 15:00 Hópur B 17:00 til 22:00
· 27.Ágúst: Hópur A 10:00 til 15:00 Hópur B 17:00 til 22:00
Athugið að hóparnir miðast fyrst og fremst við það hverjir komast á hvaða tíma, ekki eftir getu. Gert er ráð fyrir að þetta séu keppnisæfingar en ekki byrjendanámskeið þannig að þátttakendur þurfa að kunna að hjóla.
Kostnaður
· Almennt verð 60.000.- allt námskeiðið
· Liðsmenn Kawasaki 40.000.- allt námskeiðið.
· Stakir dagar 12.000.-Staðsetningar verður kynntar þegar nær dregur.
Skráning í síma 693-3777 eða petursma@isl.is Tekið verður á móti skráningum til 10. apríl (ath að skrá sem fyrst takmarkaður aðgangur)
Íþróttir | Breytt s.d. kl. 13:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)