10.2.2008 | 19:29
Æfingar - hjólaferðir
Jæja félagar
Við Keli erum enn að vonast til að geta komið saman æfingum fyrir liðið; nokkrar hugmyndir eru í gangi:
- Það stefnir í að Keli haldi áfram að vera með tíma í Hreyfingu, opna fyrir þá sem eru með kort þar. Þeir úr liðinu sem eru með kort geta auðvitað nýtt sér það.
- Við ætlum að kanna með að fá leigðann íþróttasal þar sem við getum hist öðru hvoru og tekið þrekæfingar. Sömuleiðis erum við mjög spenntir fyrir því að fara og synda öðru hvoru, það er fín æfing með öðru. Það kemur í ljós næstu daga hvort og hvar við fáum sal en eftir það reynum við að setja upp æfingaprógram og birta það hér.
- Minni á fyrirhugaða hjólaferð austur á Sólheimasand um næstu helgi - gisting á Eystri-Sólheimum, verð 2.500 á mann nóttin. Við stefnum á að fara austur annað hvort á föstudagskvöldinu eða snemma á laugardaginn, eftir því hvernig viðrar og hvernig stemmningin er. Það hafa ekki nema sjö manns skráð sig, en látið mig endilega vita. Svo auðvitað getur verið að veðrið verði þannig að við nennum ekki en það kemur bara í ljós þegar líður á vikuna.
Gott í bili.
Óli G.
5.2.2008 | 18:04
Engin æfing í kvöld - sund í staðinn.
Sæl öll, það verður ekki æfing í kvöld. Við Óli erum ekki búnir að landa stöð sem býður okkur ásættanlegan díl en klárum það vonandi í vikunni. Mæli hins vegar með léttu sundi í kvöld - t.d. 2x15 mínútur með frjálsri aðferð á ca 70-80% álagi með 5 mínútna hvíld á milli.
Árbæjarlaug kl. 20 er málið ef menn vilja hittast og taka svo pottinn á eftir.
Kveðja
Keli
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.2.2008 | 20:06
Hvaleyravatn í Dag
Það var æðislegt veður og góð stemming á Hvaleyravatninu í dag.
Það var kannski ekki rosalega fjölmennt,en engu að síður mjög skemmtilegt og veðrið og ísinn eins og best verður á kosið. Það var þó nokkuð um Teamkawasaki fólki á vatninu,Sandra var að prófa nýja 250f hjólið sitt og brosti allan hringinn,og einnig voru Örn og Family þarna ásamt Grétari Sölva og okkur Arnar Inga. Arnar Ingi var reyndar aðeins að svíkja lit í dag..en það stendur til bóta í vikunni.
Kv Guggi

Íþróttir | Breytt s.d. kl. 20:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
3.2.2008 | 14:03
Æfingar - dagskráin framundan
Jæja fólk
Síðasta æfingin hjá Hreyfingu fór fram síðasta fimmtudag. Allir lifðu þetta af og höfðu sýnt talsverðar framfarir í armbeygjunum. Stefnt er á áframhaldandi æfingar en verið er að leita tilboða í verð hjá tveimur líkamsræktarstöðvum til viðbótar. Við hefðum áhuga á að halda áfram þrekæfingum eins og við höfum verið með en bæta við t.d. sundi og jafnvel fimleikatengdum æfingum. Tilkynnt verður um niðurstöðuna þegar við erum komnir með allar upplýsingar.
Allavega, prógrammið til vors er sem sagt eitthvað í þessa áttina:
· Tvær til þrjár æfingar í viku
· Ferð á Sólheimasand, gist á Eystri-Sólheimum, helgina 15, 16, 17. febrúar; 7 hafa skráð sig, látið endilega vita um áhuga.
· Ferð til Vestmannaeyja þegar veður leyfir Aron skipuleggur
· Hjólaæfingar um helgar fara af stað um leið og veður leyfir nánar tilkynnt síðar
· Dagana 28. maí til 2. maí verður svo þjálfun fyrir allt liðið hjá Garry, N-Gage; nánari dagskrá verður birt síðar en fólk ætti að vera viðbúið því að taka frá daga þessa vikuna.
Fylgist endilega með síðunni, skrifið komment og verðið í sambandi.
Óli G.
Íþróttir | Breytt s.d. kl. 21:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
29.1.2008 | 23:02
Flott æfing í kvöld!
Fín æfing hjá Kela í kvöld - reyndar alveg biluð......
Örn og Karen bættust í hópinn í kvöld. Það sést reyndar að þau hafa alls ekki setið aðgerðalaus í vetur, annars hefðu þau ekki lifað þessa æfingu af.
Held ég ætti að biðja þau afsökunar á frammíköllum, kjaftbrúki og almennum ólátum í unglingunum á æfingunni. Ég gæti trúað að Karen hefði þessi áhrif á drengina - sjáum bara hvað gerist á næstu æfingu sem verður á sama stað á fimmtudaginn.
Svo kemur það í ljós hvort við höldum áfram í Hreyfingu eða hvort við þurfum að finna okkur annan stað, það skýrist næstu daga. Við Keli erum að vinna í þessu en til greina kemur að fara til dæmis í sund og æfa sund-dans...heitir það ekki sund-dans þar sem hópur af kellingum með sundhettur syndir í takt?
Jæja, sjáumst á fimmtudaginn - býð Kareni og Örn enn og aftur velkomin í hópinn.
Óli G.
PS: Bendi á gott comment frá Össa við síðustu færslu - lesið það. Óska þeim félögum góðrar ferðar og hlakka til að heyra frá þeim sem oftast.
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.1.2008 | 22:50
Meiri þátttöku í æfingum!!
Jæja, nú þurfum við að taka okkur á.
Til að við fáum góðann díl aftur hjá Hreyfingu þá þurfum við að fá meiri þátttöku, fleira fólk - fleiri úr liðinu þurfa að taka þátt!! Þeir sem hafa mætt hingað til eru Guggi, Arnar Ingi, Heiðar, Kristján bróðir hans, Össi auðvitað, Aron, Árni lögga, Pétur Smára, Jói og ég, Helgi og Keli auðvitað, og Haukur hefur mætt á eina æfingu; svo hefur Sandra tekið þátt af krafti en engar aðrar stelpur látið sjá sig. Og Sandra keyrir frá Grindavík!
Til að við getum haldið áfram þá þurfum við fleira fólk því Össi og fleiri eru dottnir út vegna Spánarferðar. Hvar eru til dæmis MX1 gaurarnir? Restin af 85cc liðinu og pabbar þeirra? Að ekki sé talað um stelpurnar sem eru hér í bænum? Nú reynir á liðsheildina, við þurfum að fá næga þátttöku til að Hreyfing vilji gera okkur tilboð í að halda áfram að nota salinn.
Við þurfum 15 manns, pabbar, mömmur og fylgifiskar velkomnir. Drífið ykkur!!
Óli G.
PS: Þetta virkar þannig að þið lýsið áhuga hér á netinu að taka þátt EÐA mætið á æfingu í kvöld EÐA hringið í Kela og segist vilja vera með. Keli semur við Hreyfingu um sértilboð fyrir hópinn og við kaupum svo kort hvert fyrir sig. Þetta kostar ekki neitt, miðað við hvað við höfum fengið út úr þessum tveimur mánuðum sem við höfum verið að æfa.
Íþróttir | Breytt 29.1.2008 kl. 09:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
20.1.2008 | 11:40
Sunnudagur, allt á kafi í snjó
Hvað segja menn, eru einhverjir á Leirtjörn í dag? Við erum ekki með nagla undir hjólunum okkar þannig að við liggjum nánast í vetrardvala - ég hef ekki einu sinni nennt í ræktina í dag en bæti vonandi úr því seinni partinn. Jói hefur hins vegar ekki sést síðan það kom snjóbrettafæri og mér hefur sýnst það sama gilda um Aron og sjálfsagt fleiri.
Spurning hvort menn pósta ekki nýjum myndum á síðuna í kvöld og sýna okkur hvað fólk var að gera um helgina, hvort sem fólk fer á bretti eða ískross eða hvað.
Óli G.
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
15.1.2008 | 15:38
Vestmannaeyjaferð.
Ég vil byrja á að minna á þrekæfingu í kvöld í Hreyfingu í Glæsibæ klukkan 8. Það verður ekki spinning, né neinar erfiðar þrekæfingar, bara bolta leikir og þessháttar skemmtileg heit. Því hvet ég alla til að mæta því engin þarf að óttast að Keli þræli þeim út.
Í sambandi við Eyjaferðina, að þá hafði ég samband við konunna sem rekur gistiheimilið sem við ætluðum að gista á, og hún tjáði mér það að allt væri bókstaflega á KAFI í snjó og allt ófært. Það stefnir því allt í það að við verðum að fresta ferðinni um 1 til 2 helgar. Ég ætla að bíða og sjá aðeins með það hvernig veðrið verður en ég tek ákvörðun með það á hádegi á Fimmtudag. Fylgist því öll með hérna inná síðunni á Fimmtudaginn, því þá verður tilkynningin sett inn.
Kv. Aron #66
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.1.2008 | 09:22
Æfingaferðir
Stefnt er á ferð til Vestmannaeyja um helgina - endilega skrá sig, hafið samband við Aron 66!!!
Svo væri gaman að fá sem allra flesta úr liðinu með okkur á Sólheimasand í febrúar, tékkið á því líka.
Minni á spinning/þrekæfingu í kvöld; við munum á næstunni fara yfir æfingamál með liðsfélögum til að tryggja að allir séu að fá nauðsynlega hreyfingu.
Komið svo endilega með komment við þessa færslu og látið vita af ykkur, mig langar að vita hvort allt liðið er ekki örugglega að skoða þessa síðu.
Bestu kveðjur
Óli G.
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Fengum frábært veður á sandinum í dag. Hjóluðum kanske ekki mikið í þeim skilningi en það var tekin stökkæfing eins og þær gerast rosalegastar. Ágúst 299, Sölvi 901, Heiðar 900, Stebbi 110 og félagi þeirra á Hondu - held hann heiti Gunnar - Aron 66 og félagi hans sem líka heitir Aron er mér sagt, og Jói 919 ásamt mér sem stökk reyndar ekki þannig að ástæða væri til að taka myndir af því.
Það er ekki hægt að lýsa þessu degi öðruvísi en með því að benda ykkur á að skoða myndirnar.
Svo er stefnt á ferð þangað austur helgina 15. til 17. febrúar; fólk ræður auðvitað hvort það kemur austur á föstudag eða laugardagmorgun og vera fram á sunnudag en pláss er fyrir sirka 25 manns í gistingunni. Endilega látið vita sem fyrst hvorti þið komist; gistingin kostar 2.500 kall á mann nóttin, en svo get ég örugglega samið um sérstakt gjald fyrir aukanótt ef fólk vill vera báðar næturnar.
Óli G.
Íþróttir | Breytt 13.1.2008 kl. 22:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)