Vík/Höfðabrekka á morgun

Hvenær á að leggja af stað og hvar á að hittast?

 Óli G.


Ólafsvík / Vík í Mýrdal (Höfðabrekka)

Hvernig er stemmninginn fyrir helginni? Einhverjir ætluðu að láta leið sína liggja á Ólafsvík um helgina, en þar sem spáin sýnir frost þar um helgina að þá held ég að brautin verði lítið spennandi, þar sem á mörgum stöðum verða þá klakar sökum vatnsins sem myndast alltaf. Mér datt í hug að renna austur í Vík Í Mýrdal og hita aðeins upp fyrir páskana. Þar spáir 5 stiga hita, og björtu og hægu veðri. Eru menn ekki til í það, hafa smá kawasaki dag ? Þar er hægt að æfa stökk, brekku klifur, whoops, sandbeygjur, og svo er einnig mikið um línuval í brautinni þannig að ég held að við hefðum öll gott af því. Hvað finnst mönnum um það, TJÁ SIG.

 Minni líka á vestmannaeyja ferðina. 12 manns eru þegar skráðir, en við viljum miklu fleiri en það!!!!


Fínn dagur á Hellu

Góður hópur sem mætti í brautina við Hellu.  Brautin var reyndar erfið yfirferðar, þung og grafin, en margir tóku engu að síður fína æfingu.

Þegar leið á daginn fóru menn að leika sér í gilinu við hlið brautarinnar, þar sem torfærukeppnir hafa verið haldnar á hverju ári frá því að elstu menn muna.  Mér sýnist að allir hafi gott af svona smá free-ride æfingum, við þurfum að taka þannig daga fljótlega.

Til að tryggja að við værum ekki að gera neina vitleysu hafði ég samband við Svan, formann Flugbjörgunarsveitarinnar á Hellu og spurði hann hvort það mætti hjóla í gilinu.  Stutta útgáfan af svari hans var sú að það mætti ekki því gilið er í eigu bónda þarna rétt fyrir neðan en landið sem brautin er á er í eigu sveitarfélagsins; það sem verra er, er að eigandi gilsins er að pína þá til að loka brautinni vegna hávaða!!!

Svanur bað okkur um að hjóla ekki aftur utan brautarinnar en vera endilega dugleg að koma austur, kaupa miða í brautina og hjóla þar.  Flugbjörgunarsveitin er búin að finna annað landssvæði fyrir braut og er ásamt sveitarfélaginu að leita samþykkis Umhverfisráðuneytis fyrir lagningu brautar þar, í sátt við alla nágranna.  Þeir munu þurfa að loka núverandi braut fljótlega en hann vonaðist til að nýtt svæði yrði klárt um svipað leiti.

En laugardagurinn sýndi að við þurfum að finna okkur free-ride svæði þar sem menn og konur mega leika sér að vild.  Fjölskylda mín á þannig svæði austur á Sólheimasandi.  Þar er einnig bændagisting sem frændi minn rekur á sumrin en hann hefur selt hjólahópum gistingu og gefið mönnum leyfi til að hjóla á sandinum.  Þarna er stórt grill og Keli hefur boðist til að sjá um að grilla....

Ég legg til að við tökum eina helgi í febrúar, förum þarna austur, grillum og leikum okkur í fjörunni.  Það væri gott að fá tillögur að því hvaða helgi myndi passa fyrir sem flesta liðsmenn og fylgifiska; húsið tekur 25 manns, jafnvel uppundir 30 ef fólki kemur rosalega vel saman......

Þegar við vitum hvaða helgi við viljum fara þá fæ ég tilboð í gistinguna frá frænda mínum.


Hella 5 Janúar 2008

Það var nokkuð fjölmennt á Hellu í dag í hálfgerðu Vorfæri. Brautin var reyndar nokkuð Extreme,en þeir hörðustu létu það ekki vinna á sér og hömuðust allan daginn. Unglingarnir voru meira að leik sér í gryfjunum að stökkva og sprellast,en að sjálfsögðu tóku þeir aðeins á því í brautinni líka.

Það eru komnar nokkrar myndir inn á myndaalbúmið síðan í dag,en Óli var líka á staðnum með vél...og á örugglega eftir að bæta inn eitthvað af sýnum.

 Kv Guggi


Æfingaferð erlendis eða þjálfarinn hingað?

Uppi eru hugmyndir um að fara í æfingaferð til Englands um páskana EÐA fá Garry frá N-Gage Motorsports hingað til Íslands til að þjálfa Kawasaki-liðið fyrir fyrstu keppni í vor.

Það væri gott að fá viðbrögð fólks við því hvor kosturinn er meira spennandi - sendið póst á olafur@argus.is og segið ykkar skoðun.

 Óli G.


Team Green til Vestmannaeyja.

Góðan dag kæru liðsmenn og gleiðilegt árið. Ég er að skipuleggja ferð til Vestmannaeyja helgina 18-20 Janúar. Farið verður með Herjólfi klukkan 20:00 föstudaginn 18.Jan og lagt af stað til baka heim klukkan 16:00 á sunnudeginum. Verið er að athuga með gistingu fyrir hópinn en líklegast munum við taka á leigu sumarbústað yfir helgina. Bústaðirnir eru 3 talsins, og tekur hver bústaður um 8-10 manns. Miðað við það ætti gistingin að vera um 3000 krónur á mann báðir dagarnir. Nú ef það gengur ekki eftir er nóg af gistingu að fá svo ég hef ekki áhyggjur af því. Þeir sem hafa áhuga á að koma með sendi mér póst á aron@aron66.is með fullu nafni og símanúmeri. Ekki senda mér póst nema þið séuð 100% að þið komist með, sökum vinnu, skóla eða erfiðra forledra :) Fyrir þá sem ekki eru komnir með bílpróf og vantar far að þá er minnsta mál að bjarga því. Ég talaði við strákana í eyjum í kvöld og þeir segja að brautin sé í fínu standi núna, en svo ætla þeir að slétta brautina fyrir okkur áður en við komum!

Hundskast uppúr sófanum eftir jólin og tökum fram hjólin!

Með von um að fá sem flesta með,

Aron #66


Hörkuæfing í gærkvöldi - fyrsta stelpan mætti!!

Það var tekið verulega á því í gærkvöldi, svo rækilega að hörðustu jaxlar fengu krampa.  Ekki laust við að það votti fyrir strengjum í dag.....

Sandra fær hrós vikunnar fyrir að mæta og taka á með okkur af fullri hörku.  Hvar eru allar hinar stelpurnar?

Næsta æfing er eftir viku, á sama stað.  Vonandi gefst tækifæri til að hjóla eitthvað í millitíðinni en annars vonum við bara að fólk njóti áramótanna og passið ykkur nú á flugeldunum!!

Áramótakveðja
Óli G.


Æfing í kvöld kl. 20 - nú þarf að brenna steikunum og súkkulaðinu

Tökum léttan spinningtíma og lyftingaækjahring til að vinna úr mesta sukkinu um helgina.

 Hjóluðu annars einhverjir í gær og hvar þá? Bolaalda og Þorlákshöfn voru á kafi í snjó í gær og ekki nema naglafæri.

 Kveðja, Keli


Tekið á því í gær - næsti tími 2. í jólum kl. 11.30 (ef ekki hjólaveður)

Í gærkvöldi mættu 8 í spinning tímann og enn var nokkurra sárt saknað ... eða þannig. Tókum vel á því fyrir jólasteikina og klárt að sumir verða tilbúnari en aðrir í vor :)

Annars var tekin armbeygjumæling á þriðjudaginn þ.e. "eins margar armbeygjur og þú getur 60 sekúndum" - niðurstöðurnar voru sem hér segir.

Árni73
Jói67
Keli63
Össi60
Pétur49
Arnar47
Kristján43
Guggi40
Óli 36
Heiðar29

Nú er bara að fara að mæta og/eða æfa sig og toppa þetta.

Næsta æfing verður annan í jólum, miðvikudaginn 26. des kl. 11.30 EF EKKI verður hjólaveður! Spáin hljóðar upp á 8 stiga frost og él þannig að það er kannski ólíklegt nema menn ætli á ís.

Jólakveðja, Keli


Menn eða Mýs...??

Það mættu 10 stk í gærkveldi.....fín stemming og vel tekið á.

Næsti tímir er núna á fimmtudag og spurning hvort af eitthvað af mýslunum okkar fara ekki að láta sjá sig. ''ÞAÐ HEFUR ENGIN AF STELPUNUM MÆTT ENÞÁ''......Hmmmmm....hvareruð þið????

Svo er spurning hvar menn eins og aðal leikarin í Síðustu kvöldmáltíðinni eru þessa dagana....;=)

Plannið er svo að mætta líka annan í jólum...ef það viðrar ekki til hjólamennsku...en ef það verður hjólaveður þá reynum við að miðla því hér á síðunni hvert við erum að spá í að fara. 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband