1. maí

Hjóla í Sólbrekku í dag - Aron er þar og segir brautina vera góða.

Takið sömuleiðis frá laugardaginn eftir viku - laugardaginn 9.maí.  Stefnt er á semeiginlega æfingu þann dag og grill í lok dags.  Nánari upplýsingar um tíma og staðsetningu þegar líður á vikuna.

Hjólahjóla
Óli G.


Dennis Ericson á Íslandi - á vegum MXS.IS

Þeir félagar Aron og Össi hjá Motocrosskólanum standa fyrir því að fá Dennis Ericson hingað til lands í sumar.

Dennis verður hér í tvær vikur; 8. til 11. júní og 15. til 17. júní og verður hvert námskeið frá mánudegi til föstudags hálfann dag, samtals 15 tíma kennsla.  Fólk getur valið hvort það vill vera frá 9 til 12 eða frá 14 til 17 á daginn en 10 manns verða saman í hóp.

Verð á mann er 26.900,- og spurning hvort við Kawasaki-fólk reynum ekki að filla að minsta kosti einn 10 manna hóp.  Setjið komment hér að neðan hvort þið hafið áhuga, við reynum svo að búa til sameiginlegan tíma fyrir okkar hóp, í samráði við Aron og Össa.

HjólaHjóla
Óli G.


Bolaöldubrautin opnar á morgun kl. 14

Keli | 8. apríl, 2009 | 14:57

Garðar er búinn að vera á fullu í Bolaöldu síðustu daga og nú er hann klár í að opna brautina á morgun Skírdag kl. 14. Hann segir brautina vera í mjög góðu standi miðað við veðrið undanfarið, enginn klaki og engir pollar. Það þarf þó talsvert að týna af grjóti og rusli í kringum brautina og því óskum við eftir hjálp á milli 12 og 14 til að gera brautina og svæðið klárt. Þeir sem koma og týna keyra frítt en aðrir kaupa miða í Kaffistofunni eða Olís eða mæta með árskortið sitt.

Athugið að enduroslóðarnir eru þó enn lokaðir og verða enn um sinn.

Góða skemmtun.

Höfðabrekka

Þeir hringdu í mig frá Hótel Höfðabrekku og báðu um að fólk bókaði gistinguna ekki seinna en á morgun!!

Hafið samband við Björgvin á Hótel Höfðabrekku, sími 487-1208, og gangið frá málum við hann.

 

Hjólahjóla
Óli G.


Páskaferð

Hvernig er með Páskaferðina, ætla ekki sem flestir að mæta?

 Ég mæti með alla fjölskylduna. Endilega að draga foreldrana með líka.

 

Aron #66


Þrektesti frestað!!!

Vegna gríðarlegs áhuga fólks á að fara að hjóla strax í fyrramálið hefur verið ákveðið að fresta þrektestinu fram yfir páska.

Tímasetning verður ákveðin síðar en stefnt er á seinni part dags á virkum degi, til dæmis miðvikudegi.

Sjáumst hress í braut í fyrramálið!!

 

Hjólahjóla
Óli G.


Þrektest á laugardaginn - 4.apríl!!!

Þrektest fyrir keppendur Team Kawasaki verður á laugardaginn, 4. apríl, í WorldClass Laugum!

Nánar verður tilkynnt um tímasetningar á morgun.

 

Taka svo á því!!
Óli G.


Fjölskylduferð um páskana!!

Ágætu félagar - liðsmenn og aðrir velunnarar - Aron félagi okkar leggur til að við fjölmennum í fjölskylduferð austur á Hótel Höfðabrekku, gistum á hótelinu í eina eða tvær nætur eftir því sem hverjum passar og hjólum í endurobraut sem er þarna, í fjörunni eða jafnvel á Mýrdalssandi ef leyfi fæst og veður leyfir.  Fyrir mitt leyti þá langar mig mikið að hjóla fjöruna austur að Hjörleifshöfða

Ég hafði samband við Björgvin á Hótel Höfðabrekku.  Hann byrjaði á að kanna hvernig brautin er og við erum bara good-to-go hvað það varðar.  Hann á fyrir okkur herbergi og alla aðstöðu um páskana.

Hugmyndin er þessi:

Fara austur á fimmtudagsmorgni 9. apríl, hjóla í brautinni fram eftir degi, grilla svo, fara í pottana og hafa almennt gaman um kvöldið; hjóla svo allan föstudaginn, grilla aftur og halda svo heim á leið á laugardeginum; þeir sem fara í fermingarveislur þann daginn fara þá fyrr en aðrir en hinir geta hjólað fram eftir degi.

Gisting í tveggja manna herbergi með baði kostar 5.000 krónur á mann per nótt með morgunmat.

Tilboð til okkar er eftirfarandi:

-  Tvær nætur fyrir fullorðinn 8.000 á mann með morgunmat, samtals 16.000,- fyrir tvo.
-  7 til 14 ára greiða hálft gjald.
-  Yngri en sjö ára fá frítt!

Áhugasamir setji komment og tjái sig!!  Öll fjölskyldan er velkomin með!

 

Hjólahjóla - og sértakar þakkir til #66 fyrir fína hugmynd!
Óli G.


Þorlákshöfn á morgun, laugardag 21. mars!!

Mæting í Þorlákshöfn klukkan 11!!

Fjölmennum
Óli G.


Tilkynningar - ýmis mál

 - Kawasaki-fólk sem er skráð hjá Össa og Aroni - muna MXS-æfinguna í kvöld; www.mxs.is

 -  Á svo ekki að hjóla um helgina?  Vedurspáin er þokkaleg, hvernig væri að fjölmenna í Þorlákshöfn og skoða nýju enduroslóðirnar?  Muna að kaupa miða í Skálanum.

-  Mig vantar Beta 10 eða 12 fyrir 7 ára kunningja minn; á einhver þannig hjól sem hann þarf að losna við?

-  Tékkið svo á nýja Husaberg 570 hjólinu uppí Nítró, svaka græja.....

1024_04 

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband