Hjóla um helgina

Veðurspáin fyrir helgina er þokkaleg fyrir suðurland.

Spurning hvort ekki er hægt að æsa fólk uppí að fara í Þykkvabæinn?

 

Svo er auðvitað MXS-æfing í kvöld.

 

Hjólahjóla!
Óli G.


Myndir frá Lollu

Lolla sendi mér myndir til að nota í kynningarefni fyrir liðið - kynningin er í smíðum, hafið samband ef þið viljið fá hana senda til að nota í ykkar sölustarfi.

Myndirnar hennar Lollu eru hins vegar svo flottar að þær verða að vera til sýnis fyrir alla; ég fékk leyfi hjá henni til að setja þær á vefinn okkar, þurfti reyndar að kaupa meira pláss til að þær kæmust fyrir en nú á að vera til nóg myndapláss fyrir sumarið.

Tékkið endilega á myndunum, þarna eru myndir frá krossinu, endurokeppnum og frá MXON ásamt fleiru.

DSCF2735

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Hjólahjóla.....
Óli G.


Fyrsta æfingin

Þá er fyrsta æfing Motcross Skólans búin, sem gekk mjög vel. Ed Bradley er í heimsókn á Íslandi og það var feikna gaman að sjá hann mæta á æfingu!

 Einhverjir sem voru búnir að skrá sig mættu ekki til leiks. Næsta æfing er á fimmtudaginn, og þar sem við erum með 11 manns á biðlista, að þá er síðasti séns á morgun fyrir þá sem mættu ekki að borga og tilkynna að þeir ætli að mæta á fimmtudaginn. Engar undantekningar eru gerðar, hvort sem menn eru góðir vinir okkar eða í græna liðinu. Við verðum að halda prógramminu þéttu og því er þetta bara fyrstur kemur fyrstur fær, við getum ekki verið að hangsa eftir sama liðinu endalaust :)

 Sjáumst svo eldhress næsta fimmtudag og muna eftir útifötum ef það er ekki brjálað veður!

Kveðja, Ronni og Össi :D


Fyrsta æfingin á morgun!

Þá er fyrsta æfing í nafni Motocross Skólans á morgun. Ekki voru allir í kawasaki liðinu sem sendu email og skráðu sig, svo því miður geta þeir ekki verið með á æfingunum út Mars, sökum plássleysis. Eingöngu 14 nemendur komast fyrir í salnum sem við erum með, og vorum við þess vegna með þessa skráningu.
Eftirfarandi meðlimir Kawasaki skráðu sig og eiga að mæta á æfingu á morgun klukkan 20:00:


Jón Bjarni
Arnór Hauks
Freysi
Aníta
Jói
Hermann

Hinni


Námskeiði kostar 5900 fyrir meðlimi kawasaki liðsins, en 6900 fyrir aðra. Hægt er að koma með pening á æfinguna á morgun eða vera búin að leggja inná reikingin okkar og láta skýringu fylgja með, með nafninu ykkar.

Reikningsnúmer: 515-26-390092
kennitala: 050877-3969



Kv. Aron og Össi 

 


Brautin í Þorlákshöfn - lesið og látið berast

Einn af þeim sem sjá um brautina í Þorlákshöfn benti mér á tvennt sem við verðum að vita af:

-  Vegurinn sem liggur frá malbikaða þjóðveginum að brautinni er ekki til á kortum Vegagerðarinnar og flokkast þess vegna akstur eftir þeim vegi sem utanvegaakstur.  Tryggingafélögin hafa þess vegna neitað að greiða tjón sem verður á bílum vegna aksturs á þessum vegi.  Keyrum þess vegna sérlega varlega til að losna við allt svona vesen.

-  Vegurinn sem liggur áfram, fram hjá brautinni, er skilreindur sem reiðvegur.  Hjólamenn eru beðnir um að virða það og hjóla ekki eftir þeim vegi jafnvel þó engir hestar séu á svæðinu.

 Svo bíðum við spennt eftir að endurosvæði þeirra í Þorlákshöfn opni.  Veit einhver hvenær það gerist?

 

Kveðja
Óli G.


Breyttar æfingar!!

Í framhaldi af frábærri æfingu hjá Össa og Aroni síðasta miðvikudag hefur verið ákveðið að breyta æfingafyrirkomulagi Kawasaki-liðsins.  Við munum ekki halda áfram með æfingar sem voru á miðvikudögum heldur viljum við beina öllum liðsmönnum í æfingar hjá Aroni og Össa; þeir bjóða uppá vel hugsað og markvisst æfingaprógram fyrir motocross og sýnist okkur að ekki sé hægt að finna betra æfingaprógram fyrir liðið.

Æfingar verða tvisvar í viku, þriðjudaga og fimmtudaga klukkan 8, í og við húsnæði söngskólan Marí Bjarkar í Fákafeni 11.  Fullt æfingagjald á mánuði verður 6.900,- en Kawasaki-liðið fær afslátt fá því verði.  Hafið samband Össa í síma 772-6262 til að ganga frá skáningu og greiðslu.

Við leggjum eindregið til að allt liðið nýti sér þessar æfingar.


Æfing í kvöld, miðvikudag 19.febrúar!!!

Æfing kvöldsins fer fram undir styrkri stjórn Össa og Arons -  www.mxs.is

Staður:  Fákafen 11; keyra upp rampinn og leita að söngskóla.......

Tími:  19:30 - takið eftir 19:30, ekki átjánþrjátíu eins og verið hefur.

Ef þið finnið ekki staðinn, hringið í Össa í síma772-6262


Æfing í kvöld

Sundæfing í Árbæjarlaug klukkan 18:30.

Vera svo í stuði á morgun fyrir æfinguna með Honda-liðinu!!


MX Skólinn í sumar

Össi og Aron hafa sett upp motocross-skóla; ætlunin er að fylgja eftir góðum námskeiðum sem þeir héldu í fyrrasumar.  Mig langar að hrósa þeim félögum fyrir framtakið, sem ég held að verði mikil lyftistöng fyrir sportið okkar.

Í júní kemur hingað á þeirra vegum svíinn Dennis Erikson sem áður hefur komið hingað og þjálfað við góðann orðstýr.  Dennis verður með fjögur námskeið á tveggja vikna tímabili; hvert námskeið er þrír tímar á dag í þrjá daga, fyrir mest 10 þátttakendur.  Verð á mann er 26.900.-

Okkur langar að reyna að fylla eitt námskeið af Kawasaki-keppnisfólki.  Hafið samband við Össa eða Aron sem fyrst, fáið frekari upplýsingar og skráið ykkur.

Skoðið vefsíðuna hjá MX-Skólanum - www.mxs.is

Hjólahjóla!
Óli G.


Næturkross í kvöld!!

Á fimmtudagskvöldið verður gerð tilraun með að keyra næturmotocross í Bolaöldubrautinni.

Þeir sem prófuðu brautina um helgina voru gríðarlega ánægðir með aðstæður og skemmtu sér frábærlega.  Við erum búnir að fá lánaðar tvær ljósakerrur sem lýsa brautina mjög vel upp í snjónum.  Garðar mætir snemma og fer yfir brautina eftir þörfum og gerir húsið og kaffið klárt.

Nú er bara að mæta með trella/karbíta undir hjólunum og láta vaða. Miðarnir fást í Litlu kaffistofunni - sjáumst í kvöld.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband