12.3.2009 | 14:49
Hjóla um helgina
Veðurspáin fyrir helgina er þokkaleg fyrir suðurland.
Spurning hvort ekki er hægt að æsa fólk uppí að fara í Þykkvabæinn?
Svo er auðvitað MXS-æfing í kvöld.
Hjólahjóla!
Óli G.
Íþróttir | Breytt s.d. kl. 15:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
8.3.2009 | 10:05
Myndir frá Lollu
Lolla sendi mér myndir til að nota í kynningarefni fyrir liðið - kynningin er í smíðum, hafið samband ef þið viljið fá hana senda til að nota í ykkar sölustarfi.
Myndirnar hennar Lollu eru hins vegar svo flottar að þær verða að vera til sýnis fyrir alla; ég fékk leyfi hjá henni til að setja þær á vefinn okkar, þurfti reyndar að kaupa meira pláss til að þær kæmust fyrir en nú á að vera til nóg myndapláss fyrir sumarið.
Tékkið endilega á myndunum, þarna eru myndir frá krossinu, endurokeppnum og frá MXON ásamt fleiru.
Hjólahjóla.....
Óli G.
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
4.3.2009 | 00:03
Fyrsta æfingin
Þá er fyrsta æfing Motcross Skólans búin, sem gekk mjög vel. Ed Bradley er í heimsókn á Íslandi og það var feikna gaman að sjá hann mæta á æfingu!
Einhverjir sem voru búnir að skrá sig mættu ekki til leiks. Næsta æfing er á fimmtudaginn, og þar sem við erum með 11 manns á biðlista, að þá er síðasti séns á morgun fyrir þá sem mættu ekki að borga og tilkynna að þeir ætli að mæta á fimmtudaginn. Engar undantekningar eru gerðar, hvort sem menn eru góðir vinir okkar eða í græna liðinu. Við verðum að halda prógramminu þéttu og því er þetta bara fyrstur kemur fyrstur fær, við getum ekki verið að hangsa eftir sama liðinu endalaust :)
Sjáumst svo eldhress næsta fimmtudag og muna eftir útifötum ef það er ekki brjálað veður!
Kveðja, Ronni og Össi :D
2.3.2009 | 22:08
Fyrsta æfingin á morgun!
Eftirfarandi meðlimir Kawasaki skráðu sig og eiga að mæta á æfingu á morgun klukkan 20:00:
Jón Bjarni
Arnór Hauks
Freysi
Aníta
Jói
Hermann
Hinni
Námskeiði kostar 5900 fyrir meðlimi kawasaki liðsins, en 6900 fyrir aðra. Hægt er að koma með pening á æfinguna á morgun eða vera búin að leggja inná reikingin okkar og láta skýringu fylgja með, með nafninu ykkar.
kennitala: 050877-3969
Kv. Aron og Össi
Íþróttir | Breytt s.d. kl. 22:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.3.2009 | 09:07
Brautin í Þorlákshöfn - lesið og látið berast
Einn af þeim sem sjá um brautina í Þorlákshöfn benti mér á tvennt sem við verðum að vita af:
- Vegurinn sem liggur frá malbikaða þjóðveginum að brautinni er ekki til á kortum Vegagerðarinnar og flokkast þess vegna akstur eftir þeim vegi sem utanvegaakstur. Tryggingafélögin hafa þess vegna neitað að greiða tjón sem verður á bílum vegna aksturs á þessum vegi. Keyrum þess vegna sérlega varlega til að losna við allt svona vesen.
- Vegurinn sem liggur áfram, fram hjá brautinni, er skilreindur sem reiðvegur. Hjólamenn eru beðnir um að virða það og hjóla ekki eftir þeim vegi jafnvel þó engir hestar séu á svæðinu.
Svo bíðum við spennt eftir að endurosvæði þeirra í Þorlákshöfn opni. Veit einhver hvenær það gerist?
Kveðja
Óli G.
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
23.2.2009 | 09:14
Breyttar æfingar!!
Í framhaldi af frábærri æfingu hjá Össa og Aroni síðasta miðvikudag hefur verið ákveðið að breyta æfingafyrirkomulagi Kawasaki-liðsins. Við munum ekki halda áfram með æfingar sem voru á miðvikudögum heldur viljum við beina öllum liðsmönnum í æfingar hjá Aroni og Össa; þeir bjóða uppá vel hugsað og markvisst æfingaprógram fyrir motocross og sýnist okkur að ekki sé hægt að finna betra æfingaprógram fyrir liðið.
Æfingar verða tvisvar í viku, þriðjudaga og fimmtudaga klukkan 8, í og við húsnæði söngskólan Marí Bjarkar í Fákafeni 11. Fullt æfingagjald á mánuði verður 6.900,- en Kawasaki-liðið fær afslátt fá því verði. Hafið samband Össa í síma 772-6262 til að ganga frá skáningu og greiðslu.
Við leggjum eindregið til að allt liðið nýti sér þessar æfingar.
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.2.2009 | 14:12
Æfing í kvöld, miðvikudag 19.febrúar!!!
Æfing kvöldsins fer fram undir styrkri stjórn Össa og Arons - www.mxs.is
Staður: Fákafen 11; keyra upp rampinn og leita að söngskóla.......
Tími: 19:30 - takið eftir 19:30, ekki átjánþrjátíu eins og verið hefur.
Ef þið finnið ekki staðinn, hringið í Össa í síma772-6262
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
11.2.2009 | 13:39
Æfing í kvöld
Sundæfing í Árbæjarlaug klukkan 18:30.
Vera svo í stuði á morgun fyrir æfinguna með Honda-liðinu!!
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
10.2.2009 | 09:38
MX Skólinn í sumar
Össi og Aron hafa sett upp motocross-skóla; ætlunin er að fylgja eftir góðum námskeiðum sem þeir héldu í fyrrasumar. Mig langar að hrósa þeim félögum fyrir framtakið, sem ég held að verði mikil lyftistöng fyrir sportið okkar.
Í júní kemur hingað á þeirra vegum svíinn Dennis Erikson sem áður hefur komið hingað og þjálfað við góðann orðstýr. Dennis verður með fjögur námskeið á tveggja vikna tímabili; hvert námskeið er þrír tímar á dag í þrjá daga, fyrir mest 10 þátttakendur. Verð á mann er 26.900.-
Okkur langar að reyna að fylla eitt námskeið af Kawasaki-keppnisfólki. Hafið samband við Össa eða Aron sem fyrst, fáið frekari upplýsingar og skráið ykkur.
Skoðið vefsíðuna hjá MX-Skólanum - www.mxs.is
Hjólahjóla!
Óli G.
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.2.2009 | 09:51
Næturkross í kvöld!!
Á fimmtudagskvöldið verður gerð tilraun með að keyra næturmotocross í Bolaöldubrautinni.
Þeir sem prófuðu brautina um helgina voru gríðarlega ánægðir með aðstæður og skemmtu sér frábærlega. Við erum búnir að fá lánaðar tvær ljósakerrur sem lýsa brautina mjög vel upp í snjónum. Garðar mætir snemma og fer yfir brautina eftir þörfum og gerir húsið og kaffið klárt.
Nú er bara að mæta með trella/karbíta undir hjólunum og láta vaða. Miðarnir fást í Litlu kaffistofunni - sjáumst í kvöld.
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)