Færsluflokkur: Íþróttir
16.3.2008 | 22:17
Páska helgi.
Ég og Össi erum komnir með þá tillögu að Team Kawasaki fari til Eyja um páskana að hjóla. Það spáir alveg SJÚKLEGA góðu veðri og þeir ætla að slétta brautina fyrir okkur ef við komum. Við vorum að spá í að fara frá Fimmtudegi til Laugardags því þá geta menn haft Sunnudaginn og Mánudaginn í að gera eitthvað annað með fjöldskyldunni eða hvað sem er. Þarna komumst við í alvöru motocross braut með stökkpöllum, brekkum og beygjum.
Ég er allavega mest spenntur fyrir þessu, er kominn með leið á að vera endalaust í þykkvabæ eða annarsstaðar að keyra endalaust í sandi.
Hvað segja menn við þessu?
Íþróttir | Breytt s.d. kl. 22:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
12.3.2008 | 12:50
Flott æfing í gær
Team Kawasaki tók "létta" æfingu með Team Yamaha í gærkvöldi, undir stjórn JóaKef.
Ég held að menn séu sammála því að Jói viti alveg hvað hann er að gera með þessum æfingum sem sumar hverjar eru býsna frumlega, til dæmis sú að klifra yfir krossara milli þess sem maður leggur hjólið niður og reysir það upp.
Fyrir mína parta var ég alveg sprunginn eftir þetta, því Yamaha er komið skrefinu lengra en við og byrjaðir á "sprengiæfingum" meðan við erum á fullu í grunnvinnu til að byggja upp sem mest þol. Ég var svo búinn að konan mín hélt að ég væri alvarlega veikur þegar ég kom heim..........er reyndar fínn í dag fyrir utan "örlitla" strengi í kálfunum.
Í kvöld er svo sundæfing hjá okkur, mæta í Árbæjarlaug fyrir átta, synda í tvisvar sinnum 20 mínútur og fara svo í pottinn. Sjáumst spræk!
Kveðja
Óli G.
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
11.3.2008 | 21:08
Getraun......Þessi kann alveg að Pósa..........Hver er maðurinn..?????
Getraun......Þessi kann alveg að Pósa..........Hver er maðurinn..?????
Þessa mynd er hægt að nálgast í fullri uppláusn í myndaalbúmi.
Íþróttir | Breytt s.d. kl. 21:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
10.3.2008 | 23:23
Helgin 8-9 Mars og Team Kawasaki fagnar fyrsta titlinum 2008
Signý Stefánsdóttir tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn í Ískrossi um helgina með fullu húsi stiga. Þar með er fyrsti Íslandsmeistaratitillin í húsi hjá Team Kawasaki á árinu 2008.
Frábært hjá henni...og nokkuð ljóst að hún og fleiri úr Team Kawasaki eru að bæta sig rosalega núna í vetur.
Annars var töluverður fjöldi af fólki í Þykkvabæ um helgina,og á Laugardeginum var víst alveg geðveikt veður.
Það var líka Vetrar Hardenduro túr í gangi hjá sjálfum mér,ásamt Hauki,Friðjóni og fleirrum á Laugardag,og það er hægt að lesa um þann túr á góðum vef sem Robbi í Toyota heldur úti sem er með slóðina hardenduro.tk
Það styttist í Páska,og vonandi getum við farið að leggja inn einhver plön með það hvar við ætlum að hjóla þá löngu helgi.
Ég setti inn nokkrar myndir frá Þykkvabæ um helgina sem Heiðar#900 og Stebbi#110 tóku..og lýsa stemmingunni nokkuð vel.
Minni á æfinguna með Team Yamaha á morgun líka...það verður bara gaman.
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
7.3.2008 | 15:14
Aukaæfing með Yamaha liðinu á þriðjudaginn kl. 19
Sæl öll, næsta æfing verður á mánudaginn eins og vanalega í Árbæjarþreki.
Á þriðjudaginn verður hins vegar aukaæfing með Jóa Kef og Yamaha liðinu í Laugardalnum. Mæting er kl. 19 við tröppurnar á gömlu stúkunni við sundlaugina. Jói er með gott prógramm í gangi sem verður án efa gaman að prófa. Ég ætla að fá hann líka til að horfa á liðleika í baki og útlimum hjá ykkur í leiðinni. Liðleiki er lykilatriði til að koma í veg fyrir meiðsl. Það eru nokkrir frekar stirðir í hópnum og Jói getur pottþétt hjálpað til við að laga það.
Kv. Kli
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
5.3.2008 | 22:45
Fín æfing á miðvikudegi
Flott æfing hjá Kela í kvöld - svakaleg brennsla í spinning, svo tækjahringur með sjö tækjum og fimm ferðir upp og niður stigann eftir tækin; tókum þrjá tækjahringi og þrjá stigaspretti.... Vöðvarnir fyrir ofan hnén eru gersamlega logandi!!
Á leið út úr Árbæjarþreki ræddum við Keli hvað maður ætti að borða eftir svona kvöldæfingu og sýndist sitt hverjum. Ég skar niður epli og banana, setti það saman við hrært KEA skyr og hellti smá Coombs 100% Organic Maple Syrup (fæst í Kokku.... )yfir hræruna og át með bestu lyst - ferskt og gott. Keli sýður pasta, gufusýður brokkoli, sker niður parmaskinku og hrærir öllu saman; ég myndi krydda þetta með smá hvítlaukssalti - voða gott.
Hvorttveggja hollt og gott, og ekki of þungt í maga svona rétt fyrir svefninn. Spurning um að við förum að taka á mataræði til viðbótar við æfingarnar. Hvað segja menn og konur um það?
Hjólakveðjur
Óli G.
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
4.3.2008 | 09:54
Æfing í gærkvöldi - þjálfunarmál
Keli hristi aðeins upp í okkur í gærkvöldi - bara samt svona mátulega mikið.
Mætingin var ágæt, gott að sjá að menn eru að mæta til að vera með hópnum jafnvel þó viðkomandi sé líka að æfa annarsstaðar. Væri gaman að sjá sem flesta úr liðinu og sem flesta fylgifiska.
Pétur Smárason er að vinna í mjög áhugaverðum hugmyndum um þjálfun. Við segjum frá því um leið og hann er tilbúinn með þetta en mér líst mjög vel á málið.
Hvað þjálfun varðar er sumarið farið að líta þokkalega út, Garry N-Gage verður með okkur í apríl-maí, hann verður með opin námskeið seinna í maí (sjá auglýsingu) og svo koma hugmyndir Péturs til viðbótar. Sömuleiðis heyrði ég af því að Dean Olsen ætli sér að koma aftur til Íslands þannig að við munum hafa úr talsverðu að velja í sumar.
Mér skilst að það sé allt að verað fullt á námskeiðið hjá Garry í maí. Ég vil sérstaklega benda 85cc gaurunum á að nýta sér þetta tækifæri - því meiri kennslu og þjálfun sem krakkar fá á fyrstu árum í sportinu því betur mun þeim ganga í framtíðinni.
Allt er þetta hið besta mál og sportið okkar er bara allt á uppleið.
Hjólakveðjur
Óli G.
Íþróttir | Breytt s.d. kl. 12:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
1.3.2008 | 14:56
Kawasaki KX85 með smá aukadóti
Gunni Sölva hefur undanfarnar vikur verið að raða saman nýju Kawasaki KX85, til að sjá hvort ekki er hægt að búa til KX85 sem kraftlega séð á séns í 150cc hjólin. Það er reyndar mín skoðun að það sé ökumaðurinn sem mestu skiptir, ekki hvort hjólið er 85cc tvígengis eða 150cc fjórgengis. Skoðið bara niðurstöður Evrópumóta í fyrra, voru ekki 85cc hjól oftar í fyrsta sæti en 150cc hjól?
En þetta hjól sem Gunni setti saman:
- RaceTech fjöðrun
- ProCircuit púst
- ProCircuit Holeshot
- V-Force ventill
- Boyesen PowerWing
- WRP álstýri
- ASV handföng
- ProGrip gúmmí
- Ál bensíngjafartúpa
- Svartar gjarðir
- Rautt bensínlok
- Karbon hlífar á framdempara
Til viðbótar við þetta allt saman er Gunni búinn að eiga eitthvað við blöndunginn, til að hann virki sem best með kraftpústinu og V-Force ventlinum.
Við vorum með þessa fjöðrun í gamla hjólinu hans Jóa í fyrra og pústið prófuðum við í haust, vitum að þetta virkar. Nú er spurning hvort þetta virkar saman en lítið endilega við í Nítró og kíkið á græjuna.
Óli G.
Íþróttir | Breytt s.d. kl. 15:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)
28.2.2008 | 22:16
N-Gage vika í apríl
Ágæti liðsfélagi.
Nú líður að vori og þó ekki sjái þess endilega stað í veðráttunni þessa dagana þá nálgast keppnistímabilið í motocross óðfluga. Til þess að efla okkur í þeim ásetningi að verða bæði okkur sjálfum og styrktaraðilum okkar til sóma á komandi sumri hefur verið ákveðið að efna til viku þjálfunar fyrir liðsmenn KAWASAKI dagana 28 apríl til 02 maí í vor.
Höfum við fengið Garry nokkurn hjá N-GAGE, þjálfara og íslandsvin til þess að koma til landsins umrædda daga og taka á því með okkur. Mun hann taka lið í þjálfun einn dag og enda á sameiginlegum degi allra liða þar sem áherslan verður lögð á stuttar áhorfendavænar æfingar svo sem stökk- og moto-æfingar, samskipti við styrktaraðila liðsins, styrktaraðila einstakra ökumanna og yngri kynslóð KAWASAKI hjólamanna sem verður boðið sérstaklega.
Við höfum lagt okkur fram um að ná kostnaði niður og með hjálp nokkurra aðila hefur tekist að koma þessu í það horf að þegar þetta er skrifað þá eru líkur á að kostnaður hvers liðsmanns verði rétt rúmar 4.000,- kr. fyrir dags þjálfun með toppþjálfara og sameiginlega þjálfun allra liða á föstudeginum.
Það skal tekið fram að um skyldumætingu allra liðsfélaga er að ræða þá daga sem dagskrá segir til um, enda er hér um einstakt tækifæri að ræða hvað varðar möguleikann á að læra og verða betri hjólamaður að ógleymdu því að hitta liðsfélagana og eiga góða stund saman til undirbúnings tilvonandi keppnistímabils.
Dags | Lið | Tími | Braut |
28 apríl mánudagur | MX1,MX2 | 09:00 til 15:00 | ?? |
29 apríl þriðjudagur | 125cc/250f unglingalið | 09:00 til 15:00 | ?? |
30 apríl miðvikudagur | 85cc | 09:00 til 15:00 | ?? |
01 maí fimmtudagur | Stelpur og konur | 09:00 til 15:00 | ?? |
02 maí föstudagur Öll liðin mæta | Sameiginlegur sponsadagur | 09:00 til 15:00 | Bolaalda |
Ofangreindar dagsetningar eru fastákveðnar en við munum þegar nær líður láta vita nánar um staðsetningar og útfærslu æfinga.
Með kveðju.
Haukur í NITRO
Íþróttir | Breytt s.d. kl. 22:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
27.2.2008 | 22:15
Rosaleg æfing í kvöld!!!
Keli toppaði sjálfan sig algerlega í kvöld - sagðist hafa lesið eitthvað um einhverjar Semicks-æfingar og lét það bitna á okkur. Fyrir mína parta er ég búinn að vera og spurning hvort maður meikar það í vinnuna á morgun.
Annars var vel mætt í kvöld. Maggi Ásmunds slóst í hópinn í kvöld og var hann boðinn velkominn að hætti hússins - pískað út þangað til hann gat ekki staðið nema útá þrjóskuna. Fínt að fá hann í hópinn, því fleiri því meira gaman.
Svo er bara að fjölmenna næsta mánudag - áfram Kawasaki!!
Óli G.
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)