Færsluflokkur: Íþróttir
25.2.2008 | 15:05
Æfing í kvöld - stórfiskaleikur og fallin spýtan!
Kannski ekki alveg en þetta platar kannski einhverja til að mæta. En það er annað hvort núna eða aldrei að byrja að mæta ef menn hafa verið rólegir í æfingunum. Sumarið er bara hinum megin við hornið og veturinn er ekki beinlínis að hjálpa upp á keyrsluformið. Mæting kl. 20 í Árbæjarþrek á móti Árbæjarlauginni.
Átti annars góðan túr um Bolaöldu á laugardag. Aðstoðaði Grétar Sölva og Binna félaga hans við að draga dáið KTM 450 EXC 1-2 km í gegnum hraun og lausamjöll upp á veg. Þeir þurftu amk ekki að hreyfa sig meira þann daginn. KTM 450 fæst væntalega fyrir lítið núna, er reyndar með stimpilstöng út úr mótornum á skrýtnum stað en hjólið lítur samt vel út :)
Kv. Keli
Ps. Muna svo að Honda liðið býður færis að bjóða okkur á þrekæfingu með sér!
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
24.2.2008 | 21:59
Vetur konungur
Það ætlar að verða nokkuð seigt í Vetrargarranum þennan veturinn.Þessa helgina var varla nokkuð svæði til að hjóla á nema Þykkvabær og Sandurinn,og að sjálfsögðu voru nokkrir meðlimir Teamkawasaki á fullu þar. Aron tjáði mér að það hafi verið ´Geðveikt´ í Þykkvabæ á Laugardag sól og blíða og sandurinn góður. Kela og Helga hitti ég í Bolöldu á Laugardag þegar að ég rúllaði enduro túr þangað,en það var lítið hægt að hjóla þar nema í barnabrautinni...og svo að sjálfsögðu enduro fyrir þá sem voru dekkjaðir í það.
Í dag skrap ég í Sandinn með Arnari,og þar voru Aron #66,Árni 100kall og Steinn Hlíðar#39...og sennilega einhverjir fleiri sem ég sá ekki. Sandurinn var nokkuð frosin,en menn gerðu eins og venjulega bara gott úr því sem var til staðar.
Það lýtur ekki út fyrir neina þýðu á næstunni..þannig að sennilega verður þetta svona næstu vikurnar. Spurning um að fjölmenna í gymið í vikunni og láta Kela lemja sig áfram.
Þetta hjólerí fer að snúast um að fara finna inniaðstöðu...spurning um að leigja reiðhöll einn dag til að taka smá tækniæfingar...;=).Hver veit svo er kannski að Össi, Pétur og Co komi bara með sólina með sér frá Spáni.
Kv Guggi
Íþróttir | Breytt 25.2.2008 kl. 21:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
21.2.2008 | 12:51
Æfing á miðvikudeg
Flott æfing í gær skilst mér - fjórir mættu.
Arnar Grindó fær sérstakt hrós fyrir að koma alla leið frá Grindavík, vonandi verður hann reglulegur þátttakandi. Það væri samt gaman að heyra frá honum, hvernig heilsan er í dag, því mér skilst að það hafi verið tekið alveg þokkalega á því í gær.
Óli G.
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
19.2.2008 | 11:01
Æfing í gærkvöldi
Keli stóð fyrir fínni æfingu í gærkvöldi - þrír mættu!
Fólk hefur auðvitað fullt af ástæðum fyrir að vera ekki með en það væri voða gaman að fá aðeins betri þátttöku en þetta. Prófum aftur á miðvikudaginn.
Óli G.
17.2.2008 | 19:15
Þykkvibær 17 Feb 2007
Það var góð mæting í þykkvabæinn þennan Sunnudaginn. Við vorum komin á svæðið um hálf tólf og hjóluðum alveg til hálf fjögur. Þegar að við mættum þá voru Hondamenn og konur komnir á svæðið,en þeir voru reyndar ekki lengi...sennilega hræddir við rigninguna:=) Aron#66,Arnar#616,Jói#919,Gunni#14,Sandra #209,Árni#100,Karen#132, og Aron #131 voru mætt á svæðið...og sennilega einhverjir fleiri sem ég er að gleyma. Alla vegna þá var nokkuð gaman þrátt fyrir rigningu.Gamli MX hringurinn var keyrður nokkuð stíft af sumum á meðan aðrir tóku lét freeride í hólunum.
Veðrið í dag var ekki sem best fyrir myndatökur...en það eru nokkrar þó komnar í albúmið.
Vonandi verðum við nú heppin með veður næstu helgi á Sólheimasandi.
Kv Guggi
Íþróttir | Breytt s.d. kl. 21:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
16.2.2008 | 22:38
Sunnudagurinn 17.Feb - Þykkvibær
Jæja.. Ég (Aron #66), Aron vinur minn, Árni Lögga #100 og Bryndís Bára #814 fórum á Sólheimasandinn í dag. Þar var líf og fjör þrátt fyrir úrhellis rigningu og vou um 15-20 manns á svæðinu. Team Yamaha voru í fullu fjöri, og það er greinilegt að við erum ekki að vinna þá í Liðsbaráttunni þetta árið. Rífa nú upp á sér rassgatið og koma að hjóla, SAMAN. Á morgun ætla ég í Þykkvabæ, þar sem engin annar er búin að koma með neina aðra uppástungu. Honda liðið ætlar uppeftir, og því verður marg um mannin þar býst ég við. Mæting er á N1 Ártúnshöfða klukkan 10, ef þið þorið.
Kv. Aron |
Íþróttir | Breytt s.d. kl. 22:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.2.2008 | 19:53
Sólheimasandur - ON!
Ég sendi leynilegan fulltrúa liðsins á Sólheima sand í dag. Hann sagði að aðstæður væru algjörlega frábærar og sandurinn einsog hann gerist bestur! Einhverjir Yamahapeyjar og pæjur ætla að fara á morgun og gista á Vík. Ég heimta það að allir mæti sem ætluðu að koma áður en að ferðinni var frestað fyrst. Mæting á N1 Ártúnshöfða klukkan 9 í fyrramálið, þaðan verður farið austur! Við ætlum fjórir, og við ætlum allir að gista. Svo veit ég að Örn og familya ætla líka, og þau ætla að gista líka. Þannig að um að gera að skella sér með og gista frammá Sunnudag!
|
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
14.2.2008 | 10:29
Sóheimasandur frestast um viku vegna krapa!!!
Var að tala við frænda minn á Eystri-Sólheimum.
Hann segir að nú sé mikil hláka á sandinum, mikill krapi og holklaki með drullu ofaná! Sandurinn er ófær fyrir hjól!!
Spáð er hlýindum og rigningu frá á næsta fimmtudag og leggur frændinn til að við fjölmennum austur næsta föstudag og tökum laugardaginn snemma.
Þeir sem vilja tékka á málinu geta hringt sjálfir í 487-1316 og talað við Ólaf Þorsteinsson eða skoðað http://www.sveit.is/disp.asp?num=642
Leitt að verða að fresta en veðrið ræður í sveitinn.
Óli G.
12.2.2008 | 22:42
Sólheimasandur um helgina
Jæja fólk - það stefnir í hlýindi og rigningu fram að helgi þannig að við ættum að geta komist á sandinn. Þeir sem hafa lýst áhuga eru:
Andri Ingason
Ingi
Gunni Sölva #14
Sandra
Aron #66
Maggi Sam #21
Karen #132
Aron #131
Örn #1
Árni lögga #100
Bryndís Bára #814
Óli
Jói # 919
Sigrún
Pláss fyrir 25 manns - látið heyra í ykkur. Guggi, Keli, komið þið ekki með?
Óli G.
Íþróttir | Breytt 13.2.2008 kl. 23:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (15)
12.2.2008 | 13:23
Æfingar!!
Spinning í Árbæjarþreki klukkan 20 mánudaga og miðvikudaga, tækjasalur á eftir.
Verð á árskorti 27.000 til Team Kawasaki og fylgifiska - talið við Begga hjá Árbæjarþrek til að ganga frá málinu.
Hugmyndin er að nýta sundlaugina og útiaðstöðuna sem þarna er, samhliða inniæfingum, þegar kemur fram á vorið.
Kílum nú á þetta - fá alla með!!
Óli G.
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)