Færsluflokkur: Íþróttir

Æfing í kvöld kl. 18.30

Hó hó, já auðvitað er æfing þó það sé svolítið kalt. Tökum létta upphitun og svo góða keyrslu á eftir í brekkunum og við laugina og síðan sundið á eftir eins og áður. Þarf væntanlega ekki að taka það fram að vera í hlýjum fötum er það?

Mæta síðan ekki allir á Honda æfinguna í næstu viku?

Kv. Keli


Boð frá Hondaliðinu!!

Nú viljum við hjá Hondaliðinu bjóða Kawasakiliðinu á æfingu Fimmtudaginn 12.02.09. ´

Æfingin byrjar, að venju hjá okkur kl: 20:00 með útihlaupum, strax að loknum útihlaupum er farið í inniæfingar. ATH það er farið af stað í útihlaup kl: 20:00 á slaginu. Þeir sem ekki mæta í útihlaup lenda í refsingum, þeir sem mæta of seint lenda í því líka………. Við þurfum að vita hversu margir mæta þar sem þjálfarinn þarf að hafa tölu á því. Reyndar eru einhverjir í liðinu ykkar að æfa með okkur, sem er bæði gaman og gott. Æfingastaður er í fimleikadeild Ármanns sem er í sama húsi og Þróttur í Laugardal. Fyrir útihlaupin er klæðnaður samkvæmt veðri, hl a upið er um Laugardalinn. Fyrir inniæfingar er almennur inniæfingaklæðnaður, skór eru ekki leyfðir til æfinga í sal fimleikadeildar Ármanns, hafa með sér vatnsbrúsa. Búningaaðstaða er í húsinu, en verðmæti er ekki ráðlegt að skilja eftir þar. Fygjast má með tilkynningu um æfinguna á www.hondaracing.is   Hjólagaman saman.   Óli Gísla
Team Honda Racing

 


Æfing í kvöld eins og vanalega kl. 18.30

Mæting við Árbæjarlaug kl. 18.30 stundvíslega! með hlaupa og sundgallann. Nú verður tekinn léttur hringur með stöðvastoppi og endaæfingu + sundi svipað og síðast.  

Á næstunni má svo fara að búast við meiri keyrslu æfingum með sprettum og meiri þrekæfingum fram á vorið. Febrúar er á næsta leiti með þrekprófi og þá gerum við ráð fyrir bætingu hjá öllum og svo er sumarið bara rétt hinu megin við hornið! Það þýðir því ekkert elsku mamma f.... núna :) Sjáumst í kvöld!

Kv. Össi / Keli


Þykkvibær á morgun

Á morgun verður hóperð í Þykkvabæ. Veðurspáin er frábær og það lítur út fyrir að það verði hörkudagur á morgun. Hittingur verður á N1 Ártúnshöfða klukkan 10:00.

 Þeir sem hafa staðfest komu sína eru m.a Heiðar #900, Arnór #661, Hinrik #807, Gylfi #406, Eyþór Reynis #899, Maggi Gas, Grétar Mynstursteypa, Guðbjartur, Eiki Bling og margir margir fleiri. Ég var að senda sms á fullt af liðið og fæ því örugglega fullt af fleirum svörum í kvöld. Hvet alla til að mæta á morgun !!!

 

Kv. Aron #66


Þorlákshöfn næstu helgi

Þorið þið kellingarnar í  Þorlákshöfn um helgina. Ég ætla allavega að fara ef það verður ekki 3000 vindstig og rigining. Raggi það er áskorun á þig að mæta og sýna okkur litlu strákunum hvernig á að gera þetta!


Fín æfing í hálkunni í kvöld

Fín mæting var á æfinguna í kvöld eða samtals 10 manns. Mættir voru: Árni, Arnór, Jón Bjarni, Hinrik, Jói, Össi, Arnar Ingi, Raggi sjálfur og Fribbi í Nítró og sjálfur. Hlaupið var upp með Breiðholtinu og teknar æfingar með stuttu millibili s.s. armbeygjur, froska, brekkuhlaup, magi og bak ofl gott stöff og enda á 20 mín. sundi En hvar var restin af liðinu annars? Anita, Ásgeir og Helgi eru öll að jafna sig en aðrir gleymdu að láta vita af sér :)

 Næsta æfing verður á sama stað og tíma. Það er þó verið að spá í aukaæfingu í Klifurhúsinu á mánudagskvöldið næsta kl. 18.30 - mæli með því að allir mæti þá og prófi - klifrið nýtist ágætlega í krossinu.

Kv. Keli


Æfing í dag klukkan 18:30

Keli stendur fyrir útiæfingu í dag.

Mæting 18:30 við Árblæjarlaugina.  Tekinn verður hlaupa/þrekhringur og sund á eftir.

Munið að mæting á æfingar er skráð niður og þeir sem mæta hafa forgang um sæti í endanlegu keppnisliði Team Kawasaki.

 

Hjólahjóla
Óli G.


Ískross - 1. umferð Íslandsmóts

Skráningarfrestur fyrir 1. umferð Íslandsmótsins í ískrossi rennur út á miðnætti annað kvöld - þriðjudagskvöld!!  Muna að skrá sig!!

Mótið fer fram á Mývatni næsta laugardag, 17.janúar, og lofar Akstursíþróttafélag Mývatnssveitar harðri keppni og góðri skemmtun fyrir bæði áhorfendur og keppendur.  Skoðun hjóla hefst klukkan 10 og tímatökur klukkan 11.  Sjálf keppnin hefst svo klukkan 12 og verður lokið um klukkan 15.

Höfuðborgarbúar eru sérstaklega hvattir til að renna norður og taka þátt; margir hér fyrir sunnan hafa verið að hjóla á ís í vetur og ættu að láta reyna á hæfnina.

MUNA SKRÁNINGARFRESTINN - miðnætti annað kvöld, þriðjudag 13.janúar.

 

Hjólahjóla!
Óli G.


Klifurhús!!!

Hvernig væri að hittast í klifurhúsinu á morgun (mánudag) á milli 6 og 7 og taka smá æfingu?

Jói #919


Þorlákshöfn á morgun laugardag.!!

heyrðu hvað seigiði um að hittast á morgun í Þorlákshöfn og hjóla hjóla hjóla allveg á fullu því það á að frista hressilega á sunnudaginn.þannig um að gera að nýta sér að hjóla þegar það er hiti..Commentiði og seigið ykkar skoðun..

 

 

 

 

kv#807


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband