Færsluflokkur: Íþróttir

Æfing á morgun miðvikudag kl. 18.30

Sæl öll og gleðileg jól/ár og allt það. Nú byrjum við aftur á æfingunum og er mæting sem fyrr í Árbæjarlaugina kl. 18.30 stundvíslega. Tekinn verður góður hringur um dalinn með óvæntum uppákomum sem fyrr og synt í 20 mín á eftir. Við Össi skiptum annars með okkur verkum því annað kvöld verður reynt að keyra næturmotokross í Bolaöldu og ég ætla vera þar að undirbúa brautina með Garðari. Við fáum lánað ljósamastur ásamt því að lýsa brautina með bílum og eigin ljósum. Þeir sem vilja geta hlaupið með Össa og komið svo beint upp eftir í motokrossið en við ætlum að reyna að byrja um kl. 20.

Kv. Keli / Össi


Bolalda í toppstandi

Í dag fóru Arnar#616 og fleiri í Bolöldu til að kanna aðstæður,og komu þær vægast sagt á óvart. Brautin er í toppformi og einungis einn smá drullupollur í henni. Einnig eru flestir pallar í góðu standi og ljóst að miðað við spána næstu daga að þarna ætti að vera séns að hjóla næstu dagana.

Kv

Guggi


Flottur dagur í Þorlákshöfn!!

Mjög vel heppnaður dagur í Þorlákshöfn. Ég var að fíla brautina í drasl en var hún sléttuð í morgun og því ofsa hröð:) Þarna voru líka Össi, Aníta, Signý, Jói og Óli öll að hjóla svaka flott.

Þessi dagur hefði samt ekki verið svona góður nema með aðstoð þeirra í Cubic!! Ég bræddi úr í gær og fór því meint upp á verkstæðið til Gunna og Friðjóns og viti menn, hjólið var tilbúið 3 tímum seinna!! Frábær þjónusta:)

Svo til að kóróna daginn þá fór ég í klifurhúsið með Báru og Ívani og drap endanlega á mér framhandleggina:)

Kv. #100


Þorlákshöfn í dag

Ágæt mæting var í Þorlákshöfn í dag - Aníta og Signý áttu samt klárlega daginn, þær voru farnar af stað um níu og mættar klukkan 10.  Húrra fyrir þeim!!!  Held reyndar að Karen og Aron hafi mætt snemma líka, Góli sömuleiðis.  Gott hjá þeim.

Við feðgar töfðumst aðeins þannig að við vorum ekki mættir fyrr en uppúr 12.  Ég var auk þess á Husaberg og fann út að ég á lítið við 450 endurohjól að gera í þessari braut - ég er bara ekki nógu góður að hjóla!!  En við allavega náðum að hitta stelpurnar áður en þær fóru í bæinn.....við stöndum okkur betur á morgun.

Hinrik var mættur á 125 og er að hjóla fantavel, flottur í beygjunum.  Gylfi #406 var sömuleiðis þarna, þannig að allt 85cc liðið var þar með á staðnum.  Spurning um fjórða mann?

Sverrir og Bína voru mætt og tók Sverri helling af myndum - spurning um að tékka á okkar fólki á síðunni hjá þeim.  Svo er bara að vona að veðrið verði svona gott á morgun og enn fleiri mæti, heyrist fólk ætla í Þorlákshöfn aftur.

Óli G.
....uppgefinn eftir Husaberg - náði þó að klára tankinn.


Hvert á að fara um helgina????

Sælir grænir!! Gleðilegt árið og takk fyrir frábært nýliðið ár.

Stóra spurningin er þessi: Hvert á að fara um helgina og fræsa? Væntanlega eru flestir ennþá í jólafríi og spáin er sumarhiti og eitthvað rugl svo að nú er færi á að nýta ófrosna jörð á þessum árstíma. Endilega kommenta hvað allir ætla að gera.

Kv. #100


Þorlákshöfn eða leikfangaland 1.jan

nuna förum við að hjóla hjóla hjóla hjóla hver er til í að fara á morgun að hjóla commentiði og hvað þið eruð að spá!!!

 

 

kv#807


Gleðilega flugelda!!

Fyrir hönd liðsins og Nítró óska ég liðsmönnum og fylgifiskum þeirra, Kawasaki-eigendum og hjólafólki öllu hvar sem það kann að vera statt í heiminum gleðilegs árs, friðar, farsældar og nægra hestafla á árinu sem nú fer í hönd.  Þakka fyrir árið sem er að líða, fyrir hönd liðsins og sérstaklega samt okkar feðga.  Þetta var frábært ár hvað hjólasportið varðar!

Passið ykkur í kvöld á rakettum, kalkúnum og öðrum hættulegum flygildum sem oftar en ekki ganga laus á gamlárskvöld og nýjársnótt.  Sjáumst sem fyrst á nýju ári.  Eldhress!

Óli G.


Þorlákshöfn á morgun 30.des

Mæting í Þorlákshöfn á morgun,vera mættir uppúr 12..commenta og seiga sína skoðun


Dótadagur í Leikfangalandi 26.des 2008

Sjá myndir HÉR!

DSC07277


Gleiðileg jól!!

Team Kawasaki óskar liðinu, Kawasaki-eigendum og öllu hjólafólki nær og fjær gleðilegra jóla!  Og munið, að í dag er dagurinn sem EKKI þarf að passa mataræðið!!!

Óli G.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband