10.5.2009 | 07:59
Fínn dagur í gær - 9.maí
Mæting var mjög góð í gær uppí Bolaöldu - Kawasaki-fólk fjölmennti ásamt öðrum og tók fullan þátt í vinnudeginum, með góðum árangri.
Eftir hádegi héldum við svo stutta æfingu, tókum stört og hring, og held ég að allir hafi komist í fínann fíling við þetta. Að vanda þá er fullt af myndum frá deginum inná síðunni hjá Sveppagreifanum - www.motosport.is
Enduðum svo daginn í sameiginlegu grilli, sem auðvitað tóks sérlega vel - ekki spurning að það er mjög góður hópur kringum liðið. Einhverjir voru með myndavélar í grillinu og af því að ég var að fjárfesta í óendanlega stóru myndaplássi fyrir þessa síðu þá væri gaman að fá þær inn. Þeir sem eru með myndir, hringið og fáið lykilorð.
Hjólahjóla
Óli G.
PS: Tékkið á þessu: http://vefritid.eyjan.is/index.php/greinasafn/eg-berst-a-motorfaki-fraum
Athugasemdir
Ég er með fullt af myndum eftir gærdaginn bæði frá Bolöldu og eins úr grillpartýinu
Ég sjálf skemmti mér alveg rosalega vel þrátt fyrir að vera ekki á hjóli. Bara það að fá að taka þátt í einhverju í kringum motosportiðgerði gæfumunin.
Alexander hjólaði helling og sömuleiðis Andri og svo tók Margrét hana Helenu okkar og hjólaði nokkra hringi með henni sem að henni þótti algjört æði.
Við þökkum innilega fyrir frábærann dag og vonandi verða þeir mikið fleiri.
Kv. Hulda, Baldur, Alexander, Andri og Helena Ósk
Hulda Sigurðardóttir, 10.5.2009 kl. 20:50
Myndirnar frá Kawasaki deginum í Boöldu eru komnar inn.
Kv. Hulda Sigurðard.
Hulda Sigurðardóttir, 11.5.2009 kl. 19:01
veit einhver hvort það er kominn dagsskrá fyrir helgina einhverstaðar ?
661 (IP-tala skráð) 13.5.2009 kl. 17:25
Dagskráin er í frétt á MSÍ:
http://msisport.is/pages/frettir/?iw_content_rs_url=%2Fcontent%2Ffiles%2Fcms%2Farticle%2F2009%2F05%2F20090511-1041.article
Kv. Góli
Góli (IP-tala skráð) 13.5.2009 kl. 17:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.