Midnight Off-Road á morgun

Endileglega fjölmenna í Bolaöldu á morgun og fylgjast með enduroinu, þeir sem ekki ætla að keppa eða eru puttabrotnir eða handleggsbrotnir eða eitthvað...  Verður bara gaman; fylgist með Ragga, Össa og Aroni sem keppa saman, og Helga og Kela sem taka feðgaflokkinn að sjálfsögðu.

Pétur Smárason og Árni lögga keppa auðvitað einir, eins og sönnum járnkörlum sæmir, Ásgeir 277 keppir með Ella pabba sín og Lúðvik bróður hans þannig að gera má ráð fyrir Ásgeir hjóli meira en hinir........fylgjumst með og hvetjum okkar fólk - komið með komment um fleira Kawasaki-fólk sem ætlar að vera með á morgun.

Dagskrá laugardagsins 20. júní er eftirfarandi:

Kl: 13:00 Skoðun keppnistækja í "6 tíma" keppni hefst.

Kl: 14:00 Barna-Cross fyrir 50/65cc hjól, frítt fyrir þátttakendur, bara að mæta, skrá sig á staðnum og hafa gaman. Braut = Barnabraut.

Kl: 15:00 Barna-Cross fyrir 85cc hjól, frítt fyrir þátttakendur, bara að mæta, skrá sig á staðnum og hafa gaman. Braut = MX braut.

Kl: 16:00 Verðlaunaafhending fyrir Barna-Cross og grillaðar pylsur fyrir þátttakendur.

Kl: 17:00 Skoðun keppnistækja í "6 tíma" keppni líkur.

Kl: 17:45 Uppröðun á ráslínu fyrir "6 tíma" hefst.

Kl: 18:01 Ræsing í 6 tíma Midnight Off-Road Challenge.

Kl: 24:01 Keppni líkur.

Kl: 01:00 Verðlaunaafhending, grillaðir hamborgarar fyrir keppendur og kveikt í Jónsmessubrennunni.

Kl: 02:00 Hátíð slitið.

 

Hjólahjóla
Óli G.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hulda Sigurðardóttir

Við fjölskyldan mætum að sjálfsögðu með góða skapið.

Kv. Hulda Sig. og Baldur

Hulda Sigurðardóttir, 19.6.2009 kl. 21:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband