25.6.2009 | 16:28
Byrjendadagur í Bolaöldu á laugardaginn 10-13
VÍK ætlar að standa fyrir byrjendadegi á laugardaginn á milli kl. 10 og 13.Litlu hjólin eru velkomin í stóru brautina á laugardaginnÞá býðst öllum sem ekki hafa keyrt stóru brautina eða treysta sér ekki til að keyra á venjulegum opnunartíma tækifæri til koma og prófa að keyra brautina án truflunar frá þessm vönu keyrurum sem keyra brautina alla daga á ofurhraða, eða að því virðist. Hugmyndin er að skipta þeim sem mæta í stærri hjól (125+) og minni hjól (65-85cc ) og skipta þeim svo inn í brautina á 15 mínútna fresti þannig að hvor hópur eigi sínar 15 mínútur í einu. Kl. 10-10.15 væru t.d. minni hjólin í brautinni - 10.15-10.30 væru stærri hjólin inn á og svo framvegis til kl. 13. Einar Sigurðarson o.fl. verða á staðnum og gefa góð ráð og leiðbeiningar um keyrslu í braut fyrir alla sem vilja. Svo má minna á motocrossæfingar VÍK sem hafa verið mjög vel sóttar og reyndar er nánast fullt í yngri hópana, mögulega getum við þurft að bæta við fleiri æfingahópum. Enn eru laus pláss hjá Össa og Aroni fyrir þá sem eru á stærri hjólum (125-250 og stærra).Brautin verður því lokuð öllum öðrum en byrjendum á laugardagsmorguninn en opnar aftur fyrir alla kl. 13.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.