Færsluflokkur: Íþróttir
25.6.2009 | 16:28
Byrjendadagur í Bolaöldu á laugardaginn 10-13
Íþróttir | Breytt 14.7.2009 kl. 08:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.6.2009 | 15:32
Midnight Off-Road á morgun
Endileglega fjölmenna í Bolaöldu á morgun og fylgjast með enduroinu, þeir sem ekki ætla að keppa eða eru puttabrotnir eða handleggsbrotnir eða eitthvað... Verður bara gaman; fylgist með Ragga, Össa og Aroni sem keppa saman, og Helga og Kela sem taka feðgaflokkinn að sjálfsögðu.
Pétur Smárason og Árni lögga keppa auðvitað einir, eins og sönnum járnkörlum sæmir, Ásgeir 277 keppir með Ella pabba sín og Lúðvik bróður hans þannig að gera má ráð fyrir Ásgeir hjóli meira en hinir........fylgjumst með og hvetjum okkar fólk - komið með komment um fleira Kawasaki-fólk sem ætlar að vera með á morgun.
Dagskrá laugardagsins 20. júní er eftirfarandi:
Kl: 13:00 Skoðun keppnistækja í "6 tíma" keppni hefst.
Kl: 14:00 Barna-Cross fyrir 50/65cc hjól, frítt fyrir þátttakendur, bara að mæta, skrá sig á staðnum og hafa gaman. Braut = Barnabraut.
Kl: 15:00 Barna-Cross fyrir 85cc hjól, frítt fyrir þátttakendur, bara að mæta, skrá sig á staðnum og hafa gaman. Braut = MX braut.
Kl: 16:00 Verðlaunaafhending fyrir Barna-Cross og grillaðar pylsur fyrir þátttakendur.
Kl: 17:00 Skoðun keppnistækja í "6 tíma" keppni líkur.
Kl: 17:45 Uppröðun á ráslínu fyrir "6 tíma" hefst.
Kl: 18:01 Ræsing í 6 tíma Midnight Off-Road Challenge.
Kl: 24:01 Keppni líkur.
Kl: 01:00 Verðlaunaafhending, grillaðir hamborgarar fyrir keppendur og kveikt í Jónsmessubrennunni.
Kl: 02:00 Hátíð slitið.
Hjólahjóla
Óli G.
Íþróttir | Breytt s.d. kl. 15:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
14.6.2009 | 14:22
KX85 fulltjúnnað til sölu
Til sölu KX85 árgerð 2008 sem búið er að tjúnna nánast eins og hægt er:
- RaceTech fjöðrun aftan og framan
- Renthal/Carmichael stýri
- ASV handföng
- ProCircuit púst
- V-Force ventill
- Portaður cylinder - nýr
- Wiseco þrykktur stimpill - nýr
- Race CDI-kveikja
- Ný dekk, ónotuð
Cubic hefur séð um viðhald þannig að hjólið er í 100% standi. Ekki hringja bara til að reyna að fá að prófa.....
Hringið í mig í 663-2508
Óli G.
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.6.2009 | 22:21
Hjólinu hans Jóns Bjarna stolið!!
Kawasaki Kxf 250 2008 árg
Stolið úr Bílakjallara í Grafarholtinu
Tímamælir stóð seinast í 11,8 og er á heimasmíðarðri festingu fyrir framan tank lokið
Tank plastið vinstra megin er brotið
Það er Acerbis hliðarplast hægra megin með 980 á og svo original hinum megin með engum tölum á.
Beyglað bremsuhandfang
Race tech gormur að aftan (blár)
annars allt original
o-ring keðja
frekar rispað hjól og lýtur út eins og það sé mikið notað
Hafa samband við Jón Bjarna í síma 868-0693 ef þú hefur einhverjar upplýsingar um það og færð 30 þús kr. ef það leiðir að hjólinu
Allir að leggjast á eitt og finna hjólið - þegar menn vita hver er að stela þessum hjólum þá langar mig að fá nafnið....
Óli G.
...í styggu skapi
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.5.2009 | 11:42
Liðsæfing í dag - þriðjudag
Klukkan 18 í
Álfsnesi!!!
Hjóla svo!!
Óli G.
Íþróttir | Breytt s.d. kl. 11:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.5.2009 | 13:13
Liðsæfing á morgun þriðjudag!!
Haldin verður æfing Team Kawasaki klukkan 18 á morgun þriðjudag; tekin verða eitt eða tvö moto eftir efnum og aðstæðum.
Allir að mæta!!
Svo er að verða síðasti séns að merkja treyjur fyrir mótið á Akureyri. Nítró sér um merkingarnar og hefur Lolla okkar ágæta tekið það verkefni að sér!!
Hjólahjóla!!
Óli G.
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
22.5.2009 | 13:38
Tilkynningar - undirbúningur fyrir Akureyri o.fl.
Ágætu félagar
Fjöldi fólks stefnir norður um helgina til að undirbúa sig fyrir keppnina; má búast við miklu fjöri þar í dag og næstu daga, sérstaklega auðvitað í húsinu hjá Kela.
Raggi ætlar að vera með námskeið í brautinni á Akureyri milli 9:30 og 12:30 á morgun laugardag. Bendi öllu Kawasaki-fólki fyrir norðan á að nýta sér þetta tækifæri.
Eftir helgina er stefnt á að hafa lokaða æfingu fyrir Team Kawasaki, en eftir þá æfingu verða endanleg lið tilkynnt. Þar sem liðið hefur úr mörgum flottum hjólurum að velja má búast við mikill keppni á æfingunni og vil ég hvetja sem allra flesta áhugasama Kawasaki-hjólara til að mæta. Stefnt er á að hittast sem fyrst eftir vinnu, en nánari tímasetning og staðsetning verður tilkynnt síðar.
Sömuleiðis er Nitró með tilboð á göllum fyrir Team Kawasaki, farið þangað og tékkið á málinu.
Hjólahjóla
Óli G.
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
13.5.2009 | 20:17
Límmiðakitt fyrir sumarið
Massaður djengs,
Ég er að taka saman pöntun í límmiðakittum fyrir sumarið. Ég þekki mann sem þekkir mann, og hann þekkir mann í Ameríku sem er með fyrirtæki sem gera límmiðakitt. Ég fékk tilboð í límmiðakitt hjá honum fyrir þá sem panta í gegnum mig. Límmiðakitt, með þínu nafni og keppnisnúmeri, og þínum sponserum á 24.500-, sendingakostnaður er innifalinn í því. Þetta eru ALVÖRU kit, til að mynda er ég búin að vera með sama kitið síðan í fyrstu enduro keppninni í fyrra, og það steinliggur ennþá. Þeir sem vilja næla sér í límmiðakitt fyrir sumarið geta pantað í gegnum emaili mitt aron@aron66.is
http://www.mgxunlimited.com/productcart/pc/viewCategories.asp?idCategory=8 <- Hérna eru þau kitt sem eru í boði, veljið að sjálfsögðu eftir því hvernig hjóli þið eruð á.
Það sem þarf að koma fram í emailinu er:
Nákvæm hjólategund og árgerð (dæmi: Kawasaki KXF 450 2008)
Nafn og símanúmer (dæmi: Davíð Oddson 845-8760)
Nafn á límmiðakiti (dæmi: Kawasaki Assault Semi-Custom Full Bike kit ef ég vildi þetta kit: http://www.mgxunlimited.com/productcart/pc/viewPrd.asp?idcategory=43&idproduct=81)
Keppnisnúmer (dæmi: 259)
Sponsar (ALLIR sponsarnir verða að fylgja með á EINUM file, ég nenni ekki að fá 100 JPG myndir í 5 emailum)
Uppsetning (ef þið viljið fá einhverjar sponsa á ákveðnum stöðum, taka það þá fram:)
Þetta er mjög einfalt, og allir meiga vera með, hvort sem þú heitir Jón eða Séra Jón.
Reynum samt að gera þetta einfalt og fljótlegt með því að fara að fyrirmælunum hér að ofan svo þetta taki ekki marga daga. Þegar þið eruð búin að panta kit hjá mér, sendi ég til baka greiðsluupplýsingar sem ganga verður frá áður en ég set þetta í prentun.
Þetta verður að ganga fljótt fyrir sig svo við náum þessu heim fyrir Akureyri, ég panta þetta á föstudaginn, svo hafi hraðar hendur á.
Kveðja,
Aron #66
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
10.5.2009 | 07:59
Fínn dagur í gær - 9.maí
Mæting var mjög góð í gær uppí Bolaöldu - Kawasaki-fólk fjölmennti ásamt öðrum og tók fullan þátt í vinnudeginum, með góðum árangri.
Eftir hádegi héldum við svo stutta æfingu, tókum stört og hring, og held ég að allir hafi komist í fínann fíling við þetta. Að vanda þá er fullt af myndum frá deginum inná síðunni hjá Sveppagreifanum - www.motosport.is
Enduðum svo daginn í sameiginlegu grilli, sem auðvitað tóks sérlega vel - ekki spurning að það er mjög góður hópur kringum liðið. Einhverjir voru með myndavélar í grillinu og af því að ég var að fjárfesta í óendanlega stóru myndaplássi fyrir þessa síðu þá væri gaman að fá þær inn. Þeir sem eru með myndir, hringið og fáið lykilorð.
Hjólahjóla
Óli G.
PS: Tékkið á þessu: http://vefritid.eyjan.is/index.php/greinasafn/eg-berst-a-motorfaki-fraum
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
7.5.2009 | 21:05
Æfing og skemmtun á laugardaginn!
Nú tökum við öll til hendinni!!
Mætum uppí Bolaöldu klukkan 10 á laugardagsmorgun og tökum þátt í vinnudegi við brautina, gæðum okkur á pylsum og hamborgurum að því loknu.
Milli 13 og 14 byrjum við síðan æfingar sem Raggi skipuleggur og höldum þeim áfram eitthvað fram eftir degi. Um klukkan sjö, þegar allir eru búnir að fara í sturtu, ætlum við að hittast heima hjá mér og grilla (hver og ein kemur með sitt, ég vel svo það besta og ét það...) Ég segi ykkur heimilisfangið á æfingunni á laugardaginn.
Með grillmatnum mun Raggi fara yfir búningamál liðsins og fleiri spurningar sem brenna á liðsmönnum og konum.
Athugið að fylgifiskar liðsmanna eru velkomnir meðan húsrúm leyfir!!!
Kommentið á þetta svo við höfum hugmynd um hverjir ætla að vera með.
Hjólahjóla!!
Óli G.
Íþróttir | Breytt s.d. kl. 21:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (16)